Tveggja ára sonur einnar stærstu NFL-stjörnunnar drepinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2013 12:00 Adrian Peterson. Mynd/NordicPhotos/Getty Adrian Peterson er súperstjarna í ameríska fótboltanum, að flestra mati besti hlaupari NFL-deildarinnar og eitt þekktasta andliðið í bandarískum íþróttum. Þessi frábærri íþróttamaður glímir nú við mikla sorg eftir að tveggja ára sonur hans lést eftir að hafa orðið fyrir árás á heimili sínu. Þetta kemur fram í bandarískum fjölmiðlum. Joseph Patterson, 27 ára gamall kærasti barnsmóður Adrian Peterson, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa átt sök á meiðslum barnsins. Drengurinn fannst rænulaus á miðvikudaginn var og var fluttur á sjúkrahús þar sem að hann lést. Patterson var sá eini sem var heima með barnið þegar þetta gerðist. Adrian Peterson, sem var kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar á síðustu leiktíð, er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir Minnesota Vikings liðið sem þarf nauðsynlega á sigri á halda á morgun til að eiga möguleika á að gera eitthvað á þessu tímabili. Víkingarnir taka á móti Carolina Panthers á morgun. Adrian Peterson ætlar þrátt fyrir þessar skelfilegu fréttir að spila leikinn á morgun en það á þó eftir að koma betur í ljós þegar nær dregur leik og forráðamenn Vikings gera sér betur grein fyrir andlegu ástandi leikmannsins. Adrian Peterson þakkaði öllum fyrir mikinn stuðning og samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma en meðal þeirra sem hafa sent honum kveðju er vinur hans og NBA-stórstjarnan LeBron James. NFL Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Sjá meira
Adrian Peterson er súperstjarna í ameríska fótboltanum, að flestra mati besti hlaupari NFL-deildarinnar og eitt þekktasta andliðið í bandarískum íþróttum. Þessi frábærri íþróttamaður glímir nú við mikla sorg eftir að tveggja ára sonur hans lést eftir að hafa orðið fyrir árás á heimili sínu. Þetta kemur fram í bandarískum fjölmiðlum. Joseph Patterson, 27 ára gamall kærasti barnsmóður Adrian Peterson, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa átt sök á meiðslum barnsins. Drengurinn fannst rænulaus á miðvikudaginn var og var fluttur á sjúkrahús þar sem að hann lést. Patterson var sá eini sem var heima með barnið þegar þetta gerðist. Adrian Peterson, sem var kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar á síðustu leiktíð, er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir Minnesota Vikings liðið sem þarf nauðsynlega á sigri á halda á morgun til að eiga möguleika á að gera eitthvað á þessu tímabili. Víkingarnir taka á móti Carolina Panthers á morgun. Adrian Peterson ætlar þrátt fyrir þessar skelfilegu fréttir að spila leikinn á morgun en það á þó eftir að koma betur í ljós þegar nær dregur leik og forráðamenn Vikings gera sér betur grein fyrir andlegu ástandi leikmannsins. Adrian Peterson þakkaði öllum fyrir mikinn stuðning og samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma en meðal þeirra sem hafa sent honum kveðju er vinur hans og NBA-stórstjarnan LeBron James.
NFL Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Sjá meira