Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2013 13:23 Tord Lien, nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs. Mynd/Reynir Jóhannesson. Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir stjórnarformanni olíufélagsins Det Norske að menn séu mjög ánægðir með valið og vonast til að hann verði ekki síðri en Ola Borten Moe, sem olíumenn töldu standa sig vel. Olíuiðnaður er mikilvægasti atvinnuvegur landsins og skilaði í fyrra 86 prósentum af útflutningstekjum Norðmanna. Ráðherra olíumála er því talinn með valdamestu stjórnmálamönnum landsins. Meðal verkefna hans á næstunni verður að taka afstöðu til þess hvort Norðmenn haldi áfram að auka samstarf við Íslendinga í olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Á það reynir þegar Tord Lien ákveður hvort norsk stjórnvöld nýti sér rétt til 25% þátttöku í þriðja íslenska sérleyfinu á Drekasvæðinu, með Eykon Energy og kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC. Tord Lien er utan þings og tók í september við yfirmannsstöðu hjá Trønder Energi, sem er héraðsraforkufyrirtæki í eigu 24 sveitarfélaga í Syðri-Þrændalögum. Hann sat á Stórþinginu frá 2005 til 2013 en gaf ekki kost á sér til endurkjörs fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. Viðbrögð norska sjávarútvegsins gagnvart nýjum sjávarútvegsráðherra, Elisabeth Aspaker frá Hægri-flokknum, eru hins vegar ekki jafn jákvæð. Samkvæmt Fiskeribladet-Fiskaren hafa menn lýst efasemdum og segjast ekki vita til þess að hún hafi mikið blandað sér í umræður um fiskveiðar. Elisabeth Aspaker kemur reyndar úr fiskveiðisamfélagi á Lófót, er kennari frá Harstad í Troms-fylki, og var talsmaður Hægri-flokksins í skólamálum. Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Sjá meira
Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir stjórnarformanni olíufélagsins Det Norske að menn séu mjög ánægðir með valið og vonast til að hann verði ekki síðri en Ola Borten Moe, sem olíumenn töldu standa sig vel. Olíuiðnaður er mikilvægasti atvinnuvegur landsins og skilaði í fyrra 86 prósentum af útflutningstekjum Norðmanna. Ráðherra olíumála er því talinn með valdamestu stjórnmálamönnum landsins. Meðal verkefna hans á næstunni verður að taka afstöðu til þess hvort Norðmenn haldi áfram að auka samstarf við Íslendinga í olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Á það reynir þegar Tord Lien ákveður hvort norsk stjórnvöld nýti sér rétt til 25% þátttöku í þriðja íslenska sérleyfinu á Drekasvæðinu, með Eykon Energy og kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC. Tord Lien er utan þings og tók í september við yfirmannsstöðu hjá Trønder Energi, sem er héraðsraforkufyrirtæki í eigu 24 sveitarfélaga í Syðri-Þrændalögum. Hann sat á Stórþinginu frá 2005 til 2013 en gaf ekki kost á sér til endurkjörs fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. Viðbrögð norska sjávarútvegsins gagnvart nýjum sjávarútvegsráðherra, Elisabeth Aspaker frá Hægri-flokknum, eru hins vegar ekki jafn jákvæð. Samkvæmt Fiskeribladet-Fiskaren hafa menn lýst efasemdum og segjast ekki vita til þess að hún hafi mikið blandað sér í umræður um fiskveiðar. Elisabeth Aspaker kemur reyndar úr fiskveiðisamfélagi á Lófót, er kennari frá Harstad í Troms-fylki, og var talsmaður Hægri-flokksins í skólamálum.
Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Sjá meira