Af hverju selur fólk Ólympíu-verðlaunin sín? 17. október 2013 15:15 Það hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið hver af Silfurdrengjunum okkar hafi reynt að selja medalíuna sína frá Ólympíuleikunum í Peking. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta skiptið sem verðlaunahafi frá Ólympíuleikum selur medalíuna sína. Það er misjafnt hvaða ástæður liggja að baki því að íþróttamenn selji jafn dýrmætan hlut. Oftar en ekki er þó ástæðan sú að íþróttamennirnir vilji styrkja gott málefni. Vísir rifjar upp sögu fimm íþróttamanna sem seldu verðlaunin sín.Mark Wells, Bandaríkin. Íshokkýleikmaður. Wells vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum 1980. Hann seldi medalíuna til að standa straum af sjúkrakostnaði en hann var með sjaldgæfan genasjúkdóm. Medalían hans fór á 37,5 milljónir króna árið 2010. "Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun enda er medalían sönnun alls sem ég hef lagt á mig. Ég mun sofa með hana síðustu dagana sem hún er í minni vörslu," sagði Wells. Wladimir Klitschko, Úkraína. Hnefaleikakappi.Klitsckhko er hann tryggði sér gullið.Klitschko vann gullverðlaun á ÓL í Atlanta árið 1996. Klitschko vildi hjálpa fátækum börnum í Úkraínu og seldi því medalíuna til að styrkja þau. Medalían fór á rúmar 120 milljónir króna. Þegar kaupandinn frétti ástæðuna fyrir sölunni ákvað hann að skila medalíunni. Hún er enn í vörslu Klitschko en börnin fengu sinn pening. Anthony Ervin, Bandaríkin. Sundmaður.Ervin var jafn Gary Hall Jr. og fengu þeir báðir gull.Ervin vann gull í 50 metra skriðsundi í Sydney árið 2000. Hann lagði skýluna á hilluna aðeins þrem árum síðar en þá var hann 23 ára. Hann setti medalíuna sína í sölu á eBay og fékk fyrir hana rúmar 2 milljónir króna. Sá peningur fór í góðgerðarmál. Otylia Jedrzejczak, Pólland. Sundkona.Fyrir ÓL í Aþenu árið 2004 lýsti Jedrzejczak því yfir að ef hún myndi vinna gull yrði það selt til styrktar þeim sem minna mega sín. Hún stóð við stóru orðin og fékk tæpar 10 milljónir króna fyrir gullið sem hún vann í 200 metra flugsundi. Veik pólsk börn nutu góðs af þessum peningum. "Ég þarf ekki að eiga medalíuna til að muna eftir þessu. Ég veit að ég er Ólympíumeistari. Það verður aldrei tekið af mér," sagði Jedrzejczak. Tommie Smith, Bandaríkin. Hlaupari.Smith á efsta palli.Smith vann gullverðlaun á eftirminnilegum leikum árið 1968. Þau komu í 200 metra hlaupi. Hann setti medalíuna á sölu árið 2010 og vill fá rúmar 30 milljónir króna fyrir medalíuna. Enginn hefur enn verið til í að greiða þann pening og medalían er því enn til sölu. Sumir segja að Smith vanti pening en ævisöguhöfundur hans heldur því fram að peningarnir eigi að fara í gott málefni. Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira
Það hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið hver af Silfurdrengjunum okkar hafi reynt að selja medalíuna sína frá Ólympíuleikunum í Peking. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta skiptið sem verðlaunahafi frá Ólympíuleikum selur medalíuna sína. Það er misjafnt hvaða ástæður liggja að baki því að íþróttamenn selji jafn dýrmætan hlut. Oftar en ekki er þó ástæðan sú að íþróttamennirnir vilji styrkja gott málefni. Vísir rifjar upp sögu fimm íþróttamanna sem seldu verðlaunin sín.Mark Wells, Bandaríkin. Íshokkýleikmaður. Wells vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum 1980. Hann seldi medalíuna til að standa straum af sjúkrakostnaði en hann var með sjaldgæfan genasjúkdóm. Medalían hans fór á 37,5 milljónir króna árið 2010. "Þetta er gríðarlega erfið ákvörðun enda er medalían sönnun alls sem ég hef lagt á mig. Ég mun sofa með hana síðustu dagana sem hún er í minni vörslu," sagði Wells. Wladimir Klitschko, Úkraína. Hnefaleikakappi.Klitsckhko er hann tryggði sér gullið.Klitschko vann gullverðlaun á ÓL í Atlanta árið 1996. Klitschko vildi hjálpa fátækum börnum í Úkraínu og seldi því medalíuna til að styrkja þau. Medalían fór á rúmar 120 milljónir króna. Þegar kaupandinn frétti ástæðuna fyrir sölunni ákvað hann að skila medalíunni. Hún er enn í vörslu Klitschko en börnin fengu sinn pening. Anthony Ervin, Bandaríkin. Sundmaður.Ervin var jafn Gary Hall Jr. og fengu þeir báðir gull.Ervin vann gull í 50 metra skriðsundi í Sydney árið 2000. Hann lagði skýluna á hilluna aðeins þrem árum síðar en þá var hann 23 ára. Hann setti medalíuna sína í sölu á eBay og fékk fyrir hana rúmar 2 milljónir króna. Sá peningur fór í góðgerðarmál. Otylia Jedrzejczak, Pólland. Sundkona.Fyrir ÓL í Aþenu árið 2004 lýsti Jedrzejczak því yfir að ef hún myndi vinna gull yrði það selt til styrktar þeim sem minna mega sín. Hún stóð við stóru orðin og fékk tæpar 10 milljónir króna fyrir gullið sem hún vann í 200 metra flugsundi. Veik pólsk börn nutu góðs af þessum peningum. "Ég þarf ekki að eiga medalíuna til að muna eftir þessu. Ég veit að ég er Ólympíumeistari. Það verður aldrei tekið af mér," sagði Jedrzejczak. Tommie Smith, Bandaríkin. Hlaupari.Smith á efsta palli.Smith vann gullverðlaun á eftirminnilegum leikum árið 1968. Þau komu í 200 metra hlaupi. Hann setti medalíuna á sölu árið 2010 og vill fá rúmar 30 milljónir króna fyrir medalíuna. Enginn hefur enn verið til í að greiða þann pening og medalían er því enn til sölu. Sumir segja að Smith vanti pening en ævisöguhöfundur hans heldur því fram að peningarnir eigi að fara í gott málefni.
Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira