Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍR : 30-28| Haukar sigra í Háspennuleik Sigmar Sigfússon á Ásvöllum skrifar 17. október 2013 14:29 myndir / daníel Haukar unnu ÍR, 30-28, á heimavelli í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn en Haukar skoruðu þrjú mörk í röð í stöðunni, 26-26, þegar um fimm mínútur voru eftir og kláruðu leikinn í kjölfarið. Fyrri hálfleikur var mikil skemmtun fyrir áhorfendur þar sem mörg mörk litu dagsins ljós. Fyrstu 30. mínúturnar voru æsispennandi og liðin skiptust á forystunni. Staðan var 5-5 eftir 8. mínútna leik og markmenn beggja liða búnir að eiga ágætis leik sitthvorum enda vallarins. ÍR-ingar skoruðu tvö mörk í röð og náðu tveggja marka forskoti en dínamískt jafnvægi var á liðinum á þessum kafla og Haukar jöfnuðu leikinn á ný. Leikurinn var jafn alveg til enda fyrri hálfleiksins. Haukar voru yfir með einu marki þegar tvær mínútur voru eftir en þá skoruðu gestirnir tvö mörk í röð og fóru til búningsklefa marki yfir, 15-16. Sturla Ásgeirson var duglegur að skora fyrir ÍR-inga úr hraðaupphlaupum og skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, var drjúgur fyrir þá rauðklæddu og skoraði mörg góð mörk fyrir utan. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik virkilega vel og komust í fjögurra marka forystu, 17-21, eftir sjö mínútna leik. Haukarnir löguðu stöðuna eftir því sem leið á en voru ávallt skrefi á eftir ÍR-ingum. Jón Þorbjörn Jóhannson, línumaður Hauka, minnkaði muninn í eitt mark á 43. mínútnu, 22-23, og áhorfendur komnir með spennandi leik á ný. Einar Pétur Pétursson, hornamaður Hauka, jafnaði leikinn, 26,-26, þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Staðan var jöfn í fjórar mínútur þar sem markmenn vörðu hvert skotið á eftir öðru. Haukar skoruðu þá þrjú mörk í röð eftir mikinn klaufagang í sókninni hjá ÍR-ingum og kláruðu leikinn. Heimamenn sýndu mikinn karakter í lokin og uppskáru tvö stig. Einar Pétur Pétursson var markahæstur Hauka með átta mörk og þá skoraði Sturla níu fyrir ÍR. Sigurbergur Sveinsson, markahæsti leikmaður Hauka, var fjarri góðu gamni í leiknum vegna meiðsla. Sigurbergur snéri ökklan illa á móti Benfica í síðustu viku. Patrekur: Lykilatriði er að gefast ekki upp„Ég var óánægður með liðið í hálfleik. Það vantaði grimmdina að stoppa, fá fríköst og við vorum að klikka á miklu. Alltaf skrefinu á eftir eins og á móti Benfica,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við vorum samt að skora mörk og leystum þannig séð sóknarleikinn betur en oft áður. En lykilatriði er að gefast ekki upp og þá áttu 2.flokk strákarnir sem komu inn af bekknum góðan leik. Þeir voru klárir og óhræddir.“ „ÍR-ingar eru með gott lið og höfðu unnið þrjá leiki röð. Ég vissi að við þurftum að spila vel og kaflinn hjá okkur í lokin var virkilega góður.“ „Þetta leit ekkert vel út þegar um fimm mínútur voru eftir en það þýðir ekkert að væla heldur halda bara áfram. Við sýndum það í kvöld að við vorum naglar og gáfumst ekki upp. Þráttt fyrir að handboltalega voru mörg atriði ekki í lagi hjá okkur. Við æfum þau áfram en aðalatriði er að missa ekki haus og ég er sáttur við þessi tvö stig á móti svona hörku liði,“ sagði Patrekur sáttur með sína menn. Bjarki: Einbeitingaskortur og óagaðar ákvarðanir í sókninni„Þetta var svolítið spennandi en það var bara hérna í lokin. Við vorum fjórum mörkum yfir þegar sjö mínútur voru eftir og þá er eins og blaðran hafi sprungið. Menn virtust halda að þetta væri komið og það er virkilega slæmt ef þannig hlutir eru að koma fyrir í leikjum,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, svekktur eftir leikinn. „Menn fóru inn í sína eigin skel og fóru að reyna upp á eigin spýtur. Þá duttu menn út úr skipulaginu og boltinn fékk ekki ganga. Ekkert gekk upp í sókinni á þeim tíma og við fengum hraðaupphlaup í bakið.“ „Þeir spiluðu skynsamlegra en við síðustu tíu mínútarnar og uppskáru sigur. Einbeitingaskortur og óagaðar ákvarðanir í sókninni. Hugsanlega vitlaust stillt upp hjá mér í sókn fyrir utan þá fjórtán tæknilegu feila sem við vorum með í leiknum. Þeir eiga að vera í mesta lagi sex í einum leik.“ „Þó svo að við skorum 28 mörk í leiknum að þá vorum við ekki góðir í sókn,“ sagði Bjarki ósáttur með sína menn í lokin Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Haukar unnu ÍR, 30-28, á heimavelli í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn en Haukar skoruðu þrjú mörk í röð í stöðunni, 26-26, þegar um fimm mínútur voru eftir og kláruðu leikinn í kjölfarið. Fyrri hálfleikur var mikil skemmtun fyrir áhorfendur þar sem mörg mörk litu dagsins ljós. Fyrstu 30. mínúturnar voru æsispennandi og liðin skiptust á forystunni. Staðan var 5-5 eftir 8. mínútna leik og markmenn beggja liða búnir að eiga ágætis leik sitthvorum enda vallarins. ÍR-ingar skoruðu tvö mörk í röð og náðu tveggja marka forskoti en dínamískt jafnvægi var á liðinum á þessum kafla og Haukar jöfnuðu leikinn á ný. Leikurinn var jafn alveg til enda fyrri hálfleiksins. Haukar voru yfir með einu marki þegar tvær mínútur voru eftir en þá skoruðu gestirnir tvö mörk í röð og fóru til búningsklefa marki yfir, 15-16. Sturla Ásgeirson var duglegur að skora fyrir ÍR-inga úr hraðaupphlaupum og skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, var drjúgur fyrir þá rauðklæddu og skoraði mörg góð mörk fyrir utan. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik virkilega vel og komust í fjögurra marka forystu, 17-21, eftir sjö mínútna leik. Haukarnir löguðu stöðuna eftir því sem leið á en voru ávallt skrefi á eftir ÍR-ingum. Jón Þorbjörn Jóhannson, línumaður Hauka, minnkaði muninn í eitt mark á 43. mínútnu, 22-23, og áhorfendur komnir með spennandi leik á ný. Einar Pétur Pétursson, hornamaður Hauka, jafnaði leikinn, 26,-26, þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Staðan var jöfn í fjórar mínútur þar sem markmenn vörðu hvert skotið á eftir öðru. Haukar skoruðu þá þrjú mörk í röð eftir mikinn klaufagang í sókninni hjá ÍR-ingum og kláruðu leikinn. Heimamenn sýndu mikinn karakter í lokin og uppskáru tvö stig. Einar Pétur Pétursson var markahæstur Hauka með átta mörk og þá skoraði Sturla níu fyrir ÍR. Sigurbergur Sveinsson, markahæsti leikmaður Hauka, var fjarri góðu gamni í leiknum vegna meiðsla. Sigurbergur snéri ökklan illa á móti Benfica í síðustu viku. Patrekur: Lykilatriði er að gefast ekki upp„Ég var óánægður með liðið í hálfleik. Það vantaði grimmdina að stoppa, fá fríköst og við vorum að klikka á miklu. Alltaf skrefinu á eftir eins og á móti Benfica,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við vorum samt að skora mörk og leystum þannig séð sóknarleikinn betur en oft áður. En lykilatriði er að gefast ekki upp og þá áttu 2.flokk strákarnir sem komu inn af bekknum góðan leik. Þeir voru klárir og óhræddir.“ „ÍR-ingar eru með gott lið og höfðu unnið þrjá leiki röð. Ég vissi að við þurftum að spila vel og kaflinn hjá okkur í lokin var virkilega góður.“ „Þetta leit ekkert vel út þegar um fimm mínútur voru eftir en það þýðir ekkert að væla heldur halda bara áfram. Við sýndum það í kvöld að við vorum naglar og gáfumst ekki upp. Þráttt fyrir að handboltalega voru mörg atriði ekki í lagi hjá okkur. Við æfum þau áfram en aðalatriði er að missa ekki haus og ég er sáttur við þessi tvö stig á móti svona hörku liði,“ sagði Patrekur sáttur með sína menn. Bjarki: Einbeitingaskortur og óagaðar ákvarðanir í sókninni„Þetta var svolítið spennandi en það var bara hérna í lokin. Við vorum fjórum mörkum yfir þegar sjö mínútur voru eftir og þá er eins og blaðran hafi sprungið. Menn virtust halda að þetta væri komið og það er virkilega slæmt ef þannig hlutir eru að koma fyrir í leikjum,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, svekktur eftir leikinn. „Menn fóru inn í sína eigin skel og fóru að reyna upp á eigin spýtur. Þá duttu menn út úr skipulaginu og boltinn fékk ekki ganga. Ekkert gekk upp í sókinni á þeim tíma og við fengum hraðaupphlaup í bakið.“ „Þeir spiluðu skynsamlegra en við síðustu tíu mínútarnar og uppskáru sigur. Einbeitingaskortur og óagaðar ákvarðanir í sókninni. Hugsanlega vitlaust stillt upp hjá mér í sókn fyrir utan þá fjórtán tæknilegu feila sem við vorum með í leiknum. Þeir eiga að vera í mesta lagi sex í einum leik.“ „Þó svo að við skorum 28 mörk í leiknum að þá vorum við ekki góðir í sókn,“ sagði Bjarki ósáttur með sína menn í lokin
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira