Breaking Bad sóttur ólöglega 500 þúsund sinnum á 12 tímum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. september 2013 23:34 Breaking Bad voru taldir bestir á Emmy verðlaunahátíðinni fyrr á árinu. Mynd/AFP Síðasta þættinum af Breaking Bad var halað ólöglega niður 500 þúsund sinnum á 12 klukkutímum eftir að fyrsta ólöglega útgáfan komst í umferð. Þetta gerir þáttinn að mest sótta þætti Breaking Bad frá upphafi. Þessi þáttur var sá síðasti í þáttaröðinni sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og var hann sýndur í gærkvöldi. Þátturinn var oftast sóttur í löndum þar sem þó er hægt að nálgast hann með löglegum hætti. Þetta kemur fram hjá TorrentFreak sem rannsakaði niðurhal 14 þúsund notenda sinna og komst að því að flestir sem sóttu þáttinn voru staddir í Ástralíu eða 18 prósent. Næstflestir voru staddir í Bandaríkjunum eða 14,5 prósent og á eftir þeim fylgdi Bretland með 9,3 prósenta hlutdeild í fjölda sóttra þátta. Þar hafa þættirnir komið á Netflix daginn eftir sýningu þeirra í Bandaríkjunum. Þegar mest lét voru 85 þúsund einstaklingar um heim allan að deila sama eintakinu. Þetta slær þó ekki fyrr met en það á þátturinn Game of Thrones þegar 170 þúsund manns deildu sama eintakinu. 10,3 milljónir áhorfenda settust fyrir framan sjónvarpsskjáinn í Bandaríkjunum þegar þátturinn var sýndur sem að er töluverð fjölgun frá því að fyrsta þáttaröðin fór í loftið. Þá horfðu að meðaltali aðeins hálf milljón Bandaríkjamanna á þáttinn. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Síðasta þættinum af Breaking Bad var halað ólöglega niður 500 þúsund sinnum á 12 klukkutímum eftir að fyrsta ólöglega útgáfan komst í umferð. Þetta gerir þáttinn að mest sótta þætti Breaking Bad frá upphafi. Þessi þáttur var sá síðasti í þáttaröðinni sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og var hann sýndur í gærkvöldi. Þátturinn var oftast sóttur í löndum þar sem þó er hægt að nálgast hann með löglegum hætti. Þetta kemur fram hjá TorrentFreak sem rannsakaði niðurhal 14 þúsund notenda sinna og komst að því að flestir sem sóttu þáttinn voru staddir í Ástralíu eða 18 prósent. Næstflestir voru staddir í Bandaríkjunum eða 14,5 prósent og á eftir þeim fylgdi Bretland með 9,3 prósenta hlutdeild í fjölda sóttra þátta. Þar hafa þættirnir komið á Netflix daginn eftir sýningu þeirra í Bandaríkjunum. Þegar mest lét voru 85 þúsund einstaklingar um heim allan að deila sama eintakinu. Þetta slær þó ekki fyrr met en það á þátturinn Game of Thrones þegar 170 þúsund manns deildu sama eintakinu. 10,3 milljónir áhorfenda settust fyrir framan sjónvarpsskjáinn í Bandaríkjunum þegar þátturinn var sýndur sem að er töluverð fjölgun frá því að fyrsta þáttaröðin fór í loftið. Þá horfðu að meðaltali aðeins hálf milljón Bandaríkjamanna á þáttinn.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira