Fyrirlestur um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar í Snorrastofu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. september 2013 13:25 Dr. Úlfar Bragason er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. mynd/stefán Dr. Úlfar Bragason flytur fyrirlestur um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar í Snorrastofu, Reykholti, í kvöld. Fyrirlesturinn er helgaður minningu Snorra Sturlusonar, sem veginn var í Reykholti 23. september árið 1241. Um árabil hefur Snorrastofa minnst dánardags hans með því að bjóða til fyrirlestrar um málefni sem tengjast honum og samtíð hans með einum eða öðrum hætti. 800 ár eru liðin síðan höfðinginn Hrafn Sveinbjarnarson var tekinn af lífi á Eyri við Arnarfjörð. Hrafns saga Sveinbjarnarsonar er ævisaga hans, rituð um 1250. Sagan er ein samtíðarsagna, varðveitt bæði sérstök og sem hluti af Sturlungu. Í erindi sínu mun Úlfar ræða samsetningu sögunnar, þá mynd sem sagan gefur af Hrafni og þær breytingar sem höfundur Sturlungu gerði á sögunni þegar hann skeytti henni við aðrar sögur í samsteypu sinni. Úlfar er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Áður var hann forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals frá 1988 til 2006. Hann var gistikennari í norrænum fræðum við University of Chicago frá 1986 til 1987. Úlfar hefur setið í stjórn Snorrastofu í Reykholti frá því henni var komið á fót. Úlfar lauk doktorsprófi frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1986. Doktorsritgerð hans fjallaði um frásagnarfræði Sturlungu. Hann hefur haldið fyrirlestra um Sturlunga sögu víða, bæði heima og erlendis, og birt fjölda greina um sagnasamsteypuna og sögur hennar. Árið 2010 kom út hjá Háskólaútgáfunni bók hans: Ætt og saga: Um frásagnarfræði Sturlungu eða Íslendinga sögu hinnar miklu. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.30 og er aðgangseyrir 500 krónur. Boðið er til kaffiveitinga í hléi og svo er umræða að þeim loknum. Menning Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Dr. Úlfar Bragason flytur fyrirlestur um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar í Snorrastofu, Reykholti, í kvöld. Fyrirlesturinn er helgaður minningu Snorra Sturlusonar, sem veginn var í Reykholti 23. september árið 1241. Um árabil hefur Snorrastofa minnst dánardags hans með því að bjóða til fyrirlestrar um málefni sem tengjast honum og samtíð hans með einum eða öðrum hætti. 800 ár eru liðin síðan höfðinginn Hrafn Sveinbjarnarson var tekinn af lífi á Eyri við Arnarfjörð. Hrafns saga Sveinbjarnarsonar er ævisaga hans, rituð um 1250. Sagan er ein samtíðarsagna, varðveitt bæði sérstök og sem hluti af Sturlungu. Í erindi sínu mun Úlfar ræða samsetningu sögunnar, þá mynd sem sagan gefur af Hrafni og þær breytingar sem höfundur Sturlungu gerði á sögunni þegar hann skeytti henni við aðrar sögur í samsteypu sinni. Úlfar er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Áður var hann forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals frá 1988 til 2006. Hann var gistikennari í norrænum fræðum við University of Chicago frá 1986 til 1987. Úlfar hefur setið í stjórn Snorrastofu í Reykholti frá því henni var komið á fót. Úlfar lauk doktorsprófi frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1986. Doktorsritgerð hans fjallaði um frásagnarfræði Sturlungu. Hann hefur haldið fyrirlestra um Sturlunga sögu víða, bæði heima og erlendis, og birt fjölda greina um sagnasamsteypuna og sögur hennar. Árið 2010 kom út hjá Háskólaútgáfunni bók hans: Ætt og saga: Um frásagnarfræði Sturlungu eða Íslendinga sögu hinnar miklu. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.30 og er aðgangseyrir 500 krónur. Boðið er til kaffiveitinga í hléi og svo er umræða að þeim loknum.
Menning Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira