Vildu ekki Top Gear vegna hávaða Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2013 13:15 Jeremy Clarkson úr Top Gear þáttunum. Ef til vill svona líka gáttaður á ákvörðun bæjaryfirvalda í Gold Coast City. Þrátt fyrir að bílaþátturinn Top Gear sé vinsælasta sjónvarpsefni heims og sýndur í 170 af 190 löndum heims vilja ekki allir hafa hann ofan í sér. Bæjarstjórn í bæ einum í Ástralíu, Gold Coast City, neitaði Jeremy Clarkson um að taka upp senu í þáttinn þar sem hann ætlaði að aka Holden Commodore, átta strokka tryllitæki eftir götum bæjarins. Ástæðan er einföld, bæjarstjórnin vill vernda íbúa bæjarins fyrir þeim hávaða sem akstrinum hefði fylgt. Ekki voru forsvarsmenn Holden fyrirtækisins glaðir með þessa niðurstöðu bæjaryfirvalda og telja hana vera skriffinnskuofræði á hæsta stigi. Skömmum þaðan rigndi yfir skriffinnana, sem hafa úttalað sig sem afar opna fyrir öllum hugmyndum og viðskiptatækifærum, en með gjörðum sínum ekki viljað gera bæinn talsvert frægari með tilkomu Top Gear þar. Ennfremur sögðu Holden menn að íbúar í hverju húsi við götuna sem átti að aka byggju til meiri hávaða með slátturvélum sínum en þess bíll myndi framleiða. Þáttargerðarmenn Top Gear urðu að taka atriðið upp í bænum Warwick, en þar eru skriffinnar greinilega opnari fyrir skemmtilegum uppákomum. Lögreglustjórinn í Gold Coast City var afar svekktur með ákvörðun bæjarstjórnarinnar og telur að bærinn hafa misst af miklu. Hvað skildi Jón Gnarr hafa gert? Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Þrátt fyrir að bílaþátturinn Top Gear sé vinsælasta sjónvarpsefni heims og sýndur í 170 af 190 löndum heims vilja ekki allir hafa hann ofan í sér. Bæjarstjórn í bæ einum í Ástralíu, Gold Coast City, neitaði Jeremy Clarkson um að taka upp senu í þáttinn þar sem hann ætlaði að aka Holden Commodore, átta strokka tryllitæki eftir götum bæjarins. Ástæðan er einföld, bæjarstjórnin vill vernda íbúa bæjarins fyrir þeim hávaða sem akstrinum hefði fylgt. Ekki voru forsvarsmenn Holden fyrirtækisins glaðir með þessa niðurstöðu bæjaryfirvalda og telja hana vera skriffinnskuofræði á hæsta stigi. Skömmum þaðan rigndi yfir skriffinnana, sem hafa úttalað sig sem afar opna fyrir öllum hugmyndum og viðskiptatækifærum, en með gjörðum sínum ekki viljað gera bæinn talsvert frægari með tilkomu Top Gear þar. Ennfremur sögðu Holden menn að íbúar í hverju húsi við götuna sem átti að aka byggju til meiri hávaða með slátturvélum sínum en þess bíll myndi framleiða. Þáttargerðarmenn Top Gear urðu að taka atriðið upp í bænum Warwick, en þar eru skriffinnar greinilega opnari fyrir skemmtilegum uppákomum. Lögreglustjórinn í Gold Coast City var afar svekktur með ákvörðun bæjarstjórnarinnar og telur að bærinn hafa misst af miklu. Hvað skildi Jón Gnarr hafa gert?
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira