Vildu ekki Top Gear vegna hávaða Finnur Thorlacius skrifar 28. september 2013 13:15 Jeremy Clarkson úr Top Gear þáttunum. Ef til vill svona líka gáttaður á ákvörðun bæjaryfirvalda í Gold Coast City. Þrátt fyrir að bílaþátturinn Top Gear sé vinsælasta sjónvarpsefni heims og sýndur í 170 af 190 löndum heims vilja ekki allir hafa hann ofan í sér. Bæjarstjórn í bæ einum í Ástralíu, Gold Coast City, neitaði Jeremy Clarkson um að taka upp senu í þáttinn þar sem hann ætlaði að aka Holden Commodore, átta strokka tryllitæki eftir götum bæjarins. Ástæðan er einföld, bæjarstjórnin vill vernda íbúa bæjarins fyrir þeim hávaða sem akstrinum hefði fylgt. Ekki voru forsvarsmenn Holden fyrirtækisins glaðir með þessa niðurstöðu bæjaryfirvalda og telja hana vera skriffinnskuofræði á hæsta stigi. Skömmum þaðan rigndi yfir skriffinnana, sem hafa úttalað sig sem afar opna fyrir öllum hugmyndum og viðskiptatækifærum, en með gjörðum sínum ekki viljað gera bæinn talsvert frægari með tilkomu Top Gear þar. Ennfremur sögðu Holden menn að íbúar í hverju húsi við götuna sem átti að aka byggju til meiri hávaða með slátturvélum sínum en þess bíll myndi framleiða. Þáttargerðarmenn Top Gear urðu að taka atriðið upp í bænum Warwick, en þar eru skriffinnar greinilega opnari fyrir skemmtilegum uppákomum. Lögreglustjórinn í Gold Coast City var afar svekktur með ákvörðun bæjarstjórnarinnar og telur að bærinn hafa misst af miklu. Hvað skildi Jón Gnarr hafa gert? Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent
Þrátt fyrir að bílaþátturinn Top Gear sé vinsælasta sjónvarpsefni heims og sýndur í 170 af 190 löndum heims vilja ekki allir hafa hann ofan í sér. Bæjarstjórn í bæ einum í Ástralíu, Gold Coast City, neitaði Jeremy Clarkson um að taka upp senu í þáttinn þar sem hann ætlaði að aka Holden Commodore, átta strokka tryllitæki eftir götum bæjarins. Ástæðan er einföld, bæjarstjórnin vill vernda íbúa bæjarins fyrir þeim hávaða sem akstrinum hefði fylgt. Ekki voru forsvarsmenn Holden fyrirtækisins glaðir með þessa niðurstöðu bæjaryfirvalda og telja hana vera skriffinnskuofræði á hæsta stigi. Skömmum þaðan rigndi yfir skriffinnana, sem hafa úttalað sig sem afar opna fyrir öllum hugmyndum og viðskiptatækifærum, en með gjörðum sínum ekki viljað gera bæinn talsvert frægari með tilkomu Top Gear þar. Ennfremur sögðu Holden menn að íbúar í hverju húsi við götuna sem átti að aka byggju til meiri hávaða með slátturvélum sínum en þess bíll myndi framleiða. Þáttargerðarmenn Top Gear urðu að taka atriðið upp í bænum Warwick, en þar eru skriffinnar greinilega opnari fyrir skemmtilegum uppákomum. Lögreglustjórinn í Gold Coast City var afar svekktur með ákvörðun bæjarstjórnarinnar og telur að bærinn hafa misst af miklu. Hvað skildi Jón Gnarr hafa gert?
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent