Lagerback: Stærstu vonbrigðin að nýta færin ekki betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2013 22:35 Alfreð Finnbogason á ferðinni í kvöld. Lars Lagerback, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var nokkuð sáttur með leik liðsins í kvöld en Ísland vann þá 1-0 sigur á slöku liði Færeyjar. Lagerback var þó vonsvikinn að íslenska liðið nýtti ekki fleiri færi í leiknum. „Það er alltaf erfitt að spila við Færeyinga því þeir eru vel skipulagt lið sem spilar með marga menn í vörninni og eru með líkamlega sterka leikmenn," sagði Lars Lagerback, þjálfari íslenska liðsins. „Við spiluðum ekki nógu vel í fyrri hálfleiknum en við vildum ekki pressa þá hátt á vellinum því vorum að reyna að spila svipað og við komum til með að gera á móti Svisslendingum. Það gekk mun betur í seinni hálfleiknum og kannski voru þeir líka orðnir svolítið þreyttir," sagði Lars. „Ég talaði um það við leikmenn í hálfleik að vera duglegri að skipta um stöður og þá sérstaklega átti það við bakverði og vængmenn. Við stilltum líka upp sóknafjarfari miðju en við erum vanalega með í seinni hálfleiknum og settum þá Eið Smára inn á miðjuna. Það kom sér vel á móti svona liði og það gekk betur í seinni hálfleik," sagði Lars. „Þetta var frekar góður leikur hjá okkur en stærstu vonbrigðin er að liðið skyldi ekki skora fleiri mörk því liðið fékk það mörg færi og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum. Við sköpuðum líka þrjú góð færi í fyrri hálfleiknum. Vonandi koma mörkin bara í staðinn á móti Albaníu og Sviss," sagði Lars. „Við hefðum getað náð betri úrslitum úr þessum leik ef að við hefðum beitt meiri hápressu í fyrri hálfleiknum en ég vildi ekki gera það því við vorum að undirbúa okkur fyrir leik á móti Sviss. Þetta var æfing fyrir þann leik og mikilvægt að leikmenn á miðju og í framlínu væri í réttum stöðum," sagði Lars. „Við náðum mörgum flottum sóknum í seinni hálfleik og sköpuðum fullt af færum. Við áttum því að skora að minnsta kosti tvö eða þrjú mörk til viðbótar. Svona er þetta stundum og þeir eru líka með mjög góðan markvörð sem varði oft mjög vel," sagði Lars. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Lars Lagerback, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var nokkuð sáttur með leik liðsins í kvöld en Ísland vann þá 1-0 sigur á slöku liði Færeyjar. Lagerback var þó vonsvikinn að íslenska liðið nýtti ekki fleiri færi í leiknum. „Það er alltaf erfitt að spila við Færeyinga því þeir eru vel skipulagt lið sem spilar með marga menn í vörninni og eru með líkamlega sterka leikmenn," sagði Lars Lagerback, þjálfari íslenska liðsins. „Við spiluðum ekki nógu vel í fyrri hálfleiknum en við vildum ekki pressa þá hátt á vellinum því vorum að reyna að spila svipað og við komum til með að gera á móti Svisslendingum. Það gekk mun betur í seinni hálfleiknum og kannski voru þeir líka orðnir svolítið þreyttir," sagði Lars. „Ég talaði um það við leikmenn í hálfleik að vera duglegri að skipta um stöður og þá sérstaklega átti það við bakverði og vængmenn. Við stilltum líka upp sóknafjarfari miðju en við erum vanalega með í seinni hálfleiknum og settum þá Eið Smára inn á miðjuna. Það kom sér vel á móti svona liði og það gekk betur í seinni hálfleik," sagði Lars. „Þetta var frekar góður leikur hjá okkur en stærstu vonbrigðin er að liðið skyldi ekki skora fleiri mörk því liðið fékk það mörg færi og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum. Við sköpuðum líka þrjú góð færi í fyrri hálfleiknum. Vonandi koma mörkin bara í staðinn á móti Albaníu og Sviss," sagði Lars. „Við hefðum getað náð betri úrslitum úr þessum leik ef að við hefðum beitt meiri hápressu í fyrri hálfleiknum en ég vildi ekki gera það því við vorum að undirbúa okkur fyrir leik á móti Sviss. Þetta var æfing fyrir þann leik og mikilvægt að leikmenn á miðju og í framlínu væri í réttum stöðum," sagði Lars. „Við náðum mörgum flottum sóknum í seinni hálfleik og sköpuðum fullt af færum. Við áttum því að skora að minnsta kosti tvö eða þrjú mörk til viðbótar. Svona er þetta stundum og þeir eru líka með mjög góðan markvörð sem varði oft mjög vel," sagði Lars.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira