Keilismenn og GKG-konur unnu Sveitakeppni GSí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2013 17:23 Keilismenn unnu Sveitakeppni karla. Mynd/GSÍmyndir.net Karlalið Golfklúbbsins Keilis og kvennalið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar tryggðu sér í dag sigur í Sveitakeppni GSÍ. Keilismenn unnu á heimavelli í úrslitaleik karla en það var mikil dramatík í gangi hjá konunum sem spiluðu suður með sjó. Keiiskonur héldu að þær hefði unnið en GKG var dæmdur sigur eftir kæru. Golfklúbburinn Keilir sigraði í dag Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar í úrslitaleik 1. deildar karla 4/1 eftir spennandi leik. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar varð því að sætta sig við annað sætið að þessu sinni, Golfklúbbur Reykjavíkur hafnaði í þriðja sæti. Axel Bóasson, Rúnar Arnórsson, Björgvin Sigurbergsson, Birgir Björn Magnússon, Gísli Sveinbergsson, Benedikt Sveinsson, Sigurður Gunnar Björgvinsson og Henning Darri Þórðarsson voru í sigursveit Keilis og liðsstjóri var Sigurpáll Geir Sveinsson. Mikil dramatík átti sér stað í úrslitaleik í 1. deild kvenna en bráðabana þurfti milli Golfklúbbsins Keilis og Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar sem endaði með því að Keilir hafði betur, eða það héldu viðstaddir. En svo virðist sem atvik hafi átti sér stað á annarri og fjórðu holu bráðabanans sem ollu því að lögð var inn kæra til mótsstjórnar vegna aðstoðar sem leikmaður Keilis óskaði eftir frá liðsfélaga. Niðurstaða mótsstjórnar og dómara var á þá leið að um brot á golfreglum (regla 8-1b) hafi verið um að ræða sem þýddi holutap fyrir viðkomandi lið. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar sigraði því í 1. deild kvenna, Golfklúbburinn Keilir varð í öðru sæti og Golfklúbbur Reykjavíkur í því þriðja. Særós Eva Óskarsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir, Ingunn Gunnarsdóttir, Hansína Þorkelsdóttir, Ingunn Einarsdóttir, Hulda Birna Baldursdóttir, Ragna Björk Ólafsdóttir og María Guðnadóttir voru í sigursveit GKG enliðsstjóri var Gunnar Jónsson. Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Karlalið Golfklúbbsins Keilis og kvennalið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar tryggðu sér í dag sigur í Sveitakeppni GSÍ. Keilismenn unnu á heimavelli í úrslitaleik karla en það var mikil dramatík í gangi hjá konunum sem spiluðu suður með sjó. Keiiskonur héldu að þær hefði unnið en GKG var dæmdur sigur eftir kæru. Golfklúbburinn Keilir sigraði í dag Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar í úrslitaleik 1. deildar karla 4/1 eftir spennandi leik. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar varð því að sætta sig við annað sætið að þessu sinni, Golfklúbbur Reykjavíkur hafnaði í þriðja sæti. Axel Bóasson, Rúnar Arnórsson, Björgvin Sigurbergsson, Birgir Björn Magnússon, Gísli Sveinbergsson, Benedikt Sveinsson, Sigurður Gunnar Björgvinsson og Henning Darri Þórðarsson voru í sigursveit Keilis og liðsstjóri var Sigurpáll Geir Sveinsson. Mikil dramatík átti sér stað í úrslitaleik í 1. deild kvenna en bráðabana þurfti milli Golfklúbbsins Keilis og Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar sem endaði með því að Keilir hafði betur, eða það héldu viðstaddir. En svo virðist sem atvik hafi átti sér stað á annarri og fjórðu holu bráðabanans sem ollu því að lögð var inn kæra til mótsstjórnar vegna aðstoðar sem leikmaður Keilis óskaði eftir frá liðsfélaga. Niðurstaða mótsstjórnar og dómara var á þá leið að um brot á golfreglum (regla 8-1b) hafi verið um að ræða sem þýddi holutap fyrir viðkomandi lið. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar sigraði því í 1. deild kvenna, Golfklúbburinn Keilir varð í öðru sæti og Golfklúbbur Reykjavíkur í því þriðja. Særós Eva Óskarsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir, Ingunn Gunnarsdóttir, Hansína Þorkelsdóttir, Ingunn Einarsdóttir, Hulda Birna Baldursdóttir, Ragna Björk Ólafsdóttir og María Guðnadóttir voru í sigursveit GKG enliðsstjóri var Gunnar Jónsson.
Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira