Greiða engan virðisaukaskatt Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. júní 2013 18:30 Arðbær fyrirtæki í ferðaþjónustu, eins og hvalaskoðunarfyrirtæki, greiða engan virðisaukaskatt því þau skilgreina sig sem fyrirtæki í fólksflutningum. Dæmin eru fleiri en skilin milli skattskyldu og undanþágu frá virðisaukaskatti eru oft óljós. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að fella niður gildistöku hækkunar virðisaukaskatts á gistiþjónustu, en hækkunin átti að taka gildi 1. september. Í því felst að útleigan mun áfram bera 7% virðisaukaskatt en ekki 14%. Virðisaukaskattskylda í ferðaþjónustu er hins vegar æði breytileg og mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða engan virðisaukaskatt. Ekki einu sinni 7 prósentin. Skattskylda er mismunandi eftir því hvaða þjónusta er seld og skilin á milli skattskyldu og undanþágu frá skatti eru oft óljós. Fyrirtæki í hvalaskoðun sem rukkar 50 evrur fyrir ferðina greiðir engan virðisaukaskatt, eða 0 krónur því fyrirtækið skilgreinir sig í fólksflutningum. Velta má fyrir sér sanngirninni í því. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti og dæmin eru fleiri. Skilin eru oft mjög óglögg. Leiga á landi til ferðamanna er undanþegin þar sem um fasteignaleigu er að ræða. Leyfi til að veiða ákveðið magn af gæs er það hins vegar ekki, þar sem um vörusölu er að ræða. Sala á veiðileyfum í vötnum er undanþegin, en ekki leyfi til að veiða ákveðinn fjölda fiska. Leiða á vélsleða án leiðsagnar er háð virðisaukaskatti þar sem um leigu á lausafé er að ræða, en leiga á vélsleiða í hópferð með leiðsögn er undanþegin skattinum þar sem um fólksflutninga er að ræða. Hestaferð í hópferð er undanþegin en hestaleiga án leiðsagnar ekki. Er ekki í mörgum tilvikum ósanngirni og þversagnir í þessari löggjöf og túlkun hennar? „Í sjálfu sér er það ekki með vilja gert. Lögin eru bara orðin svo gömul og þau eru ekki mjög skýr. Það þyrfti bara að endurskoða þau með það fyrir augum að skýra betur löggjöfina og þá hefur verið rætt um að útvíkka skattstofninn. Þannig að fólksflutningar ættu að vera virðisaukaskattskyldir,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir á skatta- og lögfræðisviði KPMG. Ef fólksflutningar væru virðisaukaskattskyldir væru hvalaskoðun og hestaferðir háðar þessum skatti. Ríkisstjórnin hyggst endurskoða skattkerfið, að því er fram kemur í stjórnarsáttmála. Á að yfirfara kerfið og skattkerfisbreytingar undanfarinna ára og leggja fram tillögur til úrbóta með það að markmiði að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og draga úr undanskotum, eins og segir í stjórnarsáttmálanum. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira
Arðbær fyrirtæki í ferðaþjónustu, eins og hvalaskoðunarfyrirtæki, greiða engan virðisaukaskatt því þau skilgreina sig sem fyrirtæki í fólksflutningum. Dæmin eru fleiri en skilin milli skattskyldu og undanþágu frá virðisaukaskatti eru oft óljós. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að fella niður gildistöku hækkunar virðisaukaskatts á gistiþjónustu, en hækkunin átti að taka gildi 1. september. Í því felst að útleigan mun áfram bera 7% virðisaukaskatt en ekki 14%. Virðisaukaskattskylda í ferðaþjónustu er hins vegar æði breytileg og mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða engan virðisaukaskatt. Ekki einu sinni 7 prósentin. Skattskylda er mismunandi eftir því hvaða þjónusta er seld og skilin á milli skattskyldu og undanþágu frá skatti eru oft óljós. Fyrirtæki í hvalaskoðun sem rukkar 50 evrur fyrir ferðina greiðir engan virðisaukaskatt, eða 0 krónur því fyrirtækið skilgreinir sig í fólksflutningum. Velta má fyrir sér sanngirninni í því. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti og dæmin eru fleiri. Skilin eru oft mjög óglögg. Leiga á landi til ferðamanna er undanþegin þar sem um fasteignaleigu er að ræða. Leyfi til að veiða ákveðið magn af gæs er það hins vegar ekki, þar sem um vörusölu er að ræða. Sala á veiðileyfum í vötnum er undanþegin, en ekki leyfi til að veiða ákveðinn fjölda fiska. Leiða á vélsleða án leiðsagnar er háð virðisaukaskatti þar sem um leigu á lausafé er að ræða, en leiga á vélsleiða í hópferð með leiðsögn er undanþegin skattinum þar sem um fólksflutninga er að ræða. Hestaferð í hópferð er undanþegin en hestaleiga án leiðsagnar ekki. Er ekki í mörgum tilvikum ósanngirni og þversagnir í þessari löggjöf og túlkun hennar? „Í sjálfu sér er það ekki með vilja gert. Lögin eru bara orðin svo gömul og þau eru ekki mjög skýr. Það þyrfti bara að endurskoða þau með það fyrir augum að skýra betur löggjöfina og þá hefur verið rætt um að útvíkka skattstofninn. Þannig að fólksflutningar ættu að vera virðisaukaskattskyldir,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir á skatta- og lögfræðisviði KPMG. Ef fólksflutningar væru virðisaukaskattskyldir væru hvalaskoðun og hestaferðir háðar þessum skatti. Ríkisstjórnin hyggst endurskoða skattkerfið, að því er fram kemur í stjórnarsáttmála. Á að yfirfara kerfið og skattkerfisbreytingar undanfarinna ára og leggja fram tillögur til úrbóta með það að markmiði að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og draga úr undanskotum, eins og segir í stjórnarsáttmálanum.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira