Hlaðborðin og næturlífið skiluðu íslensku silfri á HM í Los Angeles Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2013 11:30 Bolli (lengst til vinstri) á verðlaunapalli í Los Angeles. Bolli Thoroddsen vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti í hvítabeltisflokki í brasilísku jiu jitsu í Los Angeles á dögunum. „Ég hef aldrei verið þekktur fyrir íþróttaafrek, er að skríða yfir þrítugt, og vikuna áður var ég í skemmtiferð með vinum mínum í Las Vegas þar sem farið var á stór hlaðborð á morgnana, hangið við sundalaugarbakkann á daginn og næturlífið skannað á næturnar," segir Bolli á léttu nótunum. Bolli hefur búið í Tókýó undanfarin ár þar sem hann stundar nám og starfar. Hann keppti á heimsmeistaramótinu með liði sínu Triforce frá Tókýó en þátttendur á mótinu eru á annað þúsund. Þá fylgjast mörg þúsund áhorfendur með gangi mála. Bolli keppi í 82-88 kg flokki og vill leggja áherslu á að hvíta beltið er fyrsta gráðan í íþróttinni. Bolli á góðri stundu með félögum sínum í Japan. „Ég hef æft íþróttina í eitt ár en áður hafði ég æft aðrar sjálfsvarnaríþróttir þ.m.t. hefðbundið jiu jitsu og kick box," segir Bolli. Hann kynntist brasilísku jiu jitsu í Mjölni. „Ég fór að æfa þessu tilteknu íþrótt vegna aðdáunar á Gunnari Nelson," segir Bolli sem kíkti á æfingu með vini sínum, Hreiðari Hermannssyni, fyrir ári. Bolli ætlaði einmitt að sjá Gunnar í UFC-bardaga í Las Vegas í lok maí. „Eins og alþjóð veit þá meiddist Gunnar því miður en við ákváðum að fara til Vegas engu að síður. Í ljós kom að viku síðar var heimsmeistaramótið í brasilísku jiu jitsu í Los Angeles og þá var ekki aftur snúið," segir Bolli. En ætli vika í Vegas hafi verið góður undirbúningur fyrir keppni á heimsmeistaramóti? Bolli ásamt vinum sínum í Las Vegas. „Þetta var ekki beinlínis kjörundirbúningur og segir líklega eitthvað um styrkleika hvítabeltisflokksins. Þó má segja að „æfingabúðirnar" í Vegas hafi skilað mér andlega hressum og kátum inn í keppnina," segir Bolli. Hann hvetur alla til þess að reyna fyrir sér í íþróttinni hjá félögum sínum í Mjölni. „Það er hægt að komast í gott form og ná árangri á alþjóðavettvangi á einungis ári, jafnvel fyrir meðaljón í íþróttum skrifstofublók eins og mig." Íþróttir Tengdar fréttir Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðamönnum UFC Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðarmönnum UFC ef marka má umfjöllun eins stærsta íþróttavef heims, bleacherreport.com. Þar tekur vefurinn fyrir þá tuttugu bardagaíþróttamenn sem UFC-deildin eigi að veðja á í framtíðinni. 8. maí 2013 16:21 Hef verið heppinn hingað til Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. 11. apríl 2013 06:00 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Bolli Thoroddsen vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti í hvítabeltisflokki í brasilísku jiu jitsu í Los Angeles á dögunum. „Ég hef aldrei verið þekktur fyrir íþróttaafrek, er að skríða yfir þrítugt, og vikuna áður var ég í skemmtiferð með vinum mínum í Las Vegas þar sem farið var á stór hlaðborð á morgnana, hangið við sundalaugarbakkann á daginn og næturlífið skannað á næturnar," segir Bolli á léttu nótunum. Bolli hefur búið í Tókýó undanfarin ár þar sem hann stundar nám og starfar. Hann keppti á heimsmeistaramótinu með liði sínu Triforce frá Tókýó en þátttendur á mótinu eru á annað þúsund. Þá fylgjast mörg þúsund áhorfendur með gangi mála. Bolli keppi í 82-88 kg flokki og vill leggja áherslu á að hvíta beltið er fyrsta gráðan í íþróttinni. Bolli á góðri stundu með félögum sínum í Japan. „Ég hef æft íþróttina í eitt ár en áður hafði ég æft aðrar sjálfsvarnaríþróttir þ.m.t. hefðbundið jiu jitsu og kick box," segir Bolli. Hann kynntist brasilísku jiu jitsu í Mjölni. „Ég fór að æfa þessu tilteknu íþrótt vegna aðdáunar á Gunnari Nelson," segir Bolli sem kíkti á æfingu með vini sínum, Hreiðari Hermannssyni, fyrir ári. Bolli ætlaði einmitt að sjá Gunnar í UFC-bardaga í Las Vegas í lok maí. „Eins og alþjóð veit þá meiddist Gunnar því miður en við ákváðum að fara til Vegas engu að síður. Í ljós kom að viku síðar var heimsmeistaramótið í brasilísku jiu jitsu í Los Angeles og þá var ekki aftur snúið," segir Bolli. En ætli vika í Vegas hafi verið góður undirbúningur fyrir keppni á heimsmeistaramóti? Bolli ásamt vinum sínum í Las Vegas. „Þetta var ekki beinlínis kjörundirbúningur og segir líklega eitthvað um styrkleika hvítabeltisflokksins. Þó má segja að „æfingabúðirnar" í Vegas hafi skilað mér andlega hressum og kátum inn í keppnina," segir Bolli. Hann hvetur alla til þess að reyna fyrir sér í íþróttinni hjá félögum sínum í Mjölni. „Það er hægt að komast í gott form og ná árangri á alþjóðavettvangi á einungis ári, jafnvel fyrir meðaljón í íþróttum skrifstofublók eins og mig."
Íþróttir Tengdar fréttir Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðamönnum UFC Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðarmönnum UFC ef marka má umfjöllun eins stærsta íþróttavef heims, bleacherreport.com. Þar tekur vefurinn fyrir þá tuttugu bardagaíþróttamenn sem UFC-deildin eigi að veðja á í framtíðinni. 8. maí 2013 16:21 Hef verið heppinn hingað til Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. 11. apríl 2013 06:00 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðamönnum UFC Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðarmönnum UFC ef marka má umfjöllun eins stærsta íþróttavef heims, bleacherreport.com. Þar tekur vefurinn fyrir þá tuttugu bardagaíþróttamenn sem UFC-deildin eigi að veðja á í framtíðinni. 8. maí 2013 16:21
Hef verið heppinn hingað til Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. 11. apríl 2013 06:00