„Hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. júní 2013 20:15 „Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat." Þetta segir Jón Ingi Gíslason sem ræktað hefur bardagahana í Dómíníska lýðveldinu. Hann segist ekki vilja dæma menningu annarra landa og vísar ásökunum um dýraníð á bug. Jón Ingi Gíslason er söguhetja nýrrar heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar kvikmyndagerðarmanns. Hér eru ferðalög Jóns Inga rakin, allt frá heimahögum hans í Biskupstungum til Dómíníska lýðveldisins. Jón Ingi, sem er fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, heillaðist af menningu og íbúum Dómíníska lýðveldisins á sínum tíma og hefur dvalið þar oft og lengi. Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana. Jón Ingi hefur tekið þátt í ræktunarstarfi með vinum sínum og sætt nokkurri gagnrýni fyrir. Hann vísar ásökunum um dýraníð á bug.Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana.MYND/GETTY„Líf þessa hana sem kemur úr egginu, það má segja að hann lifi eins og kóngur, allt til dauðadags. Víða um heim er þetta þjóðaríþrótt og búið að vera það árþúsundum saman. Svo tel ég mig ekki hafa neitt yfirþjóðlegt vald til að dæma menningu annarra þjóða, ég bara er ekki þannig gerður," segir Jón Ingi. Hann segist ekki hafa haft neinar tekjur af ræktuninni. Þetta sé hluti af hjálparstarfi hans á svæðinu. Hann hefur þetta að segja þegar dýraverndunarsjónarmið eru borin undir hann. „Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat í þessu landi," segir Jón Ingi. „Ef maður ber saman líf hænunnar og elst upp til að verða djúpsteiktur kjúklingur, þá er líf þessarar hænu helvíti eitt, hver einustu mínútur í lífi hennar og hún deyr líka á sama hátt." „Þessi verksmiðjudýr éta nánast skítin frá hvort öðru og sjá ekki sólina allt sitt líf, ég get ekki tekið ofan fyrir þessari meðfeð á dýrum. En bæði dýrin deyja, bæði hænan sem fer á KFC og haninn sem lætur lífið annað hvort af náttúrulegum ástæðum eða í bardaga." Þá telur Jón Ingi að fréttaflutningur af málinu síðustu daga hafa verið hlaðinn rangfærslum og var hann harðorður í garð DV. Hann kallar þetta ófrægingarherferð. „Vonandi er þetta fólk stolt af dagsverkinu og starfmenn miðilsins af fagmennskunni," segir Jón Ingi. Dóminíska lýðveldið Dýr Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
„Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat." Þetta segir Jón Ingi Gíslason sem ræktað hefur bardagahana í Dómíníska lýðveldinu. Hann segist ekki vilja dæma menningu annarra landa og vísar ásökunum um dýraníð á bug. Jón Ingi Gíslason er söguhetja nýrrar heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar kvikmyndagerðarmanns. Hér eru ferðalög Jóns Inga rakin, allt frá heimahögum hans í Biskupstungum til Dómíníska lýðveldisins. Jón Ingi, sem er fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, heillaðist af menningu og íbúum Dómíníska lýðveldisins á sínum tíma og hefur dvalið þar oft og lengi. Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana. Jón Ingi hefur tekið þátt í ræktunarstarfi með vinum sínum og sætt nokkurri gagnrýni fyrir. Hann vísar ásökunum um dýraníð á bug.Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana.MYND/GETTY„Líf þessa hana sem kemur úr egginu, það má segja að hann lifi eins og kóngur, allt til dauðadags. Víða um heim er þetta þjóðaríþrótt og búið að vera það árþúsundum saman. Svo tel ég mig ekki hafa neitt yfirþjóðlegt vald til að dæma menningu annarra þjóða, ég bara er ekki þannig gerður," segir Jón Ingi. Hann segist ekki hafa haft neinar tekjur af ræktuninni. Þetta sé hluti af hjálparstarfi hans á svæðinu. Hann hefur þetta að segja þegar dýraverndunarsjónarmið eru borin undir hann. „Ég hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat í þessu landi," segir Jón Ingi. „Ef maður ber saman líf hænunnar og elst upp til að verða djúpsteiktur kjúklingur, þá er líf þessarar hænu helvíti eitt, hver einustu mínútur í lífi hennar og hún deyr líka á sama hátt." „Þessi verksmiðjudýr éta nánast skítin frá hvort öðru og sjá ekki sólina allt sitt líf, ég get ekki tekið ofan fyrir þessari meðfeð á dýrum. En bæði dýrin deyja, bæði hænan sem fer á KFC og haninn sem lætur lífið annað hvort af náttúrulegum ástæðum eða í bardaga." Þá telur Jón Ingi að fréttaflutningur af málinu síðustu daga hafa verið hlaðinn rangfærslum og var hann harðorður í garð DV. Hann kallar þetta ófrægingarherferð. „Vonandi er þetta fólk stolt af dagsverkinu og starfmenn miðilsins af fagmennskunni," segir Jón Ingi.
Dóminíska lýðveldið Dýr Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira