Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2013 22:23 Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. „Mér líður ótrúlega vel. Ég náði að spila vel í þessum leik og er það frábær minning. Og miklu skemmtilegra en þessi leikur [gegn Ungverjum á ÓL] fyrir tíu mánuðum síðan. Það var yndislegt að fá að enda þetta vel - vinna leikinn og spila vel,“ sagði Ólafur sem skoraði átta mörk og gaf níu stoðsendingar. Hann átti frábæran leik. Ólafur fékk magnaðar mótttökur hjá áhorfendum í kvöld sem fögnuðu honum ótt og títt í leiknum. Það hélt svo áfram í sérstakri athöfn þar sem Ólafur var hylltur og honum færð afreksmannaorðu ÍSÍ. Hann er fyrsti viðtakandi hennar frá upphafi.„Þetta var alveg yndislegt. Það var búið að undirbúa mann aðeins með Takk, Óli dæminu á netinu. Þetta var skemmtilegt - svo er sautjándi júní á morgun og bara gaman,“ sagði hann af mikilli hógværð. Ólafur er sáttur við landsliðsferilinn. Hápunktarnir voru silfur í Peking og brons á EM í Austurríki. En gullið vantaði. „Það var það eina sem fór forgörðum. Það var erfitt að takast á við það enda vorum við með svo blússandi gott lið. Þeir verða þá bara að gera það síðar og þá ætla ég að njóta þess með þeim. Þá finnst mér ég eiga eitthvað í því enda þarf maður stundum að klikka á einhverju til að fatta út á hvað þetta gengur.“ „Við erum með flott lið í höndunum og sterka leikmenn með mikið kjöt á beinunum. Það þarf að þjálfa þá vel og ef menn eru rétt stemmdir er hægt að gera hvað sem er í þessari íþrótt.“Ólafur spilaði allan leikinn fram á lokamínútu er Aron Kristjánsson tók síðasta leikhlé sitt er 44 sekúndur voru eftir. Ólafur spilaði frábærlega en var hættur að taka sprettinn til baka eftir sóknir Íslands í blálokin. „Ég tók samt ekki Webberinn, eins og það heitir [eftir NBA-stjörnunni Chris Webber. Það er slæmt „sign“ fyrir liðið sitt og gefur mótherjanum kraft. Þannig að ég tók það ekki og er sáttur við það.“ Hann segist sáttur við að hætta á þessum tímapunkti. „Það er flott að hætta með góðum leik. Hefði ég spilað illa hefði það verið merki um að hætta. Þetta var því „win-win“,“ sagði hann og staðfesti að hann muni ekki spila með Val á næstu leiktíð en Ólafur verður þjálfari liðsins.„Nei, það held ég að sé alveg öruggt. Ég er bara kominn í inniskóna - þessa hérna - og spilaði á þeim í dag,“ sagði hann og benti á Five Fingers-skóna svokölluðu sem hann klæddist í leiknum. Ólafur mun nú einbeita sér að þjálfarastarfinu af fullum krafti. „Ég ætla að reyna að hafa áhrif á framtíð handboltans. Ég ætla að færa handboltanum meiri gæði á allan hátt og það er hægt. Það er heilmikið svigrúm til að bæta handboltann.“ „Ekki nema örfáir þjálfarar í heiminum taka leikinn lengra. Hinir 95-96 prósent eru bara í einhverju tjóni - þeir eru að „casha inn“ og starfa bara á sjálfsstýringu. Það þarf að sparka í þá og auðvitað sjálfan sig líka - sýna að það er hægt að gera þennan leik betri,“ sagði Ólafur að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Sjá meira
Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. „Mér líður ótrúlega vel. Ég náði að spila vel í þessum leik og er það frábær minning. Og miklu skemmtilegra en þessi leikur [gegn Ungverjum á ÓL] fyrir tíu mánuðum síðan. Það var yndislegt að fá að enda þetta vel - vinna leikinn og spila vel,“ sagði Ólafur sem skoraði átta mörk og gaf níu stoðsendingar. Hann átti frábæran leik. Ólafur fékk magnaðar mótttökur hjá áhorfendum í kvöld sem fögnuðu honum ótt og títt í leiknum. Það hélt svo áfram í sérstakri athöfn þar sem Ólafur var hylltur og honum færð afreksmannaorðu ÍSÍ. Hann er fyrsti viðtakandi hennar frá upphafi.„Þetta var alveg yndislegt. Það var búið að undirbúa mann aðeins með Takk, Óli dæminu á netinu. Þetta var skemmtilegt - svo er sautjándi júní á morgun og bara gaman,“ sagði hann af mikilli hógværð. Ólafur er sáttur við landsliðsferilinn. Hápunktarnir voru silfur í Peking og brons á EM í Austurríki. En gullið vantaði. „Það var það eina sem fór forgörðum. Það var erfitt að takast á við það enda vorum við með svo blússandi gott lið. Þeir verða þá bara að gera það síðar og þá ætla ég að njóta þess með þeim. Þá finnst mér ég eiga eitthvað í því enda þarf maður stundum að klikka á einhverju til að fatta út á hvað þetta gengur.“ „Við erum með flott lið í höndunum og sterka leikmenn með mikið kjöt á beinunum. Það þarf að þjálfa þá vel og ef menn eru rétt stemmdir er hægt að gera hvað sem er í þessari íþrótt.“Ólafur spilaði allan leikinn fram á lokamínútu er Aron Kristjánsson tók síðasta leikhlé sitt er 44 sekúndur voru eftir. Ólafur spilaði frábærlega en var hættur að taka sprettinn til baka eftir sóknir Íslands í blálokin. „Ég tók samt ekki Webberinn, eins og það heitir [eftir NBA-stjörnunni Chris Webber. Það er slæmt „sign“ fyrir liðið sitt og gefur mótherjanum kraft. Þannig að ég tók það ekki og er sáttur við það.“ Hann segist sáttur við að hætta á þessum tímapunkti. „Það er flott að hætta með góðum leik. Hefði ég spilað illa hefði það verið merki um að hætta. Þetta var því „win-win“,“ sagði hann og staðfesti að hann muni ekki spila með Val á næstu leiktíð en Ólafur verður þjálfari liðsins.„Nei, það held ég að sé alveg öruggt. Ég er bara kominn í inniskóna - þessa hérna - og spilaði á þeim í dag,“ sagði hann og benti á Five Fingers-skóna svokölluðu sem hann klæddist í leiknum. Ólafur mun nú einbeita sér að þjálfarastarfinu af fullum krafti. „Ég ætla að reyna að hafa áhrif á framtíð handboltans. Ég ætla að færa handboltanum meiri gæði á allan hátt og það er hægt. Það er heilmikið svigrúm til að bæta handboltann.“ „Ekki nema örfáir þjálfarar í heiminum taka leikinn lengra. Hinir 95-96 prósent eru bara í einhverju tjóni - þeir eru að „casha inn“ og starfa bara á sjálfsstýringu. Það þarf að sparka í þá og auðvitað sjálfan sig líka - sýna að það er hægt að gera þennan leik betri,“ sagði Ólafur að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Sjá meira