Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2013 22:23 Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. „Mér líður ótrúlega vel. Ég náði að spila vel í þessum leik og er það frábær minning. Og miklu skemmtilegra en þessi leikur [gegn Ungverjum á ÓL] fyrir tíu mánuðum síðan. Það var yndislegt að fá að enda þetta vel - vinna leikinn og spila vel,“ sagði Ólafur sem skoraði átta mörk og gaf níu stoðsendingar. Hann átti frábæran leik. Ólafur fékk magnaðar mótttökur hjá áhorfendum í kvöld sem fögnuðu honum ótt og títt í leiknum. Það hélt svo áfram í sérstakri athöfn þar sem Ólafur var hylltur og honum færð afreksmannaorðu ÍSÍ. Hann er fyrsti viðtakandi hennar frá upphafi.„Þetta var alveg yndislegt. Það var búið að undirbúa mann aðeins með Takk, Óli dæminu á netinu. Þetta var skemmtilegt - svo er sautjándi júní á morgun og bara gaman,“ sagði hann af mikilli hógværð. Ólafur er sáttur við landsliðsferilinn. Hápunktarnir voru silfur í Peking og brons á EM í Austurríki. En gullið vantaði. „Það var það eina sem fór forgörðum. Það var erfitt að takast á við það enda vorum við með svo blússandi gott lið. Þeir verða þá bara að gera það síðar og þá ætla ég að njóta þess með þeim. Þá finnst mér ég eiga eitthvað í því enda þarf maður stundum að klikka á einhverju til að fatta út á hvað þetta gengur.“ „Við erum með flott lið í höndunum og sterka leikmenn með mikið kjöt á beinunum. Það þarf að þjálfa þá vel og ef menn eru rétt stemmdir er hægt að gera hvað sem er í þessari íþrótt.“Ólafur spilaði allan leikinn fram á lokamínútu er Aron Kristjánsson tók síðasta leikhlé sitt er 44 sekúndur voru eftir. Ólafur spilaði frábærlega en var hættur að taka sprettinn til baka eftir sóknir Íslands í blálokin. „Ég tók samt ekki Webberinn, eins og það heitir [eftir NBA-stjörnunni Chris Webber. Það er slæmt „sign“ fyrir liðið sitt og gefur mótherjanum kraft. Þannig að ég tók það ekki og er sáttur við það.“ Hann segist sáttur við að hætta á þessum tímapunkti. „Það er flott að hætta með góðum leik. Hefði ég spilað illa hefði það verið merki um að hætta. Þetta var því „win-win“,“ sagði hann og staðfesti að hann muni ekki spila með Val á næstu leiktíð en Ólafur verður þjálfari liðsins.„Nei, það held ég að sé alveg öruggt. Ég er bara kominn í inniskóna - þessa hérna - og spilaði á þeim í dag,“ sagði hann og benti á Five Fingers-skóna svokölluðu sem hann klæddist í leiknum. Ólafur mun nú einbeita sér að þjálfarastarfinu af fullum krafti. „Ég ætla að reyna að hafa áhrif á framtíð handboltans. Ég ætla að færa handboltanum meiri gæði á allan hátt og það er hægt. Það er heilmikið svigrúm til að bæta handboltann.“ „Ekki nema örfáir þjálfarar í heiminum taka leikinn lengra. Hinir 95-96 prósent eru bara í einhverju tjóni - þeir eru að „casha inn“ og starfa bara á sjálfsstýringu. Það þarf að sparka í þá og auðvitað sjálfan sig líka - sýna að það er hægt að gera þennan leik betri,“ sagði Ólafur að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. „Mér líður ótrúlega vel. Ég náði að spila vel í þessum leik og er það frábær minning. Og miklu skemmtilegra en þessi leikur [gegn Ungverjum á ÓL] fyrir tíu mánuðum síðan. Það var yndislegt að fá að enda þetta vel - vinna leikinn og spila vel,“ sagði Ólafur sem skoraði átta mörk og gaf níu stoðsendingar. Hann átti frábæran leik. Ólafur fékk magnaðar mótttökur hjá áhorfendum í kvöld sem fögnuðu honum ótt og títt í leiknum. Það hélt svo áfram í sérstakri athöfn þar sem Ólafur var hylltur og honum færð afreksmannaorðu ÍSÍ. Hann er fyrsti viðtakandi hennar frá upphafi.„Þetta var alveg yndislegt. Það var búið að undirbúa mann aðeins með Takk, Óli dæminu á netinu. Þetta var skemmtilegt - svo er sautjándi júní á morgun og bara gaman,“ sagði hann af mikilli hógværð. Ólafur er sáttur við landsliðsferilinn. Hápunktarnir voru silfur í Peking og brons á EM í Austurríki. En gullið vantaði. „Það var það eina sem fór forgörðum. Það var erfitt að takast á við það enda vorum við með svo blússandi gott lið. Þeir verða þá bara að gera það síðar og þá ætla ég að njóta þess með þeim. Þá finnst mér ég eiga eitthvað í því enda þarf maður stundum að klikka á einhverju til að fatta út á hvað þetta gengur.“ „Við erum með flott lið í höndunum og sterka leikmenn með mikið kjöt á beinunum. Það þarf að þjálfa þá vel og ef menn eru rétt stemmdir er hægt að gera hvað sem er í þessari íþrótt.“Ólafur spilaði allan leikinn fram á lokamínútu er Aron Kristjánsson tók síðasta leikhlé sitt er 44 sekúndur voru eftir. Ólafur spilaði frábærlega en var hættur að taka sprettinn til baka eftir sóknir Íslands í blálokin. „Ég tók samt ekki Webberinn, eins og það heitir [eftir NBA-stjörnunni Chris Webber. Það er slæmt „sign“ fyrir liðið sitt og gefur mótherjanum kraft. Þannig að ég tók það ekki og er sáttur við það.“ Hann segist sáttur við að hætta á þessum tímapunkti. „Það er flott að hætta með góðum leik. Hefði ég spilað illa hefði það verið merki um að hætta. Þetta var því „win-win“,“ sagði hann og staðfesti að hann muni ekki spila með Val á næstu leiktíð en Ólafur verður þjálfari liðsins.„Nei, það held ég að sé alveg öruggt. Ég er bara kominn í inniskóna - þessa hérna - og spilaði á þeim í dag,“ sagði hann og benti á Five Fingers-skóna svokölluðu sem hann klæddist í leiknum. Ólafur mun nú einbeita sér að þjálfarastarfinu af fullum krafti. „Ég ætla að reyna að hafa áhrif á framtíð handboltans. Ég ætla að færa handboltanum meiri gæði á allan hátt og það er hægt. Það er heilmikið svigrúm til að bæta handboltann.“ „Ekki nema örfáir þjálfarar í heiminum taka leikinn lengra. Hinir 95-96 prósent eru bara í einhverju tjóni - þeir eru að „casha inn“ og starfa bara á sjálfsstýringu. Það þarf að sparka í þá og auðvitað sjálfan sig líka - sýna að það er hægt að gera þennan leik betri,“ sagði Ólafur að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira