Þóttist vera tveir menn í samskiptum við tölvuverslun 4. júní 2013 13:28 Allt í allt telur Sigurður Þór að skaði hans sé um sjö hundruð þúsund krónur. "Það virðist kannski ekki mikið, en þetta er lítið fyrirtæki og kemur okkur mjög illa,“ segir Sigurður. „Ég var alltaf varkár,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore á Íslandi en hann er einn af mörgum sem Sigurður Ingi Þórðarson, stundum kallaður Siggi Hakkari, á að hafa svikið fé út úr. Meðal annars á að hann að hafa svikið nokkra iPhone síma út úr fyrirtækinu og fleiri vörur í mars síðastliðnum. Siggi hakkari situr í vikulöngu gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa svikið tíu milljónir út úr fjölmörgum aðilum. Það á hann að hafa gert með því að hafa sölsað undir sig bókaforlag og notast við prókúruumboð félagsins til þess að svíkja fé út úr fyrirtækjum. Sigurður Þór segist alltaf haft grunsemdir gagnvart Sigurði um að ekki væri allt með felldu. Hann segir að Siggi hafi þóst vera tveir menn í samskiptum við sig, annars vegar fyrrverandi eigandi bókaforlagsins, og svo starfsmaður þess. Vegna tortryggni Sigurðar Þórs greiddi Siggi hakkari fyrstu tvo reikningana. Þá fyrst leyfði Sigurður Þór honum að komast í reikningsviðskipti. „Svo fannst mér skrýtið hvað hann keypti,“ segir Sigurður Þór, en að hans sögn á Siggi hakkari að hafa keypt meðal annars fjóra iPhone síma, „og svo keypti hann hljóðkerfi líka,“ bætir hann við. Honum fannst það undarlegt, enda erfitt að sjá hversvegna bókaútgáfa þarf á veglegu hljóðkerfi að halda. Sigurður Þór segir að lögreglan hafi haft samband við sig fyrst í gær. Þá vegna þess að það var búið að framkvæma húsleit heima hjá Sigga hakkara og þar fundust vörur úr verslun Sigurðar Þórs. Allt í allt telur Sigurður Þór að skaði hans sé um sjö hundruð þúsund krónur. „Það virðist kannski ekki mikið, en þetta er lítið fyrirtæki og kemur okkur mjög illa,“ segir Sigurður. Sama tilfinning sækir að honum og svo mörgum sem hafa orðið fyrir barðinu á fjársvikum, „manni finnst þetta klaufalegt,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir að nú fái engin fyrirtæki að vera í reikningsviðskiptum nema að vel athuguðu máli, „allavega ekki þessi sem maður kannast ekkert við,“ segir hann að lokum. Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Grunaður að minnsta kosti um tíu milljón króna fjársvik Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. 4. júní 2013 11:36 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
„Ég var alltaf varkár,“ segir Sigurður Þór Helgason, eigandi iStore á Íslandi en hann er einn af mörgum sem Sigurður Ingi Þórðarson, stundum kallaður Siggi Hakkari, á að hafa svikið fé út úr. Meðal annars á að hann að hafa svikið nokkra iPhone síma út úr fyrirtækinu og fleiri vörur í mars síðastliðnum. Siggi hakkari situr í vikulöngu gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa svikið tíu milljónir út úr fjölmörgum aðilum. Það á hann að hafa gert með því að hafa sölsað undir sig bókaforlag og notast við prókúruumboð félagsins til þess að svíkja fé út úr fyrirtækjum. Sigurður Þór segist alltaf haft grunsemdir gagnvart Sigurði um að ekki væri allt með felldu. Hann segir að Siggi hafi þóst vera tveir menn í samskiptum við sig, annars vegar fyrrverandi eigandi bókaforlagsins, og svo starfsmaður þess. Vegna tortryggni Sigurðar Þórs greiddi Siggi hakkari fyrstu tvo reikningana. Þá fyrst leyfði Sigurður Þór honum að komast í reikningsviðskipti. „Svo fannst mér skrýtið hvað hann keypti,“ segir Sigurður Þór, en að hans sögn á Siggi hakkari að hafa keypt meðal annars fjóra iPhone síma, „og svo keypti hann hljóðkerfi líka,“ bætir hann við. Honum fannst það undarlegt, enda erfitt að sjá hversvegna bókaútgáfa þarf á veglegu hljóðkerfi að halda. Sigurður Þór segir að lögreglan hafi haft samband við sig fyrst í gær. Þá vegna þess að það var búið að framkvæma húsleit heima hjá Sigga hakkara og þar fundust vörur úr verslun Sigurðar Þórs. Allt í allt telur Sigurður Þór að skaði hans sé um sjö hundruð þúsund krónur. „Það virðist kannski ekki mikið, en þetta er lítið fyrirtæki og kemur okkur mjög illa,“ segir Sigurður. Sama tilfinning sækir að honum og svo mörgum sem hafa orðið fyrir barðinu á fjársvikum, „manni finnst þetta klaufalegt,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir að nú fái engin fyrirtæki að vera í reikningsviðskiptum nema að vel athuguðu máli, „allavega ekki þessi sem maður kannast ekkert við,“ segir hann að lokum.
Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Grunaður að minnsta kosti um tíu milljón króna fjársvik Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. 4. júní 2013 11:36 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Grunaður að minnsta kosti um tíu milljón króna fjársvik Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. 4. júní 2013 11:36