Henti áritaðri mynd af sér og Tiger Woods í ruslið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2013 22:45 Ljósmyndin sem tekin var af Mediate og Tiger við verðlaunaafhendinguna í San Diego árið 2008. Nordicphotos/Getty Kylfingurinn Rocco Mediate greindi frá því í sjónvarpsþætti David Feherty á Golf Channel að hann hefði fleygt ljósmynd af sér og Tiger Woods, með áritun Woods, í ruslið. Mediate og Tiger börðust um sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi árið 2008. Fór svo að umspil þurfti til að knýja fram úrslitin þar sem Tiger hafði betur. „Ég er með eina sögu sem lýsir ágætlega hvernig persónuleiki Tiger Woods er," segir Mediate í viðtalinu. Félagarnir mættu nefnilega til leiks á Opna bandaríska ári síðar. Þá segist Mediate hafa sett flotta mynd af þeim félögum frá því á mótinu ári áður í skáp Tiger ásamt blaði með holustaðsetningunum á vellinum. Myndina og kortið setti Mediate í umslag ásamt beiðni til Tiger um að árita eintökin fyrir sig. Mediate segist hafa vonast til þess að Tiger myndi slá á létta strengi og skrifa eitthvað skemmtilegt á myndina og kortið. Mediate hafi svo ætlað að hengja herlegheitin upp á vegg til minningar um daginn sem hann komst svo nærri því að sigra Tiger. „Ég lauk leik á undan honum á laugardeginum, eins og flestir, og fór svo að ná í myndina. Ég opnaði umslagið og beið spenntur að sjá hvað hann hafði skrifað," segir Mediate og varð fyrir vonbrigðum. „Hann skrifaði ekkert á holukortið og á myndinni stóð aðeins Tiger Woods." Mediate bendir á að þrátt fyrir allt beri hann mikla virðingu fyrir Tiger. Þetta lýsi bara hans persónuleika, þ.e. að hann sé ekki líklegur til að slá á létta strengi líkt og Mediate sjálfur hefði gert. Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kylfingurinn Rocco Mediate greindi frá því í sjónvarpsþætti David Feherty á Golf Channel að hann hefði fleygt ljósmynd af sér og Tiger Woods, með áritun Woods, í ruslið. Mediate og Tiger börðust um sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi árið 2008. Fór svo að umspil þurfti til að knýja fram úrslitin þar sem Tiger hafði betur. „Ég er með eina sögu sem lýsir ágætlega hvernig persónuleiki Tiger Woods er," segir Mediate í viðtalinu. Félagarnir mættu nefnilega til leiks á Opna bandaríska ári síðar. Þá segist Mediate hafa sett flotta mynd af þeim félögum frá því á mótinu ári áður í skáp Tiger ásamt blaði með holustaðsetningunum á vellinum. Myndina og kortið setti Mediate í umslag ásamt beiðni til Tiger um að árita eintökin fyrir sig. Mediate segist hafa vonast til þess að Tiger myndi slá á létta strengi og skrifa eitthvað skemmtilegt á myndina og kortið. Mediate hafi svo ætlað að hengja herlegheitin upp á vegg til minningar um daginn sem hann komst svo nærri því að sigra Tiger. „Ég lauk leik á undan honum á laugardeginum, eins og flestir, og fór svo að ná í myndina. Ég opnaði umslagið og beið spenntur að sjá hvað hann hafði skrifað," segir Mediate og varð fyrir vonbrigðum. „Hann skrifaði ekkert á holukortið og á myndinni stóð aðeins Tiger Woods." Mediate bendir á að þrátt fyrir allt beri hann mikla virðingu fyrir Tiger. Þetta lýsi bara hans persónuleika, þ.e. að hann sé ekki líklegur til að slá á létta strengi líkt og Mediate sjálfur hefði gert.
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira