Skúli Freyr féll á lyfjaprófi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2013 09:53 Skúli Freyr Sigurðsson Mynd/IA.is Keilukappinn Skúli Freyr Sigurðsson segir allt benda til þess að drykkur blandaður af nákomnum aðila hafi orðið til þess að hann féll á lyfjaprófi þann 5. febrúar síðastliðinn. Skúli hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann tíðindin hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu þar sem hann hefði ekki, að sér vitandi, neytt efna sem væru á bannlista hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér boostið og bætt út í D-bol sterum," segir í yfirlýsingu Skúla sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Skúli Freyr segir sig og fjölskyldu sína hafa lifað fyrir keiluíþróttina undanfarin ár. Hann verður ekki með íslenska landsliðinu við keppni í Las Vegas í ágúst þar sem hann er í sex mánaða keppnisbanni. „Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn," segir Skúli ennfremur. Yfirlýsingin í heild sinniÉg undirritaður féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir úrslitaleik Íslandsmeistaramóts í keilu sem fram fór þann 5. febrúar 2013. Þessi niðurstaða kom mér algjörlega í opna skjöldu þar sem ég taldi að ég hefði ekki neytt efna sem eru á bannlista hjá ÍSÍ þar sem það gæti einungis skaðað feril minn. Undanfarin ár hef ég og öll mín fjölskylda lifað fyrir keiluna. Ég hef lagt mig allann fram til að komast í raðir þeirra bestu og síðan hef ég reynt að miðla af þekkingu minni til yngri keiluspilara með þjálfun. Í niðurstöðu lyfjaprófsins kom fram að það hafi fundist örlítið eða 28ng/ml af Methandienone niðurbrotsefni, sem tilheyrir vissri sterategund. Viðkomandi efni getur á engan hátt styrkt mig í keppni í keilu. Eftir þessa niðurstöðu hef ég reynt að grafa allt upp til að reyna að átta mig á hvernig þetta efni hefur komist í líkama minn. Ég hef fengið lyfjafræðinga til að greina lyf sem ég hef tekið, kannað hjá lækni hvort mér hafi verið gefið eitthvað þegar ég fór í aðgerð á hnéi fyrir stuttu, allt án árangurs. Á meðan málið var til meðferðar hjá Dómtól ÍSÍ reyndi ég hvað ég gat að upplýsa alla aðila um málið, þ.e. hvernig efnið kynni að hafa komið í líkamann. Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér booztið og bætt út í D-bol sterum. Með þessum orðum langar mig að benda öllum þeim á, sem stunda keppnisíþróttir að passa ykkur á því sem þið neytið og/eða eruð að þiggja frá öðrum. Þar sem það er aldrei 100% öruggt að ekkert efni leynist í því af lyfjabannlista hjá ÍSÍ, sem þegið er. Þá hef ég komist að því hversu skýr ábyrgð íþróttamannanna sjálfra er á því hvers þeir neyta. Ég var dæmdur í 6 mánaða keppnisbann sem útilokar mig m.a. frá þátttöku karlalandsliðsins í keilu sem fram fer í ágúst n.k. í Las Vegas. Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn. Virðingarfyllst, Skúli Freyr Sigurðsson Íþróttir Tengdar fréttir Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. 15. apríl 2013 22:01 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Sjá meira
Keilukappinn Skúli Freyr Sigurðsson segir allt benda til þess að drykkur blandaður af nákomnum aðila hafi orðið til þess að hann féll á lyfjaprófi þann 5. febrúar síðastliðinn. Skúli hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann tíðindin hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu þar sem hann hefði ekki, að sér vitandi, neytt efna sem væru á bannlista hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér boostið og bætt út í D-bol sterum," segir í yfirlýsingu Skúla sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Skúli Freyr segir sig og fjölskyldu sína hafa lifað fyrir keiluíþróttina undanfarin ár. Hann verður ekki með íslenska landsliðinu við keppni í Las Vegas í ágúst þar sem hann er í sex mánaða keppnisbanni. „Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn," segir Skúli ennfremur. Yfirlýsingin í heild sinniÉg undirritaður féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir úrslitaleik Íslandsmeistaramóts í keilu sem fram fór þann 5. febrúar 2013. Þessi niðurstaða kom mér algjörlega í opna skjöldu þar sem ég taldi að ég hefði ekki neytt efna sem eru á bannlista hjá ÍSÍ þar sem það gæti einungis skaðað feril minn. Undanfarin ár hef ég og öll mín fjölskylda lifað fyrir keiluna. Ég hef lagt mig allann fram til að komast í raðir þeirra bestu og síðan hef ég reynt að miðla af þekkingu minni til yngri keiluspilara með þjálfun. Í niðurstöðu lyfjaprófsins kom fram að það hafi fundist örlítið eða 28ng/ml af Methandienone niðurbrotsefni, sem tilheyrir vissri sterategund. Viðkomandi efni getur á engan hátt styrkt mig í keppni í keilu. Eftir þessa niðurstöðu hef ég reynt að grafa allt upp til að reyna að átta mig á hvernig þetta efni hefur komist í líkama minn. Ég hef fengið lyfjafræðinga til að greina lyf sem ég hef tekið, kannað hjá lækni hvort mér hafi verið gefið eitthvað þegar ég fór í aðgerð á hnéi fyrir stuttu, allt án árangurs. Á meðan málið var til meðferðar hjá Dómtól ÍSÍ reyndi ég hvað ég gat að upplýsa alla aðila um málið, þ.e. hvernig efnið kynni að hafa komið í líkamann. Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér booztið og bætt út í D-bol sterum. Með þessum orðum langar mig að benda öllum þeim á, sem stunda keppnisíþróttir að passa ykkur á því sem þið neytið og/eða eruð að þiggja frá öðrum. Þar sem það er aldrei 100% öruggt að ekkert efni leynist í því af lyfjabannlista hjá ÍSÍ, sem þegið er. Þá hef ég komist að því hversu skýr ábyrgð íþróttamannanna sjálfra er á því hvers þeir neyta. Ég var dæmdur í 6 mánaða keppnisbann sem útilokar mig m.a. frá þátttöku karlalandsliðsins í keilu sem fram fer í ágúst n.k. í Las Vegas. Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn. Virðingarfyllst, Skúli Freyr Sigurðsson
Íþróttir Tengdar fréttir Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. 15. apríl 2013 22:01 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Sjá meira
Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. 15. apríl 2013 22:01