Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 28-24 Stefán Árni Pálsson í Mýrinni skrifar 14. apríl 2013 00:01 Stjarnan vann magnaðan sigur, 28-24, á Val í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik og jöfnuðu þar með einvígið 1-1. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í leiknum en Þorgerður Anna Atladóttir var með tíu hjá Val. Valur byrjaði leikinn mikið mun betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins en það tók Stjörnuna rúmlega fimm mínútur að komast á blað. Stjarnan lét samt ekki slæma byrjun hafa áhrifa á leik sinn og breyttu stöðunni fljótlega í 3-3. Hálfleikurinn var virkilega spennandi eftir það og var staðan 11-10 fyrir Stjörnunni eftir 30 mínútur. Stjörnustúlkur voru virkilega ákveðnar í vörninni og agaðar í sínum sóknaraðgerðum. Þorgerður Anna Atladóttir dró vagninn fyrir Val en hún gerði fimm mörk í fyrri hálfleiknum. Rakel Dögg Bragadóttir var einnig með fimm mörk fyrir Stjörnuna í hálfleiknum. Stjörnustúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn betur og náðu fljótlega tökum á leiknum. Heimamenn sýndu frábæran varnarleik og sóknarleikurinn var sem fyrr agaður. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 17-14 fyrir Stjörnuna. Stjörnustúlkur héldum áfram uppteknum hætti og Jóna Margrét Ragnarsdóttir var frábæra undir lokin en hún skoraði mörg mikilvæg mörk. Leiknum lauk með góðum fjögra marka sigri Stjörnunnar 28-24 og þær jöfnuðu því einvígið 1-1. Skúli: Það gekk allt upp í dag„Ég er mjög sáttur,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í dag. „Við náðum að spila góða vörn allan leikinn sem við gerðum reyndar líka í fyrri hálfleiknum í síðasta leik.“ „Við náðum ekki að nýta okkur góða vörn í síðasta leik til að fá ódýr mörk úr hraðaupphlaupi en í dag gekk það upp.“ „Við vorum búnar að undirbúa okkur mjög vel fyrir þennan leik og það gekk í raun allt upp sem við lögðum upp með.“ „Við ætlum okkur að leggja Val af velli í þessu einvígi þó við séum kannski eina fólkið á Íslandi sem hefur trú á því, þá er það markmiðið.“ Hægt er að sjá myndbandið af viðtalinu hér að ofan. Stefán: Þurfum að bæta allt sem kemur nálægt handbolta„Það er auðvitað ákveðin vonbrigði að tapa leiknum en Stjarnan var bara heilt yfir miklu betra liðið í þessum leik,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Stjarnan átti þennan sigur fyllilega skilið. Varnarleikur, sóknarleikur og hraðaupphlaup voru bara slök hjá okkur í dag.“ „Við vorum ekki að spila sem ein liðsheild og þá erum við oft á tíðum bara lélegar.“ „Við þurfum að fara í gegnum allt sem snýr að handbolta fyrir næsta leik og bæta margt.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild kvenna Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Stjarnan vann magnaðan sigur, 28-24, á Val í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik og jöfnuðu þar með einvígið 1-1. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í leiknum en Þorgerður Anna Atladóttir var með tíu hjá Val. Valur byrjaði leikinn mikið mun betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins en það tók Stjörnuna rúmlega fimm mínútur að komast á blað. Stjarnan lét samt ekki slæma byrjun hafa áhrifa á leik sinn og breyttu stöðunni fljótlega í 3-3. Hálfleikurinn var virkilega spennandi eftir það og var staðan 11-10 fyrir Stjörnunni eftir 30 mínútur. Stjörnustúlkur voru virkilega ákveðnar í vörninni og agaðar í sínum sóknaraðgerðum. Þorgerður Anna Atladóttir dró vagninn fyrir Val en hún gerði fimm mörk í fyrri hálfleiknum. Rakel Dögg Bragadóttir var einnig með fimm mörk fyrir Stjörnuna í hálfleiknum. Stjörnustúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn betur og náðu fljótlega tökum á leiknum. Heimamenn sýndu frábæran varnarleik og sóknarleikurinn var sem fyrr agaður. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 17-14 fyrir Stjörnuna. Stjörnustúlkur héldum áfram uppteknum hætti og Jóna Margrét Ragnarsdóttir var frábæra undir lokin en hún skoraði mörg mikilvæg mörk. Leiknum lauk með góðum fjögra marka sigri Stjörnunnar 28-24 og þær jöfnuðu því einvígið 1-1. Skúli: Það gekk allt upp í dag„Ég er mjög sáttur,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í dag. „Við náðum að spila góða vörn allan leikinn sem við gerðum reyndar líka í fyrri hálfleiknum í síðasta leik.“ „Við náðum ekki að nýta okkur góða vörn í síðasta leik til að fá ódýr mörk úr hraðaupphlaupi en í dag gekk það upp.“ „Við vorum búnar að undirbúa okkur mjög vel fyrir þennan leik og það gekk í raun allt upp sem við lögðum upp með.“ „Við ætlum okkur að leggja Val af velli í þessu einvígi þó við séum kannski eina fólkið á Íslandi sem hefur trú á því, þá er það markmiðið.“ Hægt er að sjá myndbandið af viðtalinu hér að ofan. Stefán: Þurfum að bæta allt sem kemur nálægt handbolta„Það er auðvitað ákveðin vonbrigði að tapa leiknum en Stjarnan var bara heilt yfir miklu betra liðið í þessum leik,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Stjarnan átti þennan sigur fyllilega skilið. Varnarleikur, sóknarleikur og hraðaupphlaup voru bara slök hjá okkur í dag.“ „Við vorum ekki að spila sem ein liðsheild og þá erum við oft á tíðum bara lélegar.“ „Við þurfum að fara í gegnum allt sem snýr að handbolta fyrir næsta leik og bæta margt.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild kvenna Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira