Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 19-29 | Stórsigur Hauka Elvar Geir Magnússon í Austurbergi skrifar 16. apríl 2013 22:15 Haukar jöfnuðu metin í undanúrslitarimmu sinni gegn ÍR með stórsigri í Austurbergi í kvöld 1-1. Næsti leikur fer fram á fimmtudagskvöldið en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitin. Haukar tóku frumkvæðið snemma í leiknum en þó munaði bara þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-10. En þá stungu Hafnfirðingar af og völtuðu hreinlega yfir Breiðhyltinga. Gylfi Gylfason skoraði níu mörk fyrir Hauka og nýtti öll sín færi í leiknum. Aron Rafn Eðvarðsson átti einnig stórleik og varði alls 27 skot. Allir bjuggust við spennandi leik og flestir voru á því að ÍR myndi taka 2-0 forystu. En Haukar voru á öðru máli. Þeir mættu ákaflega ákveðnir til leiks frá byrjun og voru betri allan leikinn. ÍR-ingar náðu reyndar að klóra í bakkann í lok seinni hálfleiks en fylgdu því ekki eftir. 8-0 kafli frá Haukum og yfirkeyrsla strax í byrjun seinni hálfleiks drap alla spennu úr leiknum. Heimamenn voru vandræðalega hugmyndasnauðir sóknarlega og þá hefur sýnt sig að ÍR þarf á góðri markvörslu að halda til að landa sigrum. Haukar sýndu sínar bestu hliðar. Aron Rafn hreinlega skellti markinu í lás á löngum kafla og mörkunum rigndi inn. Stórsigur þeirra gefur þó jafnmikið og eins marks sigur hefði gert. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1.Aron Kristjáns: Höfum unnið í okkar málum andlega„Mér fannst leikur okkar í fyrsta leiknum vera þokkalegur líka. Mér fannst við eiga að vinna þann leik. En það var mikil grimmd í liðinu í dag, góður varnarleikur og góð markvarsla," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir leikinn.„Liðsheildin var að vinna verkið og við vorum með góðar lausnir á þeirra sóknarleik. Við höfum legið yfir þeirra leik bæði varnar- og sóknarlega. Við undirbjuggum okkur vel fyrir einvígið og því var svekkjandi að tapa fyrsta leiknum. Við kláruðum sigur í kvöld og nýr leikur á fimmtudag."„Við höfðum verið í niðursveiflu í deildinni og byrjuðum erfiðlega eftir áramót. Svo kláruðum við deildina og þá datt botninn úr þessu hjá okkur. Við höfum verið að vinna í okkar málum, líka andlega. Menn hafa verið einbeittir og unnið vel."„Við getum búist við því að ÍR-ingar verði grimmir á fimmtudaginn en við þurfum að halda áfram þessum vilja, einbeitingu og grimmd."Bjarki Sig: Fannst hallað á okkur í dómgæslunni„Þetta var mjög slæmur skellur. Við virkuðum ekki með í upphafi, því miður," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR.„Haukar spiluðu fast og uppskáru eins og þeir sáðu. Mér fannst hallað á okkur í dómgæslunni. Mér finnst ekki eðlilegt að allir leikmenn liðsins hafi náð að hanga inn á í 42 mínútur. Þeir fara að reka út af í einhverri aumingja-aðstoð þegar 18 mínútur eru eftir."„Haukarnir spiluðu góðan sóknarleik og héldu okkur í 19 mörkum sem er ekki vanalegt hjá okkur. Þeir gerðu þetta vel og nú þarf ég að leita svara."„Við gerum of mikið af klaufamistökum. Ég taldi einhverja 15-17 tekníska feila fyrir utan skot á markið. Það er bara ekki mönnum bjóðandi í nútímahandbolta. Haukar eru deildarmeistarar og hafa góðan mannskap og breidd. Það er ekki óvenjulegt að tapa fyrir þeim en verra að gera það í beinni útsendingu með svona slakri frammistöðu."Gylfi Gylfason: Engan veginn munurinn á liðunum„Ég er mjög sáttur. Það skiluðu allir einhverju í þessum sigri. Baráttan var frábær og svona á þetta að vera hjá okkur," sagði Gylfi Gylfason sem var markahæstur í leiknum en hann nýtti öll sín færi.„Það var góð stemning og allir brosandi. Við vorum ákveðnir. Í fyrra vorum við í svipaðri stöðu og ég man vel hve erfitt það var sálfræðilega að lenda 2-0 undir. Við vorum staðráðnir í að láta það ekki gerast."„Þetta eru jöfn lið þó úrslitin í kvöld hafi verið afgerandi. Kannski hættu þeir aðeins fyrr og þeir byrjað að hvíla lykilmenn. Þetta er engan veginn munurinn á liðunum. Staðan er 1-1 og markatalan skiptir engu í þessu"„Það er búið að vera að spá ÍR sigri í þessu einvígi. Þeir hafa verið mjög góðir og á mikilli siglingu. Miðað við gengi okkar undanfarið er ekki skrítið að okkur sé ekki spáð sigri í þessu einvígi en við erum komnir til að reyna að vinna."Mynd/Valli Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Haukar jöfnuðu metin í undanúrslitarimmu sinni gegn ÍR með stórsigri í Austurbergi í kvöld 1-1. Næsti leikur fer fram á fimmtudagskvöldið en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitin. Haukar tóku frumkvæðið snemma í leiknum en þó munaði bara þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-10. En þá stungu Hafnfirðingar af og völtuðu hreinlega yfir Breiðhyltinga. Gylfi Gylfason skoraði níu mörk fyrir Hauka og nýtti öll sín færi í leiknum. Aron Rafn Eðvarðsson átti einnig stórleik og varði alls 27 skot. Allir bjuggust við spennandi leik og flestir voru á því að ÍR myndi taka 2-0 forystu. En Haukar voru á öðru máli. Þeir mættu ákaflega ákveðnir til leiks frá byrjun og voru betri allan leikinn. ÍR-ingar náðu reyndar að klóra í bakkann í lok seinni hálfleiks en fylgdu því ekki eftir. 8-0 kafli frá Haukum og yfirkeyrsla strax í byrjun seinni hálfleiks drap alla spennu úr leiknum. Heimamenn voru vandræðalega hugmyndasnauðir sóknarlega og þá hefur sýnt sig að ÍR þarf á góðri markvörslu að halda til að landa sigrum. Haukar sýndu sínar bestu hliðar. Aron Rafn hreinlega skellti markinu í lás á löngum kafla og mörkunum rigndi inn. Stórsigur þeirra gefur þó jafnmikið og eins marks sigur hefði gert. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1.Aron Kristjáns: Höfum unnið í okkar málum andlega„Mér fannst leikur okkar í fyrsta leiknum vera þokkalegur líka. Mér fannst við eiga að vinna þann leik. En það var mikil grimmd í liðinu í dag, góður varnarleikur og góð markvarsla," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir leikinn.„Liðsheildin var að vinna verkið og við vorum með góðar lausnir á þeirra sóknarleik. Við höfum legið yfir þeirra leik bæði varnar- og sóknarlega. Við undirbjuggum okkur vel fyrir einvígið og því var svekkjandi að tapa fyrsta leiknum. Við kláruðum sigur í kvöld og nýr leikur á fimmtudag."„Við höfðum verið í niðursveiflu í deildinni og byrjuðum erfiðlega eftir áramót. Svo kláruðum við deildina og þá datt botninn úr þessu hjá okkur. Við höfum verið að vinna í okkar málum, líka andlega. Menn hafa verið einbeittir og unnið vel."„Við getum búist við því að ÍR-ingar verði grimmir á fimmtudaginn en við þurfum að halda áfram þessum vilja, einbeitingu og grimmd."Bjarki Sig: Fannst hallað á okkur í dómgæslunni„Þetta var mjög slæmur skellur. Við virkuðum ekki með í upphafi, því miður," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR.„Haukar spiluðu fast og uppskáru eins og þeir sáðu. Mér fannst hallað á okkur í dómgæslunni. Mér finnst ekki eðlilegt að allir leikmenn liðsins hafi náð að hanga inn á í 42 mínútur. Þeir fara að reka út af í einhverri aumingja-aðstoð þegar 18 mínútur eru eftir."„Haukarnir spiluðu góðan sóknarleik og héldu okkur í 19 mörkum sem er ekki vanalegt hjá okkur. Þeir gerðu þetta vel og nú þarf ég að leita svara."„Við gerum of mikið af klaufamistökum. Ég taldi einhverja 15-17 tekníska feila fyrir utan skot á markið. Það er bara ekki mönnum bjóðandi í nútímahandbolta. Haukar eru deildarmeistarar og hafa góðan mannskap og breidd. Það er ekki óvenjulegt að tapa fyrir þeim en verra að gera það í beinni útsendingu með svona slakri frammistöðu."Gylfi Gylfason: Engan veginn munurinn á liðunum„Ég er mjög sáttur. Það skiluðu allir einhverju í þessum sigri. Baráttan var frábær og svona á þetta að vera hjá okkur," sagði Gylfi Gylfason sem var markahæstur í leiknum en hann nýtti öll sín færi.„Það var góð stemning og allir brosandi. Við vorum ákveðnir. Í fyrra vorum við í svipaðri stöðu og ég man vel hve erfitt það var sálfræðilega að lenda 2-0 undir. Við vorum staðráðnir í að láta það ekki gerast."„Þetta eru jöfn lið þó úrslitin í kvöld hafi verið afgerandi. Kannski hættu þeir aðeins fyrr og þeir byrjað að hvíla lykilmenn. Þetta er engan veginn munurinn á liðunum. Staðan er 1-1 og markatalan skiptir engu í þessu"„Það er búið að vera að spá ÍR sigri í þessu einvígi. Þeir hafa verið mjög góðir og á mikilli siglingu. Miðað við gengi okkar undanfarið er ekki skrítið að okkur sé ekki spáð sigri í þessu einvígi en við erum komnir til að reyna að vinna."Mynd/Valli
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira