Sárnaði umræðan Benedikt Grétarsson skrifar 6. apríl 2013 09:00 Alexander Petersson. Mynd/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson hefur verið gagnrýndur fyrir að gefa ekki kost á sér í heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fór í janúar. Mörgum þótti það skrýtið að Alexander gæti spilað með félagsliði sínu en ekki landsliðinu og umræðan fór ekki fram hjá leikmanninum. „Það var ekki skemmtilegt að lesa sumt af því sem var skrifað og mér sárnaði að vera sakaður um að þykjast vera meiddur. Ég er búinn að glíma við þessi meiðsli í töluverðan tíma og þarf líklega að fara í uppskurð í sumar. Ef maður kemst ekki oft í sumarfrí, þá er bara að krækja sér í gott sumarfrí á þennan hátt," segir Alexander léttur. „Það er sin í upphandleggsvöðvanum sem er að stríða mér en þetta eru víst algeng meiðsli hjá hafnaboltamönnum í Bandaríkjunum. Það skiptir nákvæmlega engu hvað ég geri, allt álag á öxlina er sársaukafullt. Ég get eiginlega engin langskot tekið en hef reynt að þróa minn leik á annan hátt. Það eru því líka plúsar í þessum meiðslum þar sem ég hef bætt mig í hlutum sem ég lagði ekki eins mikla áherslu á. Línusendingum hefur fjölgað og ég hef fundið aðra leið til að skora mörk." Alexander segir umræðuna um meiðslin hafa farið yfir strikið og nefnir harðorða gagnrýni sem hann fékk fyrir að spila keilu með sonum sínum. „Menn eru eitthvað aðeins að rugla saman íþróttum. Keiluspilarar nota hendina örlítið öðruvísi en handboltamenn og þetta var frekar skrýtin umræða. Þó að öxlin hafi verið frekar slæm á þessum tímapunkti, þá hafði þessi ákveðni keiluleikur nákvæmlega engin áhrif á meiðslin. Ef ég tek dæmi, þá getur meiddur spretthlaupari skokkað rólega þó að meiðsli hindri hann í snöggum sprettum og þannig var þetta með öxlina á mér. Það er samt vert að geta þess að ég vann yngri son minn léttilega í keilunni en hann var reyndar bara þriggja ára," segir Alexander brosandi. Landsliðsmaðurinn getur að vissu leyti skilið að fólk sem fylgist ekki mikið með handbolta eigi erfitt með að skilja hvers vegna hann sé að skora 5-6 mörk fyrir Rhein Neckar Löwen á meðan hann gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna meiðsla. „Ég skil að svona pælingar komi upp en þeir sem þekkja mig sem leikmann sjá strax hversu mikið ég hef breytt mínum leikstíl vegna meiðslanna. Nánast öll þessi mörk mín með Löwen eru eftir hraðaupphlaup, seinni bylgju og gegnumbrot. Ég var einfaldlega ekki í nógu góðu standi til að spila með landsliðinu í janúar, ekki síst vegna þess hversu margir leikir eru á skömmum tíma í svona mótum. Mér fannst ósanngjarnt að gefa kost á mér þegar ég var ekki nógu góður fyrir landsliðið." „Ég hef alltaf lagt mig allan fram á handboltavellinum og finnst ég ekki verðskulda svona skítkast. Öll baráttan og vinnan sem ég hef lagt á mig fyrir landsliðið eru bara strikuð út á augnabliki. Fjölmiðlamenn sem ég bar áður virðingu fyrir eru margir hverjir ekki hátt skrifaðir hjá mér í dag," segir Alexander að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson hefur verið gagnrýndur fyrir að gefa ekki kost á sér í heimsmeistaramótið í handknattleik sem fram fór í janúar. Mörgum þótti það skrýtið að Alexander gæti spilað með félagsliði sínu en ekki landsliðinu og umræðan fór ekki fram hjá leikmanninum. „Það var ekki skemmtilegt að lesa sumt af því sem var skrifað og mér sárnaði að vera sakaður um að þykjast vera meiddur. Ég er búinn að glíma við þessi meiðsli í töluverðan tíma og þarf líklega að fara í uppskurð í sumar. Ef maður kemst ekki oft í sumarfrí, þá er bara að krækja sér í gott sumarfrí á þennan hátt," segir Alexander léttur. „Það er sin í upphandleggsvöðvanum sem er að stríða mér en þetta eru víst algeng meiðsli hjá hafnaboltamönnum í Bandaríkjunum. Það skiptir nákvæmlega engu hvað ég geri, allt álag á öxlina er sársaukafullt. Ég get eiginlega engin langskot tekið en hef reynt að þróa minn leik á annan hátt. Það eru því líka plúsar í þessum meiðslum þar sem ég hef bætt mig í hlutum sem ég lagði ekki eins mikla áherslu á. Línusendingum hefur fjölgað og ég hef fundið aðra leið til að skora mörk." Alexander segir umræðuna um meiðslin hafa farið yfir strikið og nefnir harðorða gagnrýni sem hann fékk fyrir að spila keilu með sonum sínum. „Menn eru eitthvað aðeins að rugla saman íþróttum. Keiluspilarar nota hendina örlítið öðruvísi en handboltamenn og þetta var frekar skrýtin umræða. Þó að öxlin hafi verið frekar slæm á þessum tímapunkti, þá hafði þessi ákveðni keiluleikur nákvæmlega engin áhrif á meiðslin. Ef ég tek dæmi, þá getur meiddur spretthlaupari skokkað rólega þó að meiðsli hindri hann í snöggum sprettum og þannig var þetta með öxlina á mér. Það er samt vert að geta þess að ég vann yngri son minn léttilega í keilunni en hann var reyndar bara þriggja ára," segir Alexander brosandi. Landsliðsmaðurinn getur að vissu leyti skilið að fólk sem fylgist ekki mikið með handbolta eigi erfitt með að skilja hvers vegna hann sé að skora 5-6 mörk fyrir Rhein Neckar Löwen á meðan hann gefur ekki kost á sér í landsliðið vegna meiðsla. „Ég skil að svona pælingar komi upp en þeir sem þekkja mig sem leikmann sjá strax hversu mikið ég hef breytt mínum leikstíl vegna meiðslanna. Nánast öll þessi mörk mín með Löwen eru eftir hraðaupphlaup, seinni bylgju og gegnumbrot. Ég var einfaldlega ekki í nógu góðu standi til að spila með landsliðinu í janúar, ekki síst vegna þess hversu margir leikir eru á skömmum tíma í svona mótum. Mér fannst ósanngjarnt að gefa kost á mér þegar ég var ekki nógu góður fyrir landsliðið." „Ég hef alltaf lagt mig allan fram á handboltavellinum og finnst ég ekki verðskulda svona skítkast. Öll baráttan og vinnan sem ég hef lagt á mig fyrir landsliðið eru bara strikuð út á augnabliki. Fjölmiðlamenn sem ég bar áður virðingu fyrir eru margir hverjir ekki hátt skrifaðir hjá mér í dag," segir Alexander að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Sjá meira