Blæddi úr áhorfanda eftir högg Olazábal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2013 13:50 Olazabal afhendir kylfingnum áritaðan golfhanska. Mynd/AP Karlmaður, sem ætlaði að eiga náðugan dag í sólinni á Augusta-vellinum í Georgíu-fylki, verður væntanlega með vænan hausverk það sem eftir lifir dags. Maðurinn fylgdist með keppendum á Masters-mótinu í golfi spila æfingahring fyrir mótið sem hefst á fimmtudaginn. Hann þurfti hins vegar að yfirgefa samkomuna eftir að José María Olazábal hitti boltann það illa að hann hafnaði í haus áhorfandans. Höggið misheppnaða var annað högg Olazábal á 8. holu vallarins sem er par fimm. Áhorfandinn féll til jarðar og myndir náðust af honum þar sem blóð lak úr höfði hans. Fékk hann aðhlynningu og var studdur út af vellinum. Spánverjinn, sem var fyrirliði sigurliðs Evrópu í Ryder-bikarnum á Medinah á síðasta ári, bað áhorfandann afsökunar og afhenti honum áritaðan golfhanska. Olazabal hefur tvívegis staðið uppi sem sigurvegari á Masters, síðast árið 1999.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.Olazabal á æfingahringnum í dag.Nordicphotos/Getty Golf Tengdar fréttir Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31 Wozniacki verður kylfusveinn McIlroy Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi. 9. apríl 2013 12:45 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Karlmaður, sem ætlaði að eiga náðugan dag í sólinni á Augusta-vellinum í Georgíu-fylki, verður væntanlega með vænan hausverk það sem eftir lifir dags. Maðurinn fylgdist með keppendum á Masters-mótinu í golfi spila æfingahring fyrir mótið sem hefst á fimmtudaginn. Hann þurfti hins vegar að yfirgefa samkomuna eftir að José María Olazábal hitti boltann það illa að hann hafnaði í haus áhorfandans. Höggið misheppnaða var annað högg Olazábal á 8. holu vallarins sem er par fimm. Áhorfandinn féll til jarðar og myndir náðust af honum þar sem blóð lak úr höfði hans. Fékk hann aðhlynningu og var studdur út af vellinum. Spánverjinn, sem var fyrirliði sigurliðs Evrópu í Ryder-bikarnum á Medinah á síðasta ári, bað áhorfandann afsökunar og afhenti honum áritaðan golfhanska. Olazabal hefur tvívegis staðið uppi sem sigurvegari á Masters, síðast árið 1999.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.Olazabal á æfingahringnum í dag.Nordicphotos/Getty
Golf Tengdar fréttir Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31 Wozniacki verður kylfusveinn McIlroy Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi. 9. apríl 2013 12:45 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31
Wozniacki verður kylfusveinn McIlroy Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi. 9. apríl 2013 12:45