Cink og Haas efstir fyrir spennandi lokahring í Houston Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2013 11:15 Stewart Cink og Bill Haas. Mynd/AP Bandaríkjamennirnir Stewart Cink og Bill Haas eru með eins höggs forskot fyrir síðasta hringinn á opna Houston-mótinu í golfi sem fer nú fram um páskahelgina. Báðir hafa þeir félagar leikið þrjá fyrstu hringina á 11 höggum undir pari. Bill Haas lék á 67 höggum á þriðja hring en Stewart Cink kláraði á 68 höggum. Þeir eiga nú eitt högg á þá Steve Wheatcroft (72 högg á þriðja hring), Ben Crane (67), D.A. Points (71) og Jason Kokrak (71). Það stefnir í mjög spennandi lokahring því meðal þeirra níu sem eru aðeins tveimur höggum frá toppsætinu eru þeir Louis Oosthuizen (65), Lee Westwood (67), Keegan Bradley (67), Angel Cabrera (69) og Henrik Stenson (68). Það mun kannski einhverjir eftir Stewart Cink síðan að hann kom í veg fyrir að Tom Watson tækist að vinna opna breska meistaramótið 2009 en það hefur lítið heyrst af honum síðan og er Cink nú í 272. sæti heimslistans. Það gæti breyst með góðum lokahring í kvöld. Bill Haas var í baráttunni við Tiger Woods á Bay Hil um síðustu helgi en tókst ekki að halda út þá. Nú verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir á síðustu 18 holunum.Staða efstu manna fyrir lokahringinn: Stewart Cink -11 71-66-68 Bill Haas -11 68-70-67 Ben Crane -10 69-70-67 D.A. Points -10 64-71-71 Steve Wheatcroft -10 67-67-72 Jason Kokrak -10 66-69-71 Bud Cauley -9 68-74-65 Louis Oosthuizen -9 70-72-65 Lee Westwood -9 68-72-67 Billy Horschel -9 68-72-67 Keegan Bradley -9 70-70-67 Kevin Chappell -9 70-70-67 Henrik Stenson -9 69-70-68 Angel Cabrera -9 66-72-69 Cameron Tringale -9 65-73-69 Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Stewart Cink og Bill Haas eru með eins höggs forskot fyrir síðasta hringinn á opna Houston-mótinu í golfi sem fer nú fram um páskahelgina. Báðir hafa þeir félagar leikið þrjá fyrstu hringina á 11 höggum undir pari. Bill Haas lék á 67 höggum á þriðja hring en Stewart Cink kláraði á 68 höggum. Þeir eiga nú eitt högg á þá Steve Wheatcroft (72 högg á þriðja hring), Ben Crane (67), D.A. Points (71) og Jason Kokrak (71). Það stefnir í mjög spennandi lokahring því meðal þeirra níu sem eru aðeins tveimur höggum frá toppsætinu eru þeir Louis Oosthuizen (65), Lee Westwood (67), Keegan Bradley (67), Angel Cabrera (69) og Henrik Stenson (68). Það mun kannski einhverjir eftir Stewart Cink síðan að hann kom í veg fyrir að Tom Watson tækist að vinna opna breska meistaramótið 2009 en það hefur lítið heyrst af honum síðan og er Cink nú í 272. sæti heimslistans. Það gæti breyst með góðum lokahring í kvöld. Bill Haas var í baráttunni við Tiger Woods á Bay Hil um síðustu helgi en tókst ekki að halda út þá. Nú verður fróðlegt að sjá hvað hann gerir á síðustu 18 holunum.Staða efstu manna fyrir lokahringinn: Stewart Cink -11 71-66-68 Bill Haas -11 68-70-67 Ben Crane -10 69-70-67 D.A. Points -10 64-71-71 Steve Wheatcroft -10 67-67-72 Jason Kokrak -10 66-69-71 Bud Cauley -9 68-74-65 Louis Oosthuizen -9 70-72-65 Lee Westwood -9 68-72-67 Billy Horschel -9 68-72-67 Keegan Bradley -9 70-70-67 Kevin Chappell -9 70-70-67 Henrik Stenson -9 69-70-68 Angel Cabrera -9 66-72-69 Cameron Tringale -9 65-73-69
Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira