Viðhald loftræstikerfa nauðsynlegt 18. febrúar 2013 10:00 “Við fjárfestum í myndavél og hreinsibúnaði frá Danduct Clean og getum því auðveldlega kannað ástandið á lofræstikerfum með myndavélinni,” segir Sævar, eigandi Blikksmiðju Guðmundar. Blikksmiðja Guðmundar er eitt fárra fyrirtækja sem eiga sérstaka myndavél til eftirlits á loftræstikerfum ásamt fullkomnum hreinsitækjum. Eigandinn Sævar Jónsson segir of algengt að viðhaldi loftræstikerfa sé frestað, sem leiði til aukins álags og hærri rekstrarkostnaðar. Blikksmiðja Guðmundar er vel tækjum búin og þjónustar fjölda fyrirtækja við hreinsun og smíði á loftræstikerfum auk almennrar blikksmíði. „Við smíðum loftræstikerfi og sinnum viðhaldi á þeim. Þá smíðum við einnig allt frá jötum fyrir húsdýr upp í áhöld fyrir skurðstofur á sjúkrahúsum og allt þar á milli," segir eigandinn Sævar Jónsson. Sævar hóf störf við blikksmíðar árið 1985 og keypti Blikksmiðju Guðmundar árið 2007 eftir að hafa starfað þar í tíu ár. Hann býr því að mikilli reynslu. „Það er of algengt að mínu mati að viðhaldi loftræstikerfa sé slegið á frest í sparnaðarskyni. Þegar slíkt er gert safnast ryk fyrir inni í stokkum og síum. Þá eykst allt viðnám og álag á kerfið sem gerir það að verkum að kostnaður verður meiri. Auk þess hættir kerfið að afkasta því sem það á að gera." Tækjabúnaður Blikksmiðju Guðmundar til hreinsunar loftræstinga er einn sá besti í bransanum. „Við fjárfestum í myndavél og hreinsibúnaði frá Danduct Clean og getum því auðveldlega kannað ástandið á loftræstikerfum með myndavélinni. Ef enginn skítur er til staðar sjáum við það fljótlega. Þannig sparast bæði tími og óþarfa þrif og rekstur kerfisins verður öruggari." Mikilvægt er að skipta um loftsíur en Sævar segir það einnig oft sitja á hakanum. „Við flytjum sjálf inn loftsíur frá Luftfilterbau í Þýskalandi og eigum flestar stærðir og gerðir sía á lager. Síurnar eru framleiddar samkvæmt ISO-stöðlum og standast því ýtrustu kröfur." Blikksmiðja Guðmundar þjónustar fjölmörg fyrirtæki af öllum stærðargráðum. „Norðurál á Íslandi er stór viðskiptavinur ásamt Elkem Íslandi, HB Granda, Akraneskaupstað, Sjúkrahúsi Akraness og Akraborg ehf." Nánari upplýsingar um starfssemi Blikksmiðju Guðmundar er að finna á heimasíðu fyrirtækisins blikkgh.is og á Facebook. Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira
Blikksmiðja Guðmundar er eitt fárra fyrirtækja sem eiga sérstaka myndavél til eftirlits á loftræstikerfum ásamt fullkomnum hreinsitækjum. Eigandinn Sævar Jónsson segir of algengt að viðhaldi loftræstikerfa sé frestað, sem leiði til aukins álags og hærri rekstrarkostnaðar. Blikksmiðja Guðmundar er vel tækjum búin og þjónustar fjölda fyrirtækja við hreinsun og smíði á loftræstikerfum auk almennrar blikksmíði. „Við smíðum loftræstikerfi og sinnum viðhaldi á þeim. Þá smíðum við einnig allt frá jötum fyrir húsdýr upp í áhöld fyrir skurðstofur á sjúkrahúsum og allt þar á milli," segir eigandinn Sævar Jónsson. Sævar hóf störf við blikksmíðar árið 1985 og keypti Blikksmiðju Guðmundar árið 2007 eftir að hafa starfað þar í tíu ár. Hann býr því að mikilli reynslu. „Það er of algengt að mínu mati að viðhaldi loftræstikerfa sé slegið á frest í sparnaðarskyni. Þegar slíkt er gert safnast ryk fyrir inni í stokkum og síum. Þá eykst allt viðnám og álag á kerfið sem gerir það að verkum að kostnaður verður meiri. Auk þess hættir kerfið að afkasta því sem það á að gera." Tækjabúnaður Blikksmiðju Guðmundar til hreinsunar loftræstinga er einn sá besti í bransanum. „Við fjárfestum í myndavél og hreinsibúnaði frá Danduct Clean og getum því auðveldlega kannað ástandið á loftræstikerfum með myndavélinni. Ef enginn skítur er til staðar sjáum við það fljótlega. Þannig sparast bæði tími og óþarfa þrif og rekstur kerfisins verður öruggari." Mikilvægt er að skipta um loftsíur en Sævar segir það einnig oft sitja á hakanum. „Við flytjum sjálf inn loftsíur frá Luftfilterbau í Þýskalandi og eigum flestar stærðir og gerðir sía á lager. Síurnar eru framleiddar samkvæmt ISO-stöðlum og standast því ýtrustu kröfur." Blikksmiðja Guðmundar þjónustar fjölmörg fyrirtæki af öllum stærðargráðum. „Norðurál á Íslandi er stór viðskiptavinur ásamt Elkem Íslandi, HB Granda, Akraneskaupstað, Sjúkrahúsi Akraness og Akraborg ehf." Nánari upplýsingar um starfssemi Blikksmiðju Guðmundar er að finna á heimasíðu fyrirtækisins blikkgh.is og á Facebook.
Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira