Fischer-setrið líklegasta nafnið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2013 13:34 Stefnt er að því að opna safnið í vor eða í síðasta lagi í sumar. „Það er unnið að fullu að undirbúningi, mikil fundarhöld og margir sem koma að þessu. Við erum með arkitekta, verkfræðinga, safnverði og fleira," segir Magnús Matthíasson formaður Skákfélags Selfoss. Skrifað var undir vilyrði að leigusamningi milli Skákfélags Selfoss og byggingarmeistarans Sigfúsar Kristinssonar síðastliðið sumar. Safnið verður staðsett á efri hæð Austurvegar 21. Upphaflega var stefnt að því að opna í byrjun mars en Magnús segir ljóst að svo verði ekki. Safnið muni þó opna í vor eða í síðasta lagi í sumar. Á safninu verða munir til sýnis úr einvígi Boris Spassky og Bobby Fischer í Reykjavík 1972, oft nefnt einvígi aldarinnar. Aðspurður hvernig gangi að safna munum segir Magnús: „Það hefur gengið ágætlega. Við höfum verið í samskiptum við stóra safnara á Íslandi sem og erlendis. Við höfum fengið vilyrði fyrir munum að láni og að gjöf líka. Það eru líka margir sem eiga verðmæta muni sem vilja mikla peninga fyrir þá," segir Magnús. Hann segist þó nokkuð sáttur með stöðu mála en vill þó ekki ræða frekar hvaða einstöku munir verði til sýnis. „Ég vil nú helst ekki gera það. Við erum í samningaviðræðum við þessa safnara og vil síður nefna sérstaka muni á þessu stigi," segir Magnús. Ekki hefur verið ákveðið formlega hvaða nafn safnið mun bera en eitt er þó líklegra en önnur. „Fischer setrið á selfossi er líklegast að það muni heita. Það er það nafn sem við í undirbúningsnefndinni höfum notað. Mér þykir það líklegast en það er samt ekki alveg pottþétt," segir Magnús. Bobby Fischer er sem kunnugt er jarðsettur í kirkjugarðinum í Laugardælum í grennd við Selfoss. Ferðamenn hafa sýnt grafreitnum mikinn áhuga. „Ég hef eftir fólki sem býr þarna í Laugardælum að það er stöðugur umferð þarna. Það koma nokkra bílar á hverjum einasta degi. Yfir sumartímann koma lágmark ein eða tvær rútur daglega þannig að áhuginn er gríðarlega mikill," segir Magnús. Árborg Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Það er unnið að fullu að undirbúningi, mikil fundarhöld og margir sem koma að þessu. Við erum með arkitekta, verkfræðinga, safnverði og fleira," segir Magnús Matthíasson formaður Skákfélags Selfoss. Skrifað var undir vilyrði að leigusamningi milli Skákfélags Selfoss og byggingarmeistarans Sigfúsar Kristinssonar síðastliðið sumar. Safnið verður staðsett á efri hæð Austurvegar 21. Upphaflega var stefnt að því að opna í byrjun mars en Magnús segir ljóst að svo verði ekki. Safnið muni þó opna í vor eða í síðasta lagi í sumar. Á safninu verða munir til sýnis úr einvígi Boris Spassky og Bobby Fischer í Reykjavík 1972, oft nefnt einvígi aldarinnar. Aðspurður hvernig gangi að safna munum segir Magnús: „Það hefur gengið ágætlega. Við höfum verið í samskiptum við stóra safnara á Íslandi sem og erlendis. Við höfum fengið vilyrði fyrir munum að láni og að gjöf líka. Það eru líka margir sem eiga verðmæta muni sem vilja mikla peninga fyrir þá," segir Magnús. Hann segist þó nokkuð sáttur með stöðu mála en vill þó ekki ræða frekar hvaða einstöku munir verði til sýnis. „Ég vil nú helst ekki gera það. Við erum í samningaviðræðum við þessa safnara og vil síður nefna sérstaka muni á þessu stigi," segir Magnús. Ekki hefur verið ákveðið formlega hvaða nafn safnið mun bera en eitt er þó líklegra en önnur. „Fischer setrið á selfossi er líklegast að það muni heita. Það er það nafn sem við í undirbúningsnefndinni höfum notað. Mér þykir það líklegast en það er samt ekki alveg pottþétt," segir Magnús. Bobby Fischer er sem kunnugt er jarðsettur í kirkjugarðinum í Laugardælum í grennd við Selfoss. Ferðamenn hafa sýnt grafreitnum mikinn áhuga. „Ég hef eftir fólki sem býr þarna í Laugardælum að það er stöðugur umferð þarna. Það koma nokkra bílar á hverjum einasta degi. Yfir sumartímann koma lágmark ein eða tvær rútur daglega þannig að áhuginn er gríðarlega mikill," segir Magnús.
Árborg Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira