Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Valur 21-20 Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2013 00:01 FH vann flottan sigur, 21-20, á Val í æsispennandi leik í N1-deild karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Logi Geirsson var atkvæðamestur í liði FH með sex mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í FH ávallt einu skrefi á undan. Valsmenn voru samt sem áður gríðarlega ákveðir og fastir fyrir í varnarleiknum. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 4-4. Þá misstu Valsmenn tvö menn útaf með tveggja mínútna brotvísanir og voru því fjórir útispilarar gegn sex en á þeim kafla náðu FH-ingar þriggja marka forystu 7-4. Valsmenn komust aftur inn í leikinn og var staðan 9-8 í hálfleik. Valsmenn gerðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins en þá komu fjögur í röð frá FH og þeir breyttu stöðunni í 13-10. FH-ingar voru sterkari næstu tíu mínútur leiksins og voru ávallt skrefinu á undan. Valsmenn voru samt alltaf ákveðnir og ætluðu greinilega að selja sig dýrt í leiknum. Þegar tólf mínútur voru eftir var staðan 16-16 og mikil spenna í leiknum. Því næst unnu Valsmenn boltann og Sveinn Aron Sveinsson skoraði úr hraðaupphlaupi. Staðan var orðin 17-16 fyrir gestina. FH-ingar hrukku þá í gang og komust í 19-18 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Spennan hélst áfram alveg fram til enda en það voru FH-ingar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu eins marks sigur 21-20. Þorbjörn Jensson: Handboltinn snýst ennþá um það sama„Þetta var ágætis leikur og mikið um sterkan varnarleik," sagði Þorbjörn Jensson, aðstoðarþjálfari Vals, eftir tapið í kvöld. „Það sem vantaði uppá hjá okkur var að nýta færin betur. Við fengum alveg heilan helling af góðum færum sem liðið var ekki að notfæra." „Við gerðum markvörðinn hjá FH bara góðan með því að skjóta svona mikið í hann. Varnarleikur okkar sem og markvarsla var til fyrirmyndar og ég hef engar áhyggjur af því, þurfum að bæta okkur sóknarlega núna." „Ég hef ekki verið neitt í kringum handbolta í 12 ár. Íþróttin hefur ekki mikið breyst á þeim tíma, þetta snýst ennþá um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og undirbúa sig fyrir hann." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Logi Geirsson: Ég er að fara massa mig meira upp„Þetta var sannkallaður baráttusigur," sagði Logi Geirsson, eftir sigurinn í kvöld. „Valsmenn eru með gríðarlega sterkan hóp og við vissum að þetta yrði erfitt. Þetta hafðist samt í lokin og við náðum að knýja fram gríðarlega mikilvæg tvö stig fyrir úrslitakeppnina." „Við höfum alls ekkert verið að valta yfir andstæðinga okkar og lið ná oft á tíðum að halda í við okkar, en við erum alltaf að spila eftir sömu leikaðferð og höfum trú á henni. Liðið hefur verið á mikilli siglingu í deildinni að undanförnu og það mun bara halda áfram." „Ég er komin á fullt í lyftingasalinn og þarf að bæta aðeins á mig. Eftir á Ólafur Gústafsson fór frá liðinu er ég komin með nýtt hlutverk og þá verð ég heldur betur að standa mig."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira
FH vann flottan sigur, 21-20, á Val í æsispennandi leik í N1-deild karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Logi Geirsson var atkvæðamestur í liði FH með sex mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í FH ávallt einu skrefi á undan. Valsmenn voru samt sem áður gríðarlega ákveðir og fastir fyrir í varnarleiknum. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 4-4. Þá misstu Valsmenn tvö menn útaf með tveggja mínútna brotvísanir og voru því fjórir útispilarar gegn sex en á þeim kafla náðu FH-ingar þriggja marka forystu 7-4. Valsmenn komust aftur inn í leikinn og var staðan 9-8 í hálfleik. Valsmenn gerðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins en þá komu fjögur í röð frá FH og þeir breyttu stöðunni í 13-10. FH-ingar voru sterkari næstu tíu mínútur leiksins og voru ávallt skrefinu á undan. Valsmenn voru samt alltaf ákveðnir og ætluðu greinilega að selja sig dýrt í leiknum. Þegar tólf mínútur voru eftir var staðan 16-16 og mikil spenna í leiknum. Því næst unnu Valsmenn boltann og Sveinn Aron Sveinsson skoraði úr hraðaupphlaupi. Staðan var orðin 17-16 fyrir gestina. FH-ingar hrukku þá í gang og komust í 19-18 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Spennan hélst áfram alveg fram til enda en það voru FH-ingar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu eins marks sigur 21-20. Þorbjörn Jensson: Handboltinn snýst ennþá um það sama„Þetta var ágætis leikur og mikið um sterkan varnarleik," sagði Þorbjörn Jensson, aðstoðarþjálfari Vals, eftir tapið í kvöld. „Það sem vantaði uppá hjá okkur var að nýta færin betur. Við fengum alveg heilan helling af góðum færum sem liðið var ekki að notfæra." „Við gerðum markvörðinn hjá FH bara góðan með því að skjóta svona mikið í hann. Varnarleikur okkar sem og markvarsla var til fyrirmyndar og ég hef engar áhyggjur af því, þurfum að bæta okkur sóknarlega núna." „Ég hef ekki verið neitt í kringum handbolta í 12 ár. Íþróttin hefur ekki mikið breyst á þeim tíma, þetta snýst ennþá um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og undirbúa sig fyrir hann." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Logi Geirsson: Ég er að fara massa mig meira upp„Þetta var sannkallaður baráttusigur," sagði Logi Geirsson, eftir sigurinn í kvöld. „Valsmenn eru með gríðarlega sterkan hóp og við vissum að þetta yrði erfitt. Þetta hafðist samt í lokin og við náðum að knýja fram gríðarlega mikilvæg tvö stig fyrir úrslitakeppnina." „Við höfum alls ekkert verið að valta yfir andstæðinga okkar og lið ná oft á tíðum að halda í við okkar, en við erum alltaf að spila eftir sömu leikaðferð og höfum trú á henni. Liðið hefur verið á mikilli siglingu í deildinni að undanförnu og það mun bara halda áfram." „Ég er komin á fullt í lyftingasalinn og þarf að bæta aðeins á mig. Eftir á Ólafur Gústafsson fór frá liðinu er ég komin með nýtt hlutverk og þá verð ég heldur betur að standa mig."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Sjá meira