Mourinho: Ég ber ábyrgð á tapinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2013 11:00 Nordic Photos / Getty Images Jose Mourinho segir þjálfara alltaf bera ábyrgð á tapleikjum sinna liða en samt gagnrýndi hann leikmenn sína eftir tapið gegn Granada í gær. Leiknum lyktaði með 1-0 sigri Granada en eina mark leiksins skoraði Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, er hann skallaði boltann óvart í eigið net eftir hornspyrnu. Þetta var í fyrsta sinn sem Ronaldo skorar sjálfsmark á ferlinum. Karim Benzema fékk frábært tækifæri í seinni hálfleik til að jafna leikinn en fór illa að ráði sínu. „Þegar við vinnum og allir spila vel er það öllum að þakka. En þegar við töpum er það á ábyrgð þjálfarans," sagði Mourinho. „Við spiluðum ekki vel í dag, vorum ekki sjálfum okkur líkir, og því ber ég ábyrgð á því." „Við náðum ekki einu sinni jafntefli og þessi úrslit fara í taugarnar á mér. Það fer í taugarnar á mér hversu hræðilegir við vorum í fyrri hálfleik. Jafnvel þótt okkur hefði tekist að jafna leikinn í síðari hálfleik hefði maður ekki glaðst yfir miklu." Mourinho gagnrýndi einnig leikjaskipulagið og að Barcelona, sem spilar í dag, fengi aukadag til að jafna sig eftir leik liðanna í bikarnum á miðvikudagskvöldið. „Þetta var mjög erfiður leikur og reyndi mikið á leikmenn. Samt spilar annað liðið í dag en hitt á morgun. Svona hefur þetta alltaf verið." „Sumir þeirra leikmanna sem spiluðu í dag voru mjög þreyttir eftir leikinn gegn Barcelona. En ég veit ekki af hverju hinir, sem voru annað hvort á bekknum eða upp í stúku á miðvikudaginn, spiluðu eins og þeir gerðu í dag." Barcelona fær í dag tækifæri til að auka bilið á milli stórliðanna tveggja í átján stig. Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Jose Mourinho segir þjálfara alltaf bera ábyrgð á tapleikjum sinna liða en samt gagnrýndi hann leikmenn sína eftir tapið gegn Granada í gær. Leiknum lyktaði með 1-0 sigri Granada en eina mark leiksins skoraði Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, er hann skallaði boltann óvart í eigið net eftir hornspyrnu. Þetta var í fyrsta sinn sem Ronaldo skorar sjálfsmark á ferlinum. Karim Benzema fékk frábært tækifæri í seinni hálfleik til að jafna leikinn en fór illa að ráði sínu. „Þegar við vinnum og allir spila vel er það öllum að þakka. En þegar við töpum er það á ábyrgð þjálfarans," sagði Mourinho. „Við spiluðum ekki vel í dag, vorum ekki sjálfum okkur líkir, og því ber ég ábyrgð á því." „Við náðum ekki einu sinni jafntefli og þessi úrslit fara í taugarnar á mér. Það fer í taugarnar á mér hversu hræðilegir við vorum í fyrri hálfleik. Jafnvel þótt okkur hefði tekist að jafna leikinn í síðari hálfleik hefði maður ekki glaðst yfir miklu." Mourinho gagnrýndi einnig leikjaskipulagið og að Barcelona, sem spilar í dag, fengi aukadag til að jafna sig eftir leik liðanna í bikarnum á miðvikudagskvöldið. „Þetta var mjög erfiður leikur og reyndi mikið á leikmenn. Samt spilar annað liðið í dag en hitt á morgun. Svona hefur þetta alltaf verið." „Sumir þeirra leikmanna sem spiluðu í dag voru mjög þreyttir eftir leikinn gegn Barcelona. En ég veit ekki af hverju hinir, sem voru annað hvort á bekknum eða upp í stúku á miðvikudaginn, spiluðu eins og þeir gerðu í dag." Barcelona fær í dag tækifæri til að auka bilið á milli stórliðanna tveggja í átján stig.
Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira