Flýgur heim til að taka þátt í Vetrarhátíð Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. febrúar 2013 09:30 Eðvarð Egilsson, betur þekktur sem Eddi í Steed Lord, mun koma heim til Íslands til að taka þátt opnunaratriði Vetrarhátiðar, en hann er búsettur í Los Angeles þar sem gerir það gott með hjómsveitinni Steed Lord. Eddi mun vinna með listamanninum Marcos Zotes, en hann vakti mikla athygli fyrir myndir sem hann varpaði á Hallgrímskirkju á Vetrarhátið í fyrra.Frá verki Marcos Zotes á Vetrarhátíð í fyrra.Ásamt þvi að vera í Steed Lord hefur Eddi verið að vinna að sólóverkefni sem ber nafnið Cosmos. Marcos vissi af þessu og hafði samband við Edda til að bjóða honum að taka þátt í hátíðinni með sér þetta árið. Það leist Edda strax mjög vel á. Hann segir tónlist vera mjög myndræna fyrir sér og finnst frábært að fá tækifæri til að túlka hana á þennan hátt.Hvernig verður atriðið með öðru sniði en í fyrra? ,,Þetta árið verður listaverkið í gagnvirku þrívíddar formi úr mynd og tónlist sem þýðir að áhorfandinn fær að taka þátt í listaverkinu sjálfu með nýjum hætti en áður. Meira get ég ekki sagt eins og er en ég hvet alla að koma og upplifa þetta með eigin augum, en atriðið verður sýnt á Austurvelli", segir Eddi.Ásamt því að vera í Steed Lord gerir Eddi tónlist undir nafninu Cosmos.Vetrarhátíð hest fimmtudaginn 7. febrúar og stendur yfir næstu helgi. Hátíðin hefur fengið frábæra umfjöllun í fjölmiðlum og nýlega mældi CNN eindregið með Vetrarhátíð í umfjöllun sinni um 10 heitustu áfangastaði Evrópu árið 2013. Þetta verður því eitthvað sem enginn má láta framhjá sér fara. Nánari dagskrá Vetrarhátíðar er að finna á vetrarhátíð.is og á facebook. Tónlist Edda má finna hér og verk Marcos Zotes hér.Verkefni Zotes gaf miðbænum skemmtilegan lit.Eddi ásamt hinum meðlimum Steed Lord, en þau gáfu út plötu í desember sem hefur fengið góð viðbrögð hið ytra. Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Eðvarð Egilsson, betur þekktur sem Eddi í Steed Lord, mun koma heim til Íslands til að taka þátt opnunaratriði Vetrarhátiðar, en hann er búsettur í Los Angeles þar sem gerir það gott með hjómsveitinni Steed Lord. Eddi mun vinna með listamanninum Marcos Zotes, en hann vakti mikla athygli fyrir myndir sem hann varpaði á Hallgrímskirkju á Vetrarhátið í fyrra.Frá verki Marcos Zotes á Vetrarhátíð í fyrra.Ásamt þvi að vera í Steed Lord hefur Eddi verið að vinna að sólóverkefni sem ber nafnið Cosmos. Marcos vissi af þessu og hafði samband við Edda til að bjóða honum að taka þátt í hátíðinni með sér þetta árið. Það leist Edda strax mjög vel á. Hann segir tónlist vera mjög myndræna fyrir sér og finnst frábært að fá tækifæri til að túlka hana á þennan hátt.Hvernig verður atriðið með öðru sniði en í fyrra? ,,Þetta árið verður listaverkið í gagnvirku þrívíddar formi úr mynd og tónlist sem þýðir að áhorfandinn fær að taka þátt í listaverkinu sjálfu með nýjum hætti en áður. Meira get ég ekki sagt eins og er en ég hvet alla að koma og upplifa þetta með eigin augum, en atriðið verður sýnt á Austurvelli", segir Eddi.Ásamt því að vera í Steed Lord gerir Eddi tónlist undir nafninu Cosmos.Vetrarhátíð hest fimmtudaginn 7. febrúar og stendur yfir næstu helgi. Hátíðin hefur fengið frábæra umfjöllun í fjölmiðlum og nýlega mældi CNN eindregið með Vetrarhátíð í umfjöllun sinni um 10 heitustu áfangastaði Evrópu árið 2013. Þetta verður því eitthvað sem enginn má láta framhjá sér fara. Nánari dagskrá Vetrarhátíðar er að finna á vetrarhátíð.is og á facebook. Tónlist Edda má finna hér og verk Marcos Zotes hér.Verkefni Zotes gaf miðbænum skemmtilegan lit.Eddi ásamt hinum meðlimum Steed Lord, en þau gáfu út plötu í desember sem hefur fengið góð viðbrögð hið ytra.
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira