Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 26-22 | Fram upp í 3. sætið Elvar Geir Magnússon skrifar 4. febrúar 2013 14:20 Mynd/Stefán Framarar eru búnir að finna gírinn í karlahandboltanum en Fram vann fjögurra marka sigur á HK í Safamýrinni í kvöld, 26-22. Framarar hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, tvo þeirra fyrir HM-frí, og eru nú komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með betri úrslit í innbyrðis leikjum gegn ÍR. Stefán Baldvin Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Fram þar af fimm þeirra í fyrri hálfleik. Magnús Erlendsson varði 47 prósent skotanna í markinu. Framarar náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik (15-7) en voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. HK-ingar minnkuðu muninn í tvö mörk, 19-17, þrettán mínútur fyrir leikslok en nær komust þeir ekki og Framarar fögnuðu fjögurra marka sigri. Framarar sýndu hrikalega öfluga vörn í fyrri hálfleik og gestirnir úr Kópavoginum áttu engin svör. Í seinni hálfleiknum náði HK fleiri skotum á markið en þá var Magnús í stuði í markinu. Værukærð heimamanna í upphafi seinni hálfleiks hleypti spennu í leikinn um tíma en sú spenna stóð stutt yfir. HK-ingar áttu ekki nægilega mikið bensín á tanknum og Fram vann sanngjarnan sigur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn og varnarleikinn í fyrri hálfleik. „Mér fannst oft á tíðum vanta upp á vörn og markvörslu hjá okkur fyrir áramót og það er mjög jákvætt hve vel gekk í þeim þáttum í kvöld. Svo varði Maggi verulega vel í seinni hálfleik," sagði Einar. Magnús Erlends: Þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik„Það var mjög ljúft að ná að sigla þessu í land. Mér fannst of mikil værukærð yfir þessu í seinni hálfleik," sagði Magnús Erlendsson, markvörður Fram eftir leikinn en hann átti flotta frammistöðu. „Ég þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik, vörnin var það góð. Við vorum bara í hraðaupphlaupum og svoleiðis. Ég veit ekki hvað þetta var í byrjun seinni hálfleiks, stundum þegar maður fer með gott forskot í hálfleikinn vill þetta gerast. Við fórum að verjast í staðinn fyrir að sækja."„Það er frábært að ná að sigla þessu í land. Það var erfitt fyrir þá að vinna sig inn í leikinn en þeir eru harðir. Robbi (Róbert Aron) og Jói (Jóhann Gunnar) voru ekki að hitta vel í dag."„Við stefnum á að vinna hvern leik og halda okkur uppi í topp fjórum."Kristinn Guðmunds: Ekki nægilega klókir„Við vorum ofboðslega staðir og gatslitnir sóknarlega," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld. „Við gerðum fátt af því sem við ætluðum að gera. Þar af leiðandi gerðum við erfiða brekku að klífa. Við fórum svo langleiðina upp hana í seinni hálfleik en vorum ekki nægilega klókir til að klára þetta." Var hann ánægður með hvernig lið hans brást við mótlætinu í hálfleik. „Já mitt lið hefur yfirleitt brugðist vel við mótlæti. Við erum ólseigir en ég er fyrst og fremst ósáttir við að menn séu ekki klárir og komi sér í þessa stöðu. Þetta hefur með hluti eins og vinnuframlag að gera." „Menn verða að koma út úr skelinni og vera klárir í slaginn. Þetta eru allt leikmenn sem kunna handbolta en hver leikmaður verður að ná að skila 80-90% af því sem þeir geta skilað." „Það er verkefni okkar allra að vinna saman að því að ná meiru út úr liðinu. Þetta kostar okkur vinnu sem hefst strax í kvöld. Það þýðir ekki að hengja haus. Við vitum að við getum komið til baka úr þessu. Framliðið er gott lið en slakur fyrri hálfleikur kostaði okkur." Vilhelm Gauti Bergsveinsson fékk beint rautt spjald þegar hann virtist fara í hálsinn á Róberti Horstet. „Þeir meta þetta sem rautt spjald og þá er þetta bara rautt spjald, það er ekkert við því að gera. Það er hægt að ræða það fram og til baka hvað er rautt og hvað ekki." Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Framarar eru búnir að finna gírinn í karlahandboltanum en Fram vann fjögurra marka sigur á HK í Safamýrinni í kvöld, 26-22. Framarar hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, tvo þeirra fyrir HM-frí, og eru nú komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með betri úrslit í innbyrðis leikjum gegn ÍR. Stefán Baldvin Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Fram þar af fimm þeirra í fyrri hálfleik. Magnús Erlendsson varði 47 prósent skotanna í markinu. Framarar náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik (15-7) en voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. HK-ingar minnkuðu muninn í tvö mörk, 19-17, þrettán mínútur fyrir leikslok en nær komust þeir ekki og Framarar fögnuðu fjögurra marka sigri. Framarar sýndu hrikalega öfluga vörn í fyrri hálfleik og gestirnir úr Kópavoginum áttu engin svör. Í seinni hálfleiknum náði HK fleiri skotum á markið en þá var Magnús í stuði í markinu. Værukærð heimamanna í upphafi seinni hálfleiks hleypti spennu í leikinn um tíma en sú spenna stóð stutt yfir. HK-ingar áttu ekki nægilega mikið bensín á tanknum og Fram vann sanngjarnan sigur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn og varnarleikinn í fyrri hálfleik. „Mér fannst oft á tíðum vanta upp á vörn og markvörslu hjá okkur fyrir áramót og það er mjög jákvætt hve vel gekk í þeim þáttum í kvöld. Svo varði Maggi verulega vel í seinni hálfleik," sagði Einar. Magnús Erlends: Þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik„Það var mjög ljúft að ná að sigla þessu í land. Mér fannst of mikil værukærð yfir þessu í seinni hálfleik," sagði Magnús Erlendsson, markvörður Fram eftir leikinn en hann átti flotta frammistöðu. „Ég þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik, vörnin var það góð. Við vorum bara í hraðaupphlaupum og svoleiðis. Ég veit ekki hvað þetta var í byrjun seinni hálfleiks, stundum þegar maður fer með gott forskot í hálfleikinn vill þetta gerast. Við fórum að verjast í staðinn fyrir að sækja."„Það er frábært að ná að sigla þessu í land. Það var erfitt fyrir þá að vinna sig inn í leikinn en þeir eru harðir. Robbi (Róbert Aron) og Jói (Jóhann Gunnar) voru ekki að hitta vel í dag."„Við stefnum á að vinna hvern leik og halda okkur uppi í topp fjórum."Kristinn Guðmunds: Ekki nægilega klókir„Við vorum ofboðslega staðir og gatslitnir sóknarlega," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld. „Við gerðum fátt af því sem við ætluðum að gera. Þar af leiðandi gerðum við erfiða brekku að klífa. Við fórum svo langleiðina upp hana í seinni hálfleik en vorum ekki nægilega klókir til að klára þetta." Var hann ánægður með hvernig lið hans brást við mótlætinu í hálfleik. „Já mitt lið hefur yfirleitt brugðist vel við mótlæti. Við erum ólseigir en ég er fyrst og fremst ósáttir við að menn séu ekki klárir og komi sér í þessa stöðu. Þetta hefur með hluti eins og vinnuframlag að gera." „Menn verða að koma út úr skelinni og vera klárir í slaginn. Þetta eru allt leikmenn sem kunna handbolta en hver leikmaður verður að ná að skila 80-90% af því sem þeir geta skilað." „Það er verkefni okkar allra að vinna saman að því að ná meiru út úr liðinu. Þetta kostar okkur vinnu sem hefst strax í kvöld. Það þýðir ekki að hengja haus. Við vitum að við getum komið til baka úr þessu. Framliðið er gott lið en slakur fyrri hálfleikur kostaði okkur." Vilhelm Gauti Bergsveinsson fékk beint rautt spjald þegar hann virtist fara í hálsinn á Róberti Horstet. „Þeir meta þetta sem rautt spjald og þá er þetta bara rautt spjald, það er ekkert við því að gera. Það er hægt að ræða það fram og til baka hvað er rautt og hvað ekki."
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn