Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 26-22 | Fram upp í 3. sætið Elvar Geir Magnússon skrifar 4. febrúar 2013 14:20 Mynd/Stefán Framarar eru búnir að finna gírinn í karlahandboltanum en Fram vann fjögurra marka sigur á HK í Safamýrinni í kvöld, 26-22. Framarar hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, tvo þeirra fyrir HM-frí, og eru nú komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með betri úrslit í innbyrðis leikjum gegn ÍR. Stefán Baldvin Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Fram þar af fimm þeirra í fyrri hálfleik. Magnús Erlendsson varði 47 prósent skotanna í markinu. Framarar náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik (15-7) en voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. HK-ingar minnkuðu muninn í tvö mörk, 19-17, þrettán mínútur fyrir leikslok en nær komust þeir ekki og Framarar fögnuðu fjögurra marka sigri. Framarar sýndu hrikalega öfluga vörn í fyrri hálfleik og gestirnir úr Kópavoginum áttu engin svör. Í seinni hálfleiknum náði HK fleiri skotum á markið en þá var Magnús í stuði í markinu. Værukærð heimamanna í upphafi seinni hálfleiks hleypti spennu í leikinn um tíma en sú spenna stóð stutt yfir. HK-ingar áttu ekki nægilega mikið bensín á tanknum og Fram vann sanngjarnan sigur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn og varnarleikinn í fyrri hálfleik. „Mér fannst oft á tíðum vanta upp á vörn og markvörslu hjá okkur fyrir áramót og það er mjög jákvætt hve vel gekk í þeim þáttum í kvöld. Svo varði Maggi verulega vel í seinni hálfleik," sagði Einar. Magnús Erlends: Þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik„Það var mjög ljúft að ná að sigla þessu í land. Mér fannst of mikil værukærð yfir þessu í seinni hálfleik," sagði Magnús Erlendsson, markvörður Fram eftir leikinn en hann átti flotta frammistöðu. „Ég þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik, vörnin var það góð. Við vorum bara í hraðaupphlaupum og svoleiðis. Ég veit ekki hvað þetta var í byrjun seinni hálfleiks, stundum þegar maður fer með gott forskot í hálfleikinn vill þetta gerast. Við fórum að verjast í staðinn fyrir að sækja."„Það er frábært að ná að sigla þessu í land. Það var erfitt fyrir þá að vinna sig inn í leikinn en þeir eru harðir. Robbi (Róbert Aron) og Jói (Jóhann Gunnar) voru ekki að hitta vel í dag."„Við stefnum á að vinna hvern leik og halda okkur uppi í topp fjórum."Kristinn Guðmunds: Ekki nægilega klókir„Við vorum ofboðslega staðir og gatslitnir sóknarlega," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld. „Við gerðum fátt af því sem við ætluðum að gera. Þar af leiðandi gerðum við erfiða brekku að klífa. Við fórum svo langleiðina upp hana í seinni hálfleik en vorum ekki nægilega klókir til að klára þetta." Var hann ánægður með hvernig lið hans brást við mótlætinu í hálfleik. „Já mitt lið hefur yfirleitt brugðist vel við mótlæti. Við erum ólseigir en ég er fyrst og fremst ósáttir við að menn séu ekki klárir og komi sér í þessa stöðu. Þetta hefur með hluti eins og vinnuframlag að gera." „Menn verða að koma út úr skelinni og vera klárir í slaginn. Þetta eru allt leikmenn sem kunna handbolta en hver leikmaður verður að ná að skila 80-90% af því sem þeir geta skilað." „Það er verkefni okkar allra að vinna saman að því að ná meiru út úr liðinu. Þetta kostar okkur vinnu sem hefst strax í kvöld. Það þýðir ekki að hengja haus. Við vitum að við getum komið til baka úr þessu. Framliðið er gott lið en slakur fyrri hálfleikur kostaði okkur." Vilhelm Gauti Bergsveinsson fékk beint rautt spjald þegar hann virtist fara í hálsinn á Róberti Horstet. „Þeir meta þetta sem rautt spjald og þá er þetta bara rautt spjald, það er ekkert við því að gera. Það er hægt að ræða það fram og til baka hvað er rautt og hvað ekki." Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira
Framarar eru búnir að finna gírinn í karlahandboltanum en Fram vann fjögurra marka sigur á HK í Safamýrinni í kvöld, 26-22. Framarar hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, tvo þeirra fyrir HM-frí, og eru nú komnir upp í þriðja sæti deildarinnar með betri úrslit í innbyrðis leikjum gegn ÍR. Stefán Baldvin Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Fram þar af fimm þeirra í fyrri hálfleik. Magnús Erlendsson varði 47 prósent skotanna í markinu. Framarar náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik (15-7) en voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. HK-ingar minnkuðu muninn í tvö mörk, 19-17, þrettán mínútur fyrir leikslok en nær komust þeir ekki og Framarar fögnuðu fjögurra marka sigri. Framarar sýndu hrikalega öfluga vörn í fyrri hálfleik og gestirnir úr Kópavoginum áttu engin svör. Í seinni hálfleiknum náði HK fleiri skotum á markið en þá var Magnús í stuði í markinu. Værukærð heimamanna í upphafi seinni hálfleiks hleypti spennu í leikinn um tíma en sú spenna stóð stutt yfir. HK-ingar áttu ekki nægilega mikið bensín á tanknum og Fram vann sanngjarnan sigur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn og varnarleikinn í fyrri hálfleik. „Mér fannst oft á tíðum vanta upp á vörn og markvörslu hjá okkur fyrir áramót og það er mjög jákvætt hve vel gekk í þeim þáttum í kvöld. Svo varði Maggi verulega vel í seinni hálfleik," sagði Einar. Magnús Erlends: Þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik„Það var mjög ljúft að ná að sigla þessu í land. Mér fannst of mikil værukærð yfir þessu í seinni hálfleik," sagði Magnús Erlendsson, markvörður Fram eftir leikinn en hann átti flotta frammistöðu. „Ég þurfti ekkert að gera í fyrri hálfleik, vörnin var það góð. Við vorum bara í hraðaupphlaupum og svoleiðis. Ég veit ekki hvað þetta var í byrjun seinni hálfleiks, stundum þegar maður fer með gott forskot í hálfleikinn vill þetta gerast. Við fórum að verjast í staðinn fyrir að sækja."„Það er frábært að ná að sigla þessu í land. Það var erfitt fyrir þá að vinna sig inn í leikinn en þeir eru harðir. Robbi (Róbert Aron) og Jói (Jóhann Gunnar) voru ekki að hitta vel í dag."„Við stefnum á að vinna hvern leik og halda okkur uppi í topp fjórum."Kristinn Guðmunds: Ekki nægilega klókir„Við vorum ofboðslega staðir og gatslitnir sóknarlega," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, eftir leikinn í kvöld. „Við gerðum fátt af því sem við ætluðum að gera. Þar af leiðandi gerðum við erfiða brekku að klífa. Við fórum svo langleiðina upp hana í seinni hálfleik en vorum ekki nægilega klókir til að klára þetta." Var hann ánægður með hvernig lið hans brást við mótlætinu í hálfleik. „Já mitt lið hefur yfirleitt brugðist vel við mótlæti. Við erum ólseigir en ég er fyrst og fremst ósáttir við að menn séu ekki klárir og komi sér í þessa stöðu. Þetta hefur með hluti eins og vinnuframlag að gera." „Menn verða að koma út úr skelinni og vera klárir í slaginn. Þetta eru allt leikmenn sem kunna handbolta en hver leikmaður verður að ná að skila 80-90% af því sem þeir geta skilað." „Það er verkefni okkar allra að vinna saman að því að ná meiru út úr liðinu. Þetta kostar okkur vinnu sem hefst strax í kvöld. Það þýðir ekki að hengja haus. Við vitum að við getum komið til baka úr þessu. Framliðið er gott lið en slakur fyrri hálfleikur kostaði okkur." Vilhelm Gauti Bergsveinsson fékk beint rautt spjald þegar hann virtist fara í hálsinn á Róberti Horstet. „Þeir meta þetta sem rautt spjald og þá er þetta bara rautt spjald, það er ekkert við því að gera. Það er hægt að ræða það fram og til baka hvað er rautt og hvað ekki."
Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira