Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 21-25 | FH náði að hefna Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. febrúar 2013 00:01 FH varð í dag fyrsta liðið til að sigra Hauka í N1 deild karla í handbolta þegar FH vann leik liðanna á Ásvöllum 25-21. FH lagði grunninn að sigrinum í byrjun leiks þegar liðið skoraði sex fyrstu mörk leiksins. Haukar unnu fyrri leik liðanna í deildinni í Kaplakrika með þrettán marka mun og það var ljóst strax í upphafi að það slys ætlaði FH ekki að endurtaka. Liðið lék frábæra vörn og var staðan orðin 6-0 þegar Haukar skoruðu sitt fyrsta mark á 11 mínútu leiksins. FH náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleik, 10-3, en Haukar náðu að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn þegar liðið fór að leika betri vörn og liðið fór að finna Jón Þorbjörn Jóhannsson inni á línunni en FH réð lítið við Jón á löngum köflum í leiknum. Aðeins munaði þremur mörkum í hálfleik, 12-9, og skoruðu Haukar auk þess fyrsta mark seinni hálfleiks og leikurinn því galopinn. Nær komust Haukar ekki því FH svaraði af krafti með góðum leik jafnt í vörn og sókn. FH komst fimm mörkum yfir 22-17 þegar tíu mínútur voru eftir en þá skoruðu Haukar þrjú mörk í röð og staðan 22-20 þegar fjórar mínútur voru eftir. Aftur svaraði FH með góðum varnarleik og þrjú FH mörk í röð gerðu endanlega út um leikinn. Daníel Freyr Andrésson átti góðan leik í marki FH fyrir aftan frábæra vörn liðsins en vörn FH þvingaði mörg skota Hauka framhjá markinu. Ásbjörn Friðriksson lét mikið til sín taka og dró vagninn en margir leikmanna FH áttu mjög góðan leik. Einar Rafn Eiðsson nýtti færin sín mjög vel, Ragnar Jóhannsson fór á kostum á kafla og Magnús Óli Magnússon var mjög drjúgur. Svo má ekki gleyma varnartröllinu unga Ísaki Rafnssyni sem átti frábæran leik í vörninni eins reyndar allt liðið. Fyrir utan Jón Þorbjörn náðu fáir leikmanna Hauka sér á strik. Aron Rafn Eðvarðsson byrjaði á bekknum en varði vel eftir að hann kom inn á í fyrri hálfleik en náði sér ekki á strik eftir hálfleikinn. Sigurbergur Sveinsson átti góða rispu en var of mistækur eins og flestir samherjar hans. Með sigrinum minnkaði FH forystu Hauka á toppi N1 deildarinnar niður í sex stig þegar sjö umferðir eru eftir. Staða Hauka á toppi deildarinnar er því enn góð en liðið má ekki misstíga sig mikið haldi FH áfram að vinna en FH hefur unnið sex leiki í röð í deildinni, liðið tapaði síðast 15. nóvember. Á þessum tíma hefur liðið auk þess unnið bikarleik og báða leiki sína í deildarbikarnum. Alls níu sigrar hjá FH í röð frá því um miðjan nóvember. Einar Andri: Fáum á baukinn ef við höldum að við séum ósigrandi„Þetta var frábær leikur hjá strákunum. Það small allt hjá okkur í dag. Við mættum klárir til leiks og vorum mjög einbeittir. Spennustigið var virkilega gott og mér fannst þetta vera mjög sanngjarnt og sannfærandi allan leikinn," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH eftir leikinn. „Við töluðum ekki mikið um úrslit fyrri leiksins. Við ætluðum bara að spila góðan handbolta. Ef menn eru í einhverjum hefndarhug þá fer það yfirleitt í einhverjar allt aðrar áttir. „Við reynum að spila vel í hverjum leik og ná í sigra. Ef við förum að halda að við séum ósigrandi þá eigum við eftir að fá á baukinn eins og við fengum næstum því í síðustu umferð á móti Aftureldingu. Það er stutt á milli í þessu. „Ég held að það sé algjörlega útilokað að ná Haukum miðað við þeirra spilamennsku í vetur. Við horfum að minnsta kosti ekki á það. Við ætlum að einbeita okkur að því að tryggja sæti í úrslitakeppninni," sagði Einar Andri að lokum um möguleika FH á að ná Haukum á toppi deildarinnar. Aron: Ágætis áminning og gott kjaftshögg að fá„Ég er ósáttur við ósigurinn. Við mættum ekki til leiks hér í dag. Lendum 6-0 undir og það var þannig að það var ekkert í lagi hjá okkur í upphafi leiks. En við náðum að rífa okkur upp eftir þessa slæmu byrjun og koma okkur inn í leikinn. Svo vantaði aðeins meiri markvörslu í byrjun seinni hálfleiks og aðeins meiri karakter og klókindi sóknarlega en það má ekki taka það af FH-ingunum, þeir spiluðu mjög vel í dag," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. „Við vorum gjörsamlega sofandi í byrjun og það gengur ekki upp á móti jafn sterku liði og FH er. FH er með mjög jafna og sterka einstaklinga eins og skytturnar þeirra í dag sem voru mjög öflugar og þá er erfitt við þá að eiga. „Heilt yfir hefði ég viljað sjá betri markvörslu, betri varnarleik og meiri skynsemi í sókninni. Það var í raun allt að. Ég er frekar ósáttur við allt í okkar leik í dag og hugarfarið. Að mæta svona í leik á móti FH. „Menn eru að láta þetta átta stiga forskot á toppnum svæfa sig. Spennustigið var allt of lágt. Ég fann það í upphitun. Menn voru voðalega dofnir og við náðum ekki að rífa okkur upp. Það var ekki fyrr en eftir þetta kjaftshögg í byrjun að menn vöknuðu. „Það er erfitt að þurfa að elta þessi sex mörk í byrjun en menn lögðu sig fram og börðust og reyndu að vinna leikinn. Það er ánægjulegt en það er þessi undirbúningur fyrir leikinn sem er ekki í lagi. „Ef við höldum svona eftir áramót þá verður þetta mjög erfitt en við sýndum það fyrir áramót og við höfum sýnt það áður að þegar menn eru virkilega einbeittir og vinna vel utan vallar þá erum við stöðugir og öflugir. Þetta var ágætis áminning og gott kjaftshögg að fá. Nú þurfum við að rífa okkur upp," sagði Aron að lokum. Ásbjörn: Hefðum getað skorað ennþá meira„Við vorum ekki sérstaklega í hefndar hug heldur vorum við meira að sanna fyrir okkur sjálfum, áhorfendum og þeim sem standa að félaginu hvað við getum með því að mæta klárir og leika góðan leik og sjá hvað það skilar okkur. Þegar við spilum eins vel og við getum skilar það yfirleitt sigri og það gerðist í dag,“ sagði Ásbjörn Friðriksson leikstjórnandi FH en fyrsti leikur hans með FH á nýjan leik var í fyrri leik liðanna á Kaplakrika þar sem Haukar höfðu betur. „Það er gott þegar við erum svona þéttir og náum upp varnarleiknum. Við vitum að við erum með frábæran markmann. Hann lokar stundum heilu æfingarnar og það er fínt þegar hann nær því í leikjum líka. „Þegar þetta fór niður í tvö, þrjú, þá náum við að skora og vera skynsamir. Þá spilum við það sem okkur fannst þægilegt. Þegar við klúðruðum sóknum þá var það meira okkar feilar en þeir væru að gera vel. Við héldum áfram okkar taktík og það skilaði sér í opnum færum trekk í trekk. Við hefðum getað skorað ennþá meira. „Við erum á útivelli á móti toppliðinu og maður getur ekki verið það hrokafullur að halda að þetta sé í hendi sér. Forystan virkaði þægileg þar sem við náðum alltaf að skora en um leið og maður klikkar þá lítur þetta ekki eins vel út. „Þegar það skipti máli þá náðum við góðri markvörslu og spiluðum góða vörn en ég hefði viljað fá í þessum tveimur síðustu leikjum fleiri hraðaupphlaup. Við höfum staðið vörnina vel og þurfum þá að fá hrein hraðaupphlaup. Það er eitthvað sem við getum bætt og nokkur smá atriði sóknar- og varnarlega sem við þurfum að halda áfram að bæta,“ sagði Ásbjörn. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
FH varð í dag fyrsta liðið til að sigra Hauka í N1 deild karla í handbolta þegar FH vann leik liðanna á Ásvöllum 25-21. FH lagði grunninn að sigrinum í byrjun leiks þegar liðið skoraði sex fyrstu mörk leiksins. Haukar unnu fyrri leik liðanna í deildinni í Kaplakrika með þrettán marka mun og það var ljóst strax í upphafi að það slys ætlaði FH ekki að endurtaka. Liðið lék frábæra vörn og var staðan orðin 6-0 þegar Haukar skoruðu sitt fyrsta mark á 11 mínútu leiksins. FH náði mest sjö marka forystu í fyrri hálfleik, 10-3, en Haukar náðu að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn þegar liðið fór að leika betri vörn og liðið fór að finna Jón Þorbjörn Jóhannsson inni á línunni en FH réð lítið við Jón á löngum köflum í leiknum. Aðeins munaði þremur mörkum í hálfleik, 12-9, og skoruðu Haukar auk þess fyrsta mark seinni hálfleiks og leikurinn því galopinn. Nær komust Haukar ekki því FH svaraði af krafti með góðum leik jafnt í vörn og sókn. FH komst fimm mörkum yfir 22-17 þegar tíu mínútur voru eftir en þá skoruðu Haukar þrjú mörk í röð og staðan 22-20 þegar fjórar mínútur voru eftir. Aftur svaraði FH með góðum varnarleik og þrjú FH mörk í röð gerðu endanlega út um leikinn. Daníel Freyr Andrésson átti góðan leik í marki FH fyrir aftan frábæra vörn liðsins en vörn FH þvingaði mörg skota Hauka framhjá markinu. Ásbjörn Friðriksson lét mikið til sín taka og dró vagninn en margir leikmanna FH áttu mjög góðan leik. Einar Rafn Eiðsson nýtti færin sín mjög vel, Ragnar Jóhannsson fór á kostum á kafla og Magnús Óli Magnússon var mjög drjúgur. Svo má ekki gleyma varnartröllinu unga Ísaki Rafnssyni sem átti frábæran leik í vörninni eins reyndar allt liðið. Fyrir utan Jón Þorbjörn náðu fáir leikmanna Hauka sér á strik. Aron Rafn Eðvarðsson byrjaði á bekknum en varði vel eftir að hann kom inn á í fyrri hálfleik en náði sér ekki á strik eftir hálfleikinn. Sigurbergur Sveinsson átti góða rispu en var of mistækur eins og flestir samherjar hans. Með sigrinum minnkaði FH forystu Hauka á toppi N1 deildarinnar niður í sex stig þegar sjö umferðir eru eftir. Staða Hauka á toppi deildarinnar er því enn góð en liðið má ekki misstíga sig mikið haldi FH áfram að vinna en FH hefur unnið sex leiki í röð í deildinni, liðið tapaði síðast 15. nóvember. Á þessum tíma hefur liðið auk þess unnið bikarleik og báða leiki sína í deildarbikarnum. Alls níu sigrar hjá FH í röð frá því um miðjan nóvember. Einar Andri: Fáum á baukinn ef við höldum að við séum ósigrandi„Þetta var frábær leikur hjá strákunum. Það small allt hjá okkur í dag. Við mættum klárir til leiks og vorum mjög einbeittir. Spennustigið var virkilega gott og mér fannst þetta vera mjög sanngjarnt og sannfærandi allan leikinn," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH eftir leikinn. „Við töluðum ekki mikið um úrslit fyrri leiksins. Við ætluðum bara að spila góðan handbolta. Ef menn eru í einhverjum hefndarhug þá fer það yfirleitt í einhverjar allt aðrar áttir. „Við reynum að spila vel í hverjum leik og ná í sigra. Ef við förum að halda að við séum ósigrandi þá eigum við eftir að fá á baukinn eins og við fengum næstum því í síðustu umferð á móti Aftureldingu. Það er stutt á milli í þessu. „Ég held að það sé algjörlega útilokað að ná Haukum miðað við þeirra spilamennsku í vetur. Við horfum að minnsta kosti ekki á það. Við ætlum að einbeita okkur að því að tryggja sæti í úrslitakeppninni," sagði Einar Andri að lokum um möguleika FH á að ná Haukum á toppi deildarinnar. Aron: Ágætis áminning og gott kjaftshögg að fá„Ég er ósáttur við ósigurinn. Við mættum ekki til leiks hér í dag. Lendum 6-0 undir og það var þannig að það var ekkert í lagi hjá okkur í upphafi leiks. En við náðum að rífa okkur upp eftir þessa slæmu byrjun og koma okkur inn í leikinn. Svo vantaði aðeins meiri markvörslu í byrjun seinni hálfleiks og aðeins meiri karakter og klókindi sóknarlega en það má ekki taka það af FH-ingunum, þeir spiluðu mjög vel í dag," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. „Við vorum gjörsamlega sofandi í byrjun og það gengur ekki upp á móti jafn sterku liði og FH er. FH er með mjög jafna og sterka einstaklinga eins og skytturnar þeirra í dag sem voru mjög öflugar og þá er erfitt við þá að eiga. „Heilt yfir hefði ég viljað sjá betri markvörslu, betri varnarleik og meiri skynsemi í sókninni. Það var í raun allt að. Ég er frekar ósáttur við allt í okkar leik í dag og hugarfarið. Að mæta svona í leik á móti FH. „Menn eru að láta þetta átta stiga forskot á toppnum svæfa sig. Spennustigið var allt of lágt. Ég fann það í upphitun. Menn voru voðalega dofnir og við náðum ekki að rífa okkur upp. Það var ekki fyrr en eftir þetta kjaftshögg í byrjun að menn vöknuðu. „Það er erfitt að þurfa að elta þessi sex mörk í byrjun en menn lögðu sig fram og börðust og reyndu að vinna leikinn. Það er ánægjulegt en það er þessi undirbúningur fyrir leikinn sem er ekki í lagi. „Ef við höldum svona eftir áramót þá verður þetta mjög erfitt en við sýndum það fyrir áramót og við höfum sýnt það áður að þegar menn eru virkilega einbeittir og vinna vel utan vallar þá erum við stöðugir og öflugir. Þetta var ágætis áminning og gott kjaftshögg að fá. Nú þurfum við að rífa okkur upp," sagði Aron að lokum. Ásbjörn: Hefðum getað skorað ennþá meira„Við vorum ekki sérstaklega í hefndar hug heldur vorum við meira að sanna fyrir okkur sjálfum, áhorfendum og þeim sem standa að félaginu hvað við getum með því að mæta klárir og leika góðan leik og sjá hvað það skilar okkur. Þegar við spilum eins vel og við getum skilar það yfirleitt sigri og það gerðist í dag,“ sagði Ásbjörn Friðriksson leikstjórnandi FH en fyrsti leikur hans með FH á nýjan leik var í fyrri leik liðanna á Kaplakrika þar sem Haukar höfðu betur. „Það er gott þegar við erum svona þéttir og náum upp varnarleiknum. Við vitum að við erum með frábæran markmann. Hann lokar stundum heilu æfingarnar og það er fínt þegar hann nær því í leikjum líka. „Þegar þetta fór niður í tvö, þrjú, þá náum við að skora og vera skynsamir. Þá spilum við það sem okkur fannst þægilegt. Þegar við klúðruðum sóknum þá var það meira okkar feilar en þeir væru að gera vel. Við héldum áfram okkar taktík og það skilaði sér í opnum færum trekk í trekk. Við hefðum getað skorað ennþá meira. „Við erum á útivelli á móti toppliðinu og maður getur ekki verið það hrokafullur að halda að þetta sé í hendi sér. Forystan virkaði þægileg þar sem við náðum alltaf að skora en um leið og maður klikkar þá lítur þetta ekki eins vel út. „Þegar það skipti máli þá náðum við góðri markvörslu og spiluðum góða vörn en ég hefði viljað fá í þessum tveimur síðustu leikjum fleiri hraðaupphlaup. Við höfum staðið vörnina vel og þurfum þá að fá hrein hraðaupphlaup. Það er eitthvað sem við getum bætt og nokkur smá atriði sóknar- og varnarlega sem við þurfum að halda áfram að bæta,“ sagði Ásbjörn.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira