Í lífshættu eftir slys á X Games Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2013 10:15 Caleb Moore liggur hér í brekkunni eftir að hafa fengið sleðann yfir sig. Mynd/AP Þrír keppendur, þar af tveir bræður, slösuðust í snjósleðakeppnum á X Games-leikunum í Bandaríkjunum um helgina. Annar bróðurinn, Caleb Moore, er í lífshættu. Moore, sem er 25 ára gamall, lenti illa eftir stökk á fimmtudaginn. Hann lenti harkalega með andlitið í snjóinn og fékk svo sleðann yfir sig. Í fyrstu virtist hann ekki hafa slasast illa þar sem að hann gat gengið í burtu. Hann var fluttur upp á sjúkrahús þar sem hann var greindur með heilahristing. En stuttu síðar blæddi inn á hjarta Moore og sagði fjölskylda hans að höfuðmeiðsli hans væru verri en í fyrstu var talið. Og nú segir afi hans, Charles Moore, að líðan hans sé slæm. „Batahorfur eru alls ekki góðar. Ég er nánast viss um að hann muni ekki hafa það af," hafði AP-fréttastofan eftir Moore. Talsmaður fjölskyldunnar vildi ekki tjá sig um líðan Caleb í yfirlýsingu í gær, en þakkaði bataóskir og kveðjur. Colten Moore, yngri bróðir Caleb, slasaðist einnig illa á mjöðm í keppninni um helgina. Þá átti sér stað atvik á sunnudag þar sem að snjósleðakappi lenti illa en eftir stökkið festist bensíngjöfin í sleðanum sem ók mannlaus inn í hóp áhorfenda. Forráðamenn X Games-leikanna segjast gera eins miklar öryggisráðstafanir og mögulegt er en að slysahættan sé og muni ávallt vera til staðar. „Á X Games eru mestu öfgahliðar íþróttarinnar okkar til sýnis," sagði Tucker Hibbert, margfaldur sigurvegari í snjósleðakeppnum á X Games. Fleiri slys hafa átt sér stað á X Games og í fleiri greinum en í snjósleðakeppnum. Snjóbrettakappinn Halldór Helgason frá Akureyri fékk heilahristing eftir slæma lendingu í Big Air-stökkkeppninni á aðfaranótt laugardags. Hann var fluttur á sjúkrahús og þarf að taka því rólega næstu tvær vikurnar. Íþróttir Tengdar fréttir Halldór komst ekki áfram Halldór Helgason keppti á X Games-leikunum í Aspen í Bandaríkjunum í kvöld. Hann komst ekki áfram í úrslit í Slopestyle-snjóbrettakeppninni. 24. janúar 2013 21:20 Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór: Meiðsli hluti af íþróttinni Halldór Helgason snjóbrettakappi segist ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir að hafa fengið þungt höfuðhögg í keppni á X Games-leikunum um helgina. 29. janúar 2013 09:28 "Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður" Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar sem , segir son sinn þurfa að taka því rólega næsta hálfa mánuðinn. Hann hafi fengið heilahristing en ekkert hafi brotnað. 27. janúar 2013 11:26 Shaun White vann sögulegan sigur Shaun White vann sinn sjötta sigur í röð í Superpipe-snjóbrettakeppninni á X Games-leikunum í Colorado í Bandaríkjunum. 28. janúar 2013 19:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Sjá meira
Þrír keppendur, þar af tveir bræður, slösuðust í snjósleðakeppnum á X Games-leikunum í Bandaríkjunum um helgina. Annar bróðurinn, Caleb Moore, er í lífshættu. Moore, sem er 25 ára gamall, lenti illa eftir stökk á fimmtudaginn. Hann lenti harkalega með andlitið í snjóinn og fékk svo sleðann yfir sig. Í fyrstu virtist hann ekki hafa slasast illa þar sem að hann gat gengið í burtu. Hann var fluttur upp á sjúkrahús þar sem hann var greindur með heilahristing. En stuttu síðar blæddi inn á hjarta Moore og sagði fjölskylda hans að höfuðmeiðsli hans væru verri en í fyrstu var talið. Og nú segir afi hans, Charles Moore, að líðan hans sé slæm. „Batahorfur eru alls ekki góðar. Ég er nánast viss um að hann muni ekki hafa það af," hafði AP-fréttastofan eftir Moore. Talsmaður fjölskyldunnar vildi ekki tjá sig um líðan Caleb í yfirlýsingu í gær, en þakkaði bataóskir og kveðjur. Colten Moore, yngri bróðir Caleb, slasaðist einnig illa á mjöðm í keppninni um helgina. Þá átti sér stað atvik á sunnudag þar sem að snjósleðakappi lenti illa en eftir stökkið festist bensíngjöfin í sleðanum sem ók mannlaus inn í hóp áhorfenda. Forráðamenn X Games-leikanna segjast gera eins miklar öryggisráðstafanir og mögulegt er en að slysahættan sé og muni ávallt vera til staðar. „Á X Games eru mestu öfgahliðar íþróttarinnar okkar til sýnis," sagði Tucker Hibbert, margfaldur sigurvegari í snjósleðakeppnum á X Games. Fleiri slys hafa átt sér stað á X Games og í fleiri greinum en í snjósleðakeppnum. Snjóbrettakappinn Halldór Helgason frá Akureyri fékk heilahristing eftir slæma lendingu í Big Air-stökkkeppninni á aðfaranótt laugardags. Hann var fluttur á sjúkrahús og þarf að taka því rólega næstu tvær vikurnar.
Íþróttir Tengdar fréttir Halldór komst ekki áfram Halldór Helgason keppti á X Games-leikunum í Aspen í Bandaríkjunum í kvöld. Hann komst ekki áfram í úrslit í Slopestyle-snjóbrettakeppninni. 24. janúar 2013 21:20 Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór: Meiðsli hluti af íþróttinni Halldór Helgason snjóbrettakappi segist ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir að hafa fengið þungt höfuðhögg í keppni á X Games-leikunum um helgina. 29. janúar 2013 09:28 "Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður" Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar sem , segir son sinn þurfa að taka því rólega næsta hálfa mánuðinn. Hann hafi fengið heilahristing en ekkert hafi brotnað. 27. janúar 2013 11:26 Shaun White vann sögulegan sigur Shaun White vann sinn sjötta sigur í röð í Superpipe-snjóbrettakeppninni á X Games-leikunum í Colorado í Bandaríkjunum. 28. janúar 2013 19:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Sjá meira
Halldór komst ekki áfram Halldór Helgason keppti á X Games-leikunum í Aspen í Bandaríkjunum í kvöld. Hann komst ekki áfram í úrslit í Slopestyle-snjóbrettakeppninni. 24. janúar 2013 21:20
Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53
Halldór: Meiðsli hluti af íþróttinni Halldór Helgason snjóbrettakappi segist ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir að hafa fengið þungt höfuðhögg í keppni á X Games-leikunum um helgina. 29. janúar 2013 09:28
"Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður" Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar sem , segir son sinn þurfa að taka því rólega næsta hálfa mánuðinn. Hann hafi fengið heilahristing en ekkert hafi brotnað. 27. janúar 2013 11:26
Shaun White vann sögulegan sigur Shaun White vann sinn sjötta sigur í röð í Superpipe-snjóbrettakeppninni á X Games-leikunum í Colorado í Bandaríkjunum. 28. janúar 2013 19:00