Í lífshættu eftir slys á X Games Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2013 10:15 Caleb Moore liggur hér í brekkunni eftir að hafa fengið sleðann yfir sig. Mynd/AP Þrír keppendur, þar af tveir bræður, slösuðust í snjósleðakeppnum á X Games-leikunum í Bandaríkjunum um helgina. Annar bróðurinn, Caleb Moore, er í lífshættu. Moore, sem er 25 ára gamall, lenti illa eftir stökk á fimmtudaginn. Hann lenti harkalega með andlitið í snjóinn og fékk svo sleðann yfir sig. Í fyrstu virtist hann ekki hafa slasast illa þar sem að hann gat gengið í burtu. Hann var fluttur upp á sjúkrahús þar sem hann var greindur með heilahristing. En stuttu síðar blæddi inn á hjarta Moore og sagði fjölskylda hans að höfuðmeiðsli hans væru verri en í fyrstu var talið. Og nú segir afi hans, Charles Moore, að líðan hans sé slæm. „Batahorfur eru alls ekki góðar. Ég er nánast viss um að hann muni ekki hafa það af," hafði AP-fréttastofan eftir Moore. Talsmaður fjölskyldunnar vildi ekki tjá sig um líðan Caleb í yfirlýsingu í gær, en þakkaði bataóskir og kveðjur. Colten Moore, yngri bróðir Caleb, slasaðist einnig illa á mjöðm í keppninni um helgina. Þá átti sér stað atvik á sunnudag þar sem að snjósleðakappi lenti illa en eftir stökkið festist bensíngjöfin í sleðanum sem ók mannlaus inn í hóp áhorfenda. Forráðamenn X Games-leikanna segjast gera eins miklar öryggisráðstafanir og mögulegt er en að slysahættan sé og muni ávallt vera til staðar. „Á X Games eru mestu öfgahliðar íþróttarinnar okkar til sýnis," sagði Tucker Hibbert, margfaldur sigurvegari í snjósleðakeppnum á X Games. Fleiri slys hafa átt sér stað á X Games og í fleiri greinum en í snjósleðakeppnum. Snjóbrettakappinn Halldór Helgason frá Akureyri fékk heilahristing eftir slæma lendingu í Big Air-stökkkeppninni á aðfaranótt laugardags. Hann var fluttur á sjúkrahús og þarf að taka því rólega næstu tvær vikurnar. Íþróttir Tengdar fréttir Halldór komst ekki áfram Halldór Helgason keppti á X Games-leikunum í Aspen í Bandaríkjunum í kvöld. Hann komst ekki áfram í úrslit í Slopestyle-snjóbrettakeppninni. 24. janúar 2013 21:20 Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór: Meiðsli hluti af íþróttinni Halldór Helgason snjóbrettakappi segist ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir að hafa fengið þungt höfuðhögg í keppni á X Games-leikunum um helgina. 29. janúar 2013 09:28 "Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður" Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar sem , segir son sinn þurfa að taka því rólega næsta hálfa mánuðinn. Hann hafi fengið heilahristing en ekkert hafi brotnað. 27. janúar 2013 11:26 Shaun White vann sögulegan sigur Shaun White vann sinn sjötta sigur í röð í Superpipe-snjóbrettakeppninni á X Games-leikunum í Colorado í Bandaríkjunum. 28. janúar 2013 19:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Sjá meira
Þrír keppendur, þar af tveir bræður, slösuðust í snjósleðakeppnum á X Games-leikunum í Bandaríkjunum um helgina. Annar bróðurinn, Caleb Moore, er í lífshættu. Moore, sem er 25 ára gamall, lenti illa eftir stökk á fimmtudaginn. Hann lenti harkalega með andlitið í snjóinn og fékk svo sleðann yfir sig. Í fyrstu virtist hann ekki hafa slasast illa þar sem að hann gat gengið í burtu. Hann var fluttur upp á sjúkrahús þar sem hann var greindur með heilahristing. En stuttu síðar blæddi inn á hjarta Moore og sagði fjölskylda hans að höfuðmeiðsli hans væru verri en í fyrstu var talið. Og nú segir afi hans, Charles Moore, að líðan hans sé slæm. „Batahorfur eru alls ekki góðar. Ég er nánast viss um að hann muni ekki hafa það af," hafði AP-fréttastofan eftir Moore. Talsmaður fjölskyldunnar vildi ekki tjá sig um líðan Caleb í yfirlýsingu í gær, en þakkaði bataóskir og kveðjur. Colten Moore, yngri bróðir Caleb, slasaðist einnig illa á mjöðm í keppninni um helgina. Þá átti sér stað atvik á sunnudag þar sem að snjósleðakappi lenti illa en eftir stökkið festist bensíngjöfin í sleðanum sem ók mannlaus inn í hóp áhorfenda. Forráðamenn X Games-leikanna segjast gera eins miklar öryggisráðstafanir og mögulegt er en að slysahættan sé og muni ávallt vera til staðar. „Á X Games eru mestu öfgahliðar íþróttarinnar okkar til sýnis," sagði Tucker Hibbert, margfaldur sigurvegari í snjósleðakeppnum á X Games. Fleiri slys hafa átt sér stað á X Games og í fleiri greinum en í snjósleðakeppnum. Snjóbrettakappinn Halldór Helgason frá Akureyri fékk heilahristing eftir slæma lendingu í Big Air-stökkkeppninni á aðfaranótt laugardags. Hann var fluttur á sjúkrahús og þarf að taka því rólega næstu tvær vikurnar.
Íþróttir Tengdar fréttir Halldór komst ekki áfram Halldór Helgason keppti á X Games-leikunum í Aspen í Bandaríkjunum í kvöld. Hann komst ekki áfram í úrslit í Slopestyle-snjóbrettakeppninni. 24. janúar 2013 21:20 Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Halldór: Meiðsli hluti af íþróttinni Halldór Helgason snjóbrettakappi segist ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir að hafa fengið þungt höfuðhögg í keppni á X Games-leikunum um helgina. 29. janúar 2013 09:28 "Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður" Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar sem , segir son sinn þurfa að taka því rólega næsta hálfa mánuðinn. Hann hafi fengið heilahristing en ekkert hafi brotnað. 27. janúar 2013 11:26 Shaun White vann sögulegan sigur Shaun White vann sinn sjötta sigur í röð í Superpipe-snjóbrettakeppninni á X Games-leikunum í Colorado í Bandaríkjunum. 28. janúar 2013 19:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Sjá meira
Halldór komst ekki áfram Halldór Helgason keppti á X Games-leikunum í Aspen í Bandaríkjunum í kvöld. Hann komst ekki áfram í úrslit í Slopestyle-snjóbrettakeppninni. 24. janúar 2013 21:20
Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53
Halldór: Meiðsli hluti af íþróttinni Halldór Helgason snjóbrettakappi segist ekki ætla að slá slöku við þrátt fyrir að hafa fengið þungt höfuðhögg í keppni á X Games-leikunum um helgina. 29. janúar 2013 09:28
"Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður" Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar sem , segir son sinn þurfa að taka því rólega næsta hálfa mánuðinn. Hann hafi fengið heilahristing en ekkert hafi brotnað. 27. janúar 2013 11:26
Shaun White vann sögulegan sigur Shaun White vann sinn sjötta sigur í röð í Superpipe-snjóbrettakeppninni á X Games-leikunum í Colorado í Bandaríkjunum. 28. janúar 2013 19:00