Haukarkonur fyrstar til að vinna Keflavík - öll úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2013 18:22 Auður Ólafsdóttir. Mynd/Stefán Haukakonur komu mikið á óvart með því að vinna tólf stiga sigur á toppliði Keflavíkur, 73-61, í 15. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag en þetta var fyrsta tap Keflavíkur á tímabilinu. Þrjú efstu lið deildarinnar töpuðu í fyrstu umferðinni eftir jólafrí og það var því nóg af óvæntum úrslitum í leikjum dagsins enda hafði Keflavíkurliðið unnið fjórtán fyrstu deildarleiki sína í vetur. Haukar byrjuðu leikinn mjög vel á móti Keflavík og komust í 22-14 eftir fyrsta leikhlutann. Keflavíkurkonur náðu að vinna sig inn í leikinn og voru 48-45 yfir fyrir lokaleikhlutann. Þá fór Haukaliðið aftur í gang og tryggði sér tólf stiga sigur með því að vinna fjórða leikhlutann 28-13. Siarre Evans var með 34 stig og 14 fráköst fyrir Hauka en enginn annar leikmaður liðsins náði að brjóta tíu stiga múrinn. Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Auður Ólafsdóttir skoruðu báðar níu stig. Birna Valgarðsdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 19 stig auk þess að taka 10 fráköst en Keflavíkurliðið lék án hinnar 16 ára gömlu Söru Rúnar Hinriksdóttur. Það voru fleiri óvænt úrslit því Grindavík vann 67-56 sigur á KR en KR-konur voru í þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn. Petrúnella Skúladóttir skoraði 22 stig fyrir Grindavík í þessum leik en KR-liðið var ekki með bandarískan leikmann í þessum leik. Það dugði ekki KR að þær Sigrún Ámundadóttir (20 stig og 16 fráköst) og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir (13 stig og 19 fráköst) voru báðar með flottar tvennur. Fyrr í dag hafi Valur unnið Snæfell og því töpuðu þrjú efstu lið deildarinnar leikjum sínum í dag.Öll úrslitin í Dominosdeild kvenna í dag:Grindavík-KR 67-56 (15-13, 21-11, 17-16, 14-16)Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 22/11 fráköst/6 stolnir, Crystal Smith 16/4 fráköst/5 stolnir, Helga Rut Hallgrímsdóttir 10/10 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 7/8 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 4, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 4, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2.KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/16 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/19 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 12, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 5/5 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Rannveig Ólafsdóttir 2.Keflavík-Haukar 61-73 (14-22, 15-11, 19-12, 13-28)Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 19/10 fráköst, Jessica Ann Jenkins 11/9 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 9/5 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 8/6 fráköst/4 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 7/5 fráköst .Haukar: Siarre Evans 34/14 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 9, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 8/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/8 fráköst/4 varin skot.Njarðvík-Fjölnir 87-85 (17-22, 12-22, 29-20, 29-21)Njarðvík: Lele Hardy 46/18 fráköst/8 stoðsendingar, Svava Ósk Stefánsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Eyrún Líf Sigurðardóttir 11, Ína María Einarsdóttir 9, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2.Fjölnir: Britney Jones 29/8 fráköst/11 stoðsendingar, Bergdís Ragnarsdóttir 19/11 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 14/8 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 14/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 5/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4/5 fráköst.Snæfell-Valur 64-81 (14-24, 18-15, 14-24, 18-18)Snæfell: Hildur Björg Kjartansdóttir 22/12 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 14/4 fráköst/3 varin skot, Kieraah Marlow 12/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 5/8 stoðsendingar, Silja Katrín Davíðsdóttir 2, Berglind Gunnarsdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 2.Valur: Jaleesa Butler 18/19 fráköst/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 16, Guðbjörg Sverrisdóttir 16, Þórunn Bjarnadóttir 8, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 6, Ragnheiður Benónísdóttir 6, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3/4 fráköst, María Björnsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Haukakonur komu mikið á óvart með því að vinna tólf stiga sigur á toppliði Keflavíkur, 73-61, í 15. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í dag en þetta var fyrsta tap Keflavíkur á tímabilinu. Þrjú efstu lið deildarinnar töpuðu í fyrstu umferðinni eftir jólafrí og það var því nóg af óvæntum úrslitum í leikjum dagsins enda hafði Keflavíkurliðið unnið fjórtán fyrstu deildarleiki sína í vetur. Haukar byrjuðu leikinn mjög vel á móti Keflavík og komust í 22-14 eftir fyrsta leikhlutann. Keflavíkurkonur náðu að vinna sig inn í leikinn og voru 48-45 yfir fyrir lokaleikhlutann. Þá fór Haukaliðið aftur í gang og tryggði sér tólf stiga sigur með því að vinna fjórða leikhlutann 28-13. Siarre Evans var með 34 stig og 14 fráköst fyrir Hauka en enginn annar leikmaður liðsins náði að brjóta tíu stiga múrinn. Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Auður Ólafsdóttir skoruðu báðar níu stig. Birna Valgarðsdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 19 stig auk þess að taka 10 fráköst en Keflavíkurliðið lék án hinnar 16 ára gömlu Söru Rúnar Hinriksdóttur. Það voru fleiri óvænt úrslit því Grindavík vann 67-56 sigur á KR en KR-konur voru í þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn. Petrúnella Skúladóttir skoraði 22 stig fyrir Grindavík í þessum leik en KR-liðið var ekki með bandarískan leikmann í þessum leik. Það dugði ekki KR að þær Sigrún Ámundadóttir (20 stig og 16 fráköst) og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir (13 stig og 19 fráköst) voru báðar með flottar tvennur. Fyrr í dag hafi Valur unnið Snæfell og því töpuðu þrjú efstu lið deildarinnar leikjum sínum í dag.Öll úrslitin í Dominosdeild kvenna í dag:Grindavík-KR 67-56 (15-13, 21-11, 17-16, 14-16)Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 22/11 fráköst/6 stolnir, Crystal Smith 16/4 fráköst/5 stolnir, Helga Rut Hallgrímsdóttir 10/10 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 7/8 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 4, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 4, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2.KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 20/16 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/19 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 12, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 5/5 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Rannveig Ólafsdóttir 2.Keflavík-Haukar 61-73 (14-22, 15-11, 19-12, 13-28)Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 19/10 fráköst, Jessica Ann Jenkins 11/9 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 9/5 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 8/6 fráköst/4 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 7/5 fráköst .Haukar: Siarre Evans 34/14 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 9, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 8/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6/5 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/8 fráköst/4 varin skot.Njarðvík-Fjölnir 87-85 (17-22, 12-22, 29-20, 29-21)Njarðvík: Lele Hardy 46/18 fráköst/8 stoðsendingar, Svava Ósk Stefánsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Eyrún Líf Sigurðardóttir 11, Ína María Einarsdóttir 9, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2.Fjölnir: Britney Jones 29/8 fráköst/11 stoðsendingar, Bergdís Ragnarsdóttir 19/11 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 14/8 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 14/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 5/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4/5 fráköst.Snæfell-Valur 64-81 (14-24, 18-15, 14-24, 18-18)Snæfell: Hildur Björg Kjartansdóttir 22/12 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 14/4 fráköst/3 varin skot, Kieraah Marlow 12/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 5/8 stoðsendingar, Silja Katrín Davíðsdóttir 2, Berglind Gunnarsdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 2.Valur: Jaleesa Butler 18/19 fráköst/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 16, Guðbjörg Sverrisdóttir 16, Þórunn Bjarnadóttir 8, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 6, Ragnheiður Benónísdóttir 6, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 3/4 fráköst, María Björnsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira