Þátturinn sem allir horfa á 29. desember 2012 08:00 Áramótaskaupið í Hálsaskógi Þetta er fyndnasta skaup sem ég hef gert," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Áramótaskaupsins 2012. Gunnar hefur leikstýrt fjórum skaupum í röð og segir stressið í kringum þennan vinsæla skemmtiþátt minnka með hverju árinu. Hann tekur þó ekki í mál að upplýsa hvort Gangnam Style-atriði sé að finna í skaupinu, en miklar vangaveltur hafa verið um það undanfarið. Eins og svo margir á Gunnar sín uppáhalds áramótaskaup. „Spaugstofuskaupið frá 1985 er helvíti gott. Og skaupið þar á eftir líka. Ég held mikið upp á þessi tvö. Svo voru skaupin hans Óskars Jónassonar alveg frábær." Leikstjórinn geðþekki er ekki með neinar sérstakar venjur þegar kemur að sýningu skaupsins á gamlárskvöld. „Ég reyni bara að sýna þjónustulund við þá sem eru að horfa. Sæki konfekt og svona, svo þeir geti horft án þess að vera truflaðir." En hvað segja íslenskir spéfuglar um áramótaskaup fortíðar? „Besta skaup sem hefur verið gert er Áramótaskaupið 2006," segir Steindi Jr., en amma hans tók hvert einasta áramótaskaup upp á myndband og horfði Steindi á þau ítrekað á sínum yngri árum. „Skaupið 2006 var bara þrælfyndið og lokaatriðið, sem var tónlistaratriði með Þorsteini Guðmundssyni, var svo sturlað að maður skokkaði í partíið brosandi." „Skaupin 1984 og 1994 voru rosa fyndin. Ég man annars ekki neitt. Ég sé þetta einu sinni og svo rennur allt saman í graut," segir Helga Braga, en hún hefur ekki tölu á því hversu oft hún hefur leikið í Áramótaskaupinu. „Ég hef reyndar oft verið erlendis á áramótum og misst af skaupinu, en ef ég er á landinu horfi ég að sjálfsögðu alltaf." „Ég á erfitt með að velja uppáhaldsskaup, en atriðið sem mér þykir vænst um er atriðið þegar Magnús og Eyjólfur urðu til," segir Örn Árnason, en hann hefur komið að skaupinu með ýmsum hætti í fjöldamörg skipti. „Það var árið 1985, í fyrsta skaupinu sem við í Spaugstofunni gerðum." Oftast hefur það komið í hlut Arnar að leika Davíð Oddsson í skaupinu, og það er nær óhugsandi að ímynda sér annan leikara í hlutverkinu, en þó hefur það gerst nokkrum sinnum. „Laddi, Jóhann Sigurðarson og Magnús Ólafsson hafa allir tekið hann. Davíð finnst ég samt bestur," segir Örn hlæjandi og tekur undir með forsætisráðherranum fyrrverandi. „Þeir eru alveg skelfilegir." „Mitt uppáhald er skaupið 1985. Það er svo fjölbreytt og hratt og þarna eru þeir Spaugstofumenn alveg upp á sitt besta," segir Ari Eldjárn, en hann hefur verið meðhöfundur skaupsins í þrígang. „Þetta skaup var á fyrstu vídeóspólunni sem til var á heimilinu og því horfði ég mjög oft á þetta sem barn. Ég skildi auðvitað ekki pólitísku brandarana en það er eitthvað fyrir alla í þessu skaupi. Laddi er þarna líka og hann er alveg ótrúlega góður, Edda Heiðrún Backman, Tinna Gunnlaugs og fullt af liði. Þau eru svo ung og fersk þarna og að springa úr hugmyndum." Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þetta er fyndnasta skaup sem ég hef gert," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Áramótaskaupsins 2012. Gunnar hefur leikstýrt fjórum skaupum í röð og segir stressið í kringum þennan vinsæla skemmtiþátt minnka með hverju árinu. Hann tekur þó ekki í mál að upplýsa hvort Gangnam Style-atriði sé að finna í skaupinu, en miklar vangaveltur hafa verið um það undanfarið. Eins og svo margir á Gunnar sín uppáhalds áramótaskaup. „Spaugstofuskaupið frá 1985 er helvíti gott. Og skaupið þar á eftir líka. Ég held mikið upp á þessi tvö. Svo voru skaupin hans Óskars Jónassonar alveg frábær." Leikstjórinn geðþekki er ekki með neinar sérstakar venjur þegar kemur að sýningu skaupsins á gamlárskvöld. „Ég reyni bara að sýna þjónustulund við þá sem eru að horfa. Sæki konfekt og svona, svo þeir geti horft án þess að vera truflaðir." En hvað segja íslenskir spéfuglar um áramótaskaup fortíðar? „Besta skaup sem hefur verið gert er Áramótaskaupið 2006," segir Steindi Jr., en amma hans tók hvert einasta áramótaskaup upp á myndband og horfði Steindi á þau ítrekað á sínum yngri árum. „Skaupið 2006 var bara þrælfyndið og lokaatriðið, sem var tónlistaratriði með Þorsteini Guðmundssyni, var svo sturlað að maður skokkaði í partíið brosandi." „Skaupin 1984 og 1994 voru rosa fyndin. Ég man annars ekki neitt. Ég sé þetta einu sinni og svo rennur allt saman í graut," segir Helga Braga, en hún hefur ekki tölu á því hversu oft hún hefur leikið í Áramótaskaupinu. „Ég hef reyndar oft verið erlendis á áramótum og misst af skaupinu, en ef ég er á landinu horfi ég að sjálfsögðu alltaf." „Ég á erfitt með að velja uppáhaldsskaup, en atriðið sem mér þykir vænst um er atriðið þegar Magnús og Eyjólfur urðu til," segir Örn Árnason, en hann hefur komið að skaupinu með ýmsum hætti í fjöldamörg skipti. „Það var árið 1985, í fyrsta skaupinu sem við í Spaugstofunni gerðum." Oftast hefur það komið í hlut Arnar að leika Davíð Oddsson í skaupinu, og það er nær óhugsandi að ímynda sér annan leikara í hlutverkinu, en þó hefur það gerst nokkrum sinnum. „Laddi, Jóhann Sigurðarson og Magnús Ólafsson hafa allir tekið hann. Davíð finnst ég samt bestur," segir Örn hlæjandi og tekur undir með forsætisráðherranum fyrrverandi. „Þeir eru alveg skelfilegir." „Mitt uppáhald er skaupið 1985. Það er svo fjölbreytt og hratt og þarna eru þeir Spaugstofumenn alveg upp á sitt besta," segir Ari Eldjárn, en hann hefur verið meðhöfundur skaupsins í þrígang. „Þetta skaup var á fyrstu vídeóspólunni sem til var á heimilinu og því horfði ég mjög oft á þetta sem barn. Ég skildi auðvitað ekki pólitísku brandarana en það er eitthvað fyrir alla í þessu skaupi. Laddi er þarna líka og hann er alveg ótrúlega góður, Edda Heiðrún Backman, Tinna Gunnlaugs og fullt af liði. Þau eru svo ung og fersk þarna og að springa úr hugmyndum."
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira