Meiri aga í efnahagsmálum Sighvatur Björgvinsson skrifar 22. desember 2012 06:00 Allir stjórnmálamenn í öllum flokkum ásamt öllum svokölluðum álitsgjöfum hafa verið og eru sammála um það einasta eitt, að til þess að ná árangri í þýðingarmestu viðfangsefnum íslensku þjóðarinnar þurfi að beita meiri aga í stjórn efnahagsmála. Þeir sem vilja notast áfram við íslensku krónuna eru eindregið þeirrar skoðunar. Þeir sem vilja taka upp evruna segja að til þess að það sé hægt þurfi að auka aga í meðferð efnahagsmála. Þeir sem vilja taka einhliða upp bandarískan dollar, kanadískan dollar, norska eða danska krónu – nú eða japanskt jen – tala líka um nauðsyn meiri aga. Meiri agi í efnahagsmálum. Um það eru allir sammála. Hins vegar vill það gleymast í þessari umræðu að agaleysið í meðferð efnahagsmála er ekki bundið við stjórnmálamenn eina. Spurningin er ekki einvörðungu um hvort stjórnmálamenn umgangast fjárlagagerð eða viðfangsefni ríkisrekstrar af ábyrgð eða ábyrgðarleysi. Agabeiting pólitíkusa við meðferð almannafjár mun engum árangri skila ef agaleysi ríkir um aðra þætti er lúta að stjórn efnahagsmála, sem þeir hafa engin tök á. Á mestu uppgangsárum í íslensku efnahagslífi – þegar ríkissjóður var orðinn skuldlaus – voru sextán þúsund íslensk heimili komin á vanskilaskrá. Sextán þúsund heimilanna lifðu sem sé langt um efni fram í miðju „góðærinu". Það er ekki agi í efnahagsmálum. Kauphækkanir úr takti Í kjarasamningum eftir hrun var samið um kauphækkanir úr takti við samtímaverðmætasköpun í samfélaginu en í ljósi vona um framtíðarvöxt. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Í anda neytendaverndar á Evrópska efnahagssvæðinu var leidd í lög tilskipun um tryggingasjóð innistæðueigenda þar sem bankar voru skikkaðir til þess að stofna sjóð til verndunar innistæðna sparifjáreigenda, sem þeim hafði verið trúað fyrir. Bankarnir hirtu ekki um að fullnægja neytendaverndarskilmálunum. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Efnaðir einstaklingar stofnsettu gervihlutafélög og skúffufyrirtæki sem höfðu engan rekstur með höndum en það eina viðfangsefni að dylja slóð peninga í skattaskjól erlendis á sama tíma og þeir sömu efnuðu einstaklingar létu lífeyrisþega og skattborgara létta af sér skuldum sem nema samtals fleiri hundruðum milljarða króna. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af fjölmörgum um agaleysi íslensku þjóðarinnar í efnahagsmálum – agaleysi sem kom þessari þjóð í koll og mun áfram gera ef ekki verður á breyting. Það dugir skammt að stjórnmálamenn beiti meiri aga í sínum viðfangsefnum – rekstri ríkisins – ef agaleysi ríkir áfram í öðrum þáttum í meðferð efnahagsmála, sem stjórnmálamennirnir hafa lítil eða engin áhrif á. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef fjöldi fólks vill endilega lifa langt um efni fram. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef aðilar vinnumarkaðarins vilja semja um launahækkanir sem ekki er innistæða fyrir. Stjórnmálamenn ráða ekki heldur við það hvernig íslenskir fjárglæframenn telja sér sæmandi að haga sér gagnvart samfélaginu. Spara fyrst og kaupa svo Oft er litið til Þjóðverja eða Norðmanna sem fyrirmyndar um samfélög sem ástunda skynsamlega og agaða stjórn efnahagsmála. Þeir sem þekkja þar til vita að sú skynsemi nær ekki aðeins til þess hvernig pólitíkusar og stjórnvöld vilja haga sér heldur ekki síður til aga í efnahagsákvörðunum heimila og aðila vinnumarkaðar. Norsk heimili spara fyrst og kaupa svo. Kaupa ekki fyrst og geta svo ekki borgað. Enda búa þau fæst jafn vel að margvíslegum „hlutum" og kollegar þeirra hér á landi. Munurinn er bara sá að Norðmenn eiga það sem þeir eiga í miklu meira mæli en tíðkast hér. Agi í meðferð efnahagsmála er okkur brýn nauðsyn – hver svo sem gjaldmiðillinn er. Sá agi næst hins vegar aldrei ef hann á einungis að ná til viðfangsefnis stjórnmálamanna. Þjóðin sjálf – heimilin, fyrirtækin og aðilar vinnumarkaðarins – ræður meiru um þróun efnahagsmála en stjórnmálamennirnir. Ef nást á meiri agi í meðferð efnahagsmála á Íslandi verður sá agi að ná líka til heimilanna, fyrirtækjanna og aðila vinnumarkaðarins. Þetta þora stjórnmálamenn sjaldnast að segja. Kjósendur vilja nefnilega helst geta kennt öðrum um allt sem miður fer – stjórnmálamönnunum helst af öllu. En svona er þetta nú samt. Enginn agi mun nást í íslenskum efnahagsmálum nema þjóðin kjósi sér sjálf slíkt hlutskipti – og fylgi því fast eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Allir stjórnmálamenn í öllum flokkum ásamt öllum svokölluðum álitsgjöfum hafa verið og eru sammála um það einasta eitt, að til þess að ná árangri í þýðingarmestu viðfangsefnum íslensku þjóðarinnar þurfi að beita meiri aga í stjórn efnahagsmála. Þeir sem vilja notast áfram við íslensku krónuna eru eindregið þeirrar skoðunar. Þeir sem vilja taka upp evruna segja að til þess að það sé hægt þurfi að auka aga í meðferð efnahagsmála. Þeir sem vilja taka einhliða upp bandarískan dollar, kanadískan dollar, norska eða danska krónu – nú eða japanskt jen – tala líka um nauðsyn meiri aga. Meiri agi í efnahagsmálum. Um það eru allir sammála. Hins vegar vill það gleymast í þessari umræðu að agaleysið í meðferð efnahagsmála er ekki bundið við stjórnmálamenn eina. Spurningin er ekki einvörðungu um hvort stjórnmálamenn umgangast fjárlagagerð eða viðfangsefni ríkisrekstrar af ábyrgð eða ábyrgðarleysi. Agabeiting pólitíkusa við meðferð almannafjár mun engum árangri skila ef agaleysi ríkir um aðra þætti er lúta að stjórn efnahagsmála, sem þeir hafa engin tök á. Á mestu uppgangsárum í íslensku efnahagslífi – þegar ríkissjóður var orðinn skuldlaus – voru sextán þúsund íslensk heimili komin á vanskilaskrá. Sextán þúsund heimilanna lifðu sem sé langt um efni fram í miðju „góðærinu". Það er ekki agi í efnahagsmálum. Kauphækkanir úr takti Í kjarasamningum eftir hrun var samið um kauphækkanir úr takti við samtímaverðmætasköpun í samfélaginu en í ljósi vona um framtíðarvöxt. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Í anda neytendaverndar á Evrópska efnahagssvæðinu var leidd í lög tilskipun um tryggingasjóð innistæðueigenda þar sem bankar voru skikkaðir til þess að stofna sjóð til verndunar innistæðna sparifjáreigenda, sem þeim hafði verið trúað fyrir. Bankarnir hirtu ekki um að fullnægja neytendaverndarskilmálunum. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Efnaðir einstaklingar stofnsettu gervihlutafélög og skúffufyrirtæki sem höfðu engan rekstur með höndum en það eina viðfangsefni að dylja slóð peninga í skattaskjól erlendis á sama tíma og þeir sömu efnuðu einstaklingar létu lífeyrisþega og skattborgara létta af sér skuldum sem nema samtals fleiri hundruðum milljarða króna. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af fjölmörgum um agaleysi íslensku þjóðarinnar í efnahagsmálum – agaleysi sem kom þessari þjóð í koll og mun áfram gera ef ekki verður á breyting. Það dugir skammt að stjórnmálamenn beiti meiri aga í sínum viðfangsefnum – rekstri ríkisins – ef agaleysi ríkir áfram í öðrum þáttum í meðferð efnahagsmála, sem stjórnmálamennirnir hafa lítil eða engin áhrif á. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef fjöldi fólks vill endilega lifa langt um efni fram. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef aðilar vinnumarkaðarins vilja semja um launahækkanir sem ekki er innistæða fyrir. Stjórnmálamenn ráða ekki heldur við það hvernig íslenskir fjárglæframenn telja sér sæmandi að haga sér gagnvart samfélaginu. Spara fyrst og kaupa svo Oft er litið til Þjóðverja eða Norðmanna sem fyrirmyndar um samfélög sem ástunda skynsamlega og agaða stjórn efnahagsmála. Þeir sem þekkja þar til vita að sú skynsemi nær ekki aðeins til þess hvernig pólitíkusar og stjórnvöld vilja haga sér heldur ekki síður til aga í efnahagsákvörðunum heimila og aðila vinnumarkaðar. Norsk heimili spara fyrst og kaupa svo. Kaupa ekki fyrst og geta svo ekki borgað. Enda búa þau fæst jafn vel að margvíslegum „hlutum" og kollegar þeirra hér á landi. Munurinn er bara sá að Norðmenn eiga það sem þeir eiga í miklu meira mæli en tíðkast hér. Agi í meðferð efnahagsmála er okkur brýn nauðsyn – hver svo sem gjaldmiðillinn er. Sá agi næst hins vegar aldrei ef hann á einungis að ná til viðfangsefnis stjórnmálamanna. Þjóðin sjálf – heimilin, fyrirtækin og aðilar vinnumarkaðarins – ræður meiru um þróun efnahagsmála en stjórnmálamennirnir. Ef nást á meiri agi í meðferð efnahagsmála á Íslandi verður sá agi að ná líka til heimilanna, fyrirtækjanna og aðila vinnumarkaðarins. Þetta þora stjórnmálamenn sjaldnast að segja. Kjósendur vilja nefnilega helst geta kennt öðrum um allt sem miður fer – stjórnmálamönnunum helst af öllu. En svona er þetta nú samt. Enginn agi mun nást í íslenskum efnahagsmálum nema þjóðin kjósi sér sjálf slíkt hlutskipti – og fylgi því fast eftir.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun