Ótrúleg og sönn saga 20. desember 2012 06:00 Átakasaga The Impossible segir frá fjölskyldu sem berst fyrir lífi sínu er hún lendir í miðri flóðbylgjunni sem átti sér stað við Indlandshaf árið 2004. Tugir þúsunda manna fórust annan í jólum árið 2004 þegar allt að tíu metra há flóðbylgja skall á ströndum margra landa við Indlandshaf eftir jarðskjálfta sem átti upptök sín í sjónum vestur af Súmötru. Flóðbylgjan æddi yfir Indlandshaf á gríðarlegum hraða og sökkti um leið hundruðum skipa og upprætti heilu þorpin. Kvikmyndin The Impossible segir sögu fjölskyldu sem lifði af náttúruhamfarirnar. Hjónin Henry og Maria eru stödd á Taílandi ásamt sonum sínum þremur, Simon, Thomas og Lucas, þegar flóðbylgjan skellur skyndilega á að morgni hins 26. desember. Mikil skelfing grípur þá sem fyrir henni verða og berst fólk fyrir lífi sínu á meðan straumurinn rífur með sér allt sem fyrir verður. Þegar látunum linnir hefur fjölskyldunni, líkt og svo mörgum öðrum fjölskyldum, verið sundrað og leita þau nú leiða til að finna hvert annað aftur. Spænski leikstjórinn Juan Antonio Bayona leikstýrir þessari magnþrungnu mynd og lagði hann mikla áherslu á að endurskapa atburðarásina á sem nákvæmasta hátt. Tökur áttu sér stað á stöðum sem urðu hvað harðast úti eftir hamfarirnar og raunverulegir eftirlifendur koma einnig fram í myndinni. Handritið er skrifað af Sergio G. Sánchez, en hann og Bayona unnu einnig saman að gerð hrollvekjunnar El orfanato frá árinu 2007. Naomi Watts og Ewan McGregor fara með hlutverk Mariu og Henry og með hlutverk drengjanna þriggja fara Tom Holland, Samuel Joslin og Oaklee Pendergast. Með önnur hlutverk fara Geraldine Chaplin, Marta Etura og Simon Blyberg. The Impossible hefur víðast hvar hlotið góða dóma. Vefsíðan Rottentomatoes.com gefur henni 83 prósent og áhorfendur gefa henni 96 prósent. Gagnrýnendum eru sammála um að myndin sé sjónrænt meistaraverk og að leikur Naomi Watts og Ewan McGregor glæði myndina enn frekari dýpt. Sumum þykir tilfinningasemin á köflum helst til of mikil og að raunaleg píanólög auki enn frekar á væmnina. Gagnrýnandi The Guardian segir meðal annars að endir The Impossible væri fráleitur ef ekki væri fyrir þá staðreynd að myndin er byggð á sönnum atburðum. Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tugir þúsunda manna fórust annan í jólum árið 2004 þegar allt að tíu metra há flóðbylgja skall á ströndum margra landa við Indlandshaf eftir jarðskjálfta sem átti upptök sín í sjónum vestur af Súmötru. Flóðbylgjan æddi yfir Indlandshaf á gríðarlegum hraða og sökkti um leið hundruðum skipa og upprætti heilu þorpin. Kvikmyndin The Impossible segir sögu fjölskyldu sem lifði af náttúruhamfarirnar. Hjónin Henry og Maria eru stödd á Taílandi ásamt sonum sínum þremur, Simon, Thomas og Lucas, þegar flóðbylgjan skellur skyndilega á að morgni hins 26. desember. Mikil skelfing grípur þá sem fyrir henni verða og berst fólk fyrir lífi sínu á meðan straumurinn rífur með sér allt sem fyrir verður. Þegar látunum linnir hefur fjölskyldunni, líkt og svo mörgum öðrum fjölskyldum, verið sundrað og leita þau nú leiða til að finna hvert annað aftur. Spænski leikstjórinn Juan Antonio Bayona leikstýrir þessari magnþrungnu mynd og lagði hann mikla áherslu á að endurskapa atburðarásina á sem nákvæmasta hátt. Tökur áttu sér stað á stöðum sem urðu hvað harðast úti eftir hamfarirnar og raunverulegir eftirlifendur koma einnig fram í myndinni. Handritið er skrifað af Sergio G. Sánchez, en hann og Bayona unnu einnig saman að gerð hrollvekjunnar El orfanato frá árinu 2007. Naomi Watts og Ewan McGregor fara með hlutverk Mariu og Henry og með hlutverk drengjanna þriggja fara Tom Holland, Samuel Joslin og Oaklee Pendergast. Með önnur hlutverk fara Geraldine Chaplin, Marta Etura og Simon Blyberg. The Impossible hefur víðast hvar hlotið góða dóma. Vefsíðan Rottentomatoes.com gefur henni 83 prósent og áhorfendur gefa henni 96 prósent. Gagnrýnendum eru sammála um að myndin sé sjónrænt meistaraverk og að leikur Naomi Watts og Ewan McGregor glæði myndina enn frekari dýpt. Sumum þykir tilfinningasemin á köflum helst til of mikil og að raunaleg píanólög auki enn frekar á væmnina. Gagnrýnandi The Guardian segir meðal annars að endir The Impossible væri fráleitur ef ekki væri fyrir þá staðreynd að myndin er byggð á sönnum atburðum.
Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira