Leikin heimildarmynd um æskuár Páls Óskars fridrikab@frettabladid.is skrifar 19. desember 2012 06:00 Samvinna Páll Óskar kemur ekki fram í myndinni en var Magnúsi innan handar við gerð hennar.Fréttablaðið/GVA Ég er með forvarnastarf í grunnskólum sem er kallað Marita-fræðslan og við framleiddum svona mynd um Jónsa 2007, vegna afstöðu hans til vímugjafanotkunar þegar hann var unglingur og barn, og nú erum við að gera svipaða mynd um Pál Óskar," segir Magnús Stefánsson um tildrög þess að myndin um Pál Óskar varð til. „Við blöndum SIMS-tölvuleiknum inn í myndina og það eru tólf ára krakkar, nemendur í sjöunda bekk í Hvassaleitisskóla, sem leika í henni auk þriggja stráka úr öðrum skólum. Myndin endurgerir æsku Palla fram til þrettán ára aldurs og við leggjum áherslu á afstöðu hans gegn drykkju og vímugjöfum." Myndin verður frumsýnd í Hvassaleitisskóla í kvöld en hvert er svo framhaldið? „Myndin er framleidd til notkunar í sjöundabekkjarfræðslunni og verður eingöngu sýnd í skólum sem vilja fá fræðsluna til sín. Þeir þurfa bara að setja sig í samband við mig. Ég fjalla svo um efnið og spurningarnar sem vakna með krökkunum eftir að sýningum lýkur." Marita-fræðslan, hvað er það? „Það er forvarnaverkefni sem kom hingað frá Noregi fyrir fimmtán árum. Þetta var fram til 2009 samstarfsverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og Samhjálpar, en eftir hrun lokaði lögreglan forvarnadeild sinni og Reykjavíkurborg dró sig út úr samstarfinu, þar sem svona forvarnir eru dýrar. Ég hélt hins vegar áfram og tengdi Samhjálp við I.O.G.T. og þeir hafa dregið vagninn síðan þá." Hvernig vaknaði áhugi þinn á forvörnum? „Það var alls enginn áhugi, maðurinn sem hafði verið í þessu starfi hætti og ég var beðinn að taka þetta að mér. Þekkti reyndar hvorki haus né sporð á forvörnum en gekk bara í að kynna mér þær og hef verið í þessu undanfarin tólf ár." Starfið er tvíþætt, annars vegar eru afleiðingaforvarnir fyrir unglingastigið og hins vegar forvarnastarf fyrir tíu til tólf ára börn þar sem komið er inn á næringu, lífsleikni og fleira, sem Magnús segir óskaplega spennandi verkefni. „Myndin um Palla kemur síðan sem viðbót við það starf og ég hlakka til að fylgja henni eftir og ræða um efni hennar við krakkana," segir hann. Lífið Menning Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ég er með forvarnastarf í grunnskólum sem er kallað Marita-fræðslan og við framleiddum svona mynd um Jónsa 2007, vegna afstöðu hans til vímugjafanotkunar þegar hann var unglingur og barn, og nú erum við að gera svipaða mynd um Pál Óskar," segir Magnús Stefánsson um tildrög þess að myndin um Pál Óskar varð til. „Við blöndum SIMS-tölvuleiknum inn í myndina og það eru tólf ára krakkar, nemendur í sjöunda bekk í Hvassaleitisskóla, sem leika í henni auk þriggja stráka úr öðrum skólum. Myndin endurgerir æsku Palla fram til þrettán ára aldurs og við leggjum áherslu á afstöðu hans gegn drykkju og vímugjöfum." Myndin verður frumsýnd í Hvassaleitisskóla í kvöld en hvert er svo framhaldið? „Myndin er framleidd til notkunar í sjöundabekkjarfræðslunni og verður eingöngu sýnd í skólum sem vilja fá fræðsluna til sín. Þeir þurfa bara að setja sig í samband við mig. Ég fjalla svo um efnið og spurningarnar sem vakna með krökkunum eftir að sýningum lýkur." Marita-fræðslan, hvað er það? „Það er forvarnaverkefni sem kom hingað frá Noregi fyrir fimmtán árum. Þetta var fram til 2009 samstarfsverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og Samhjálpar, en eftir hrun lokaði lögreglan forvarnadeild sinni og Reykjavíkurborg dró sig út úr samstarfinu, þar sem svona forvarnir eru dýrar. Ég hélt hins vegar áfram og tengdi Samhjálp við I.O.G.T. og þeir hafa dregið vagninn síðan þá." Hvernig vaknaði áhugi þinn á forvörnum? „Það var alls enginn áhugi, maðurinn sem hafði verið í þessu starfi hætti og ég var beðinn að taka þetta að mér. Þekkti reyndar hvorki haus né sporð á forvörnum en gekk bara í að kynna mér þær og hef verið í þessu undanfarin tólf ár." Starfið er tvíþætt, annars vegar eru afleiðingaforvarnir fyrir unglingastigið og hins vegar forvarnastarf fyrir tíu til tólf ára börn þar sem komið er inn á næringu, lífsleikni og fleira, sem Magnús segir óskaplega spennandi verkefni. „Myndin um Palla kemur síðan sem viðbót við það starf og ég hlakka til að fylgja henni eftir og ræða um efni hennar við krakkana," segir hann.
Lífið Menning Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira