Enginn fæðist illur Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 18. desember 2012 14:30 Spádómurinn eftir Hildi Knútsdóttur. Bækur. Spádómurinn. Hildur Knútsdóttir. JPV-útgáfa. Hildur Knútsdóttir er ungur og upprennandi rithöfundur og er Spádómurinn þriðja bók hennar á aðeins tveimur árum. Í fyrra kom út skáldsagan Sláttur sem segir frá Eddu sem fengið hefur grætt í sig nýtt hjarta og Hola, lovers eða lífstíls- og megrunarbók tískubloggsins eða hvernig á að þóknast karlmönnum og vera betri en aðrar konur, hæðin sjálfshjálparbók sem byggir á frægu tískubloggi Hildar. Nú í ár kemur út fyrsta barnabók hennar, Spádómurinn, sem segir frá Kolfinnu, fimmtán ára stúlku sem rekst á tunglfisk í fjörunni og lánar honum vængina sína. Þegar kornabörn fæðast í þorpi Kolfinnu eru þeim gefnir vængir. Samkvæmt spádómi sem kveðinn var upp fyrir langa löngu munu tvö tungl rísa á himni og þá munu allir þurfa að fljúga í fyrsta sinn, austur til að forðast heimsenda. En einmitt þegar Kolfinna lánar vængbrotnum tunglfiski vængina sína skína tvö tungl á himni. Þegar hún kemur heim hafa þorpsbúar yfirgefið heimili sín í flýti og aðeins hin sex ára Mýrún er eftir í þorpinu. Hefst þá mikil ævintýraför þar sem Kolfinna kynnist tunglfiskum og starálfum, dálísum og tungldrottningunum Þrá og Iðrun en sú síðastnefnda vill hneppa þorpsbúana í þrældóm. Spádómurinn er ekki einföld ævintýrasaga um baráttu góðs og ills. Það er engin algóður eða alvondur í bókinni. Þorpsbúar sem ganga á hönd Iðrun gera það ekki af græðgi eða illsku, heldur af ást, til að bjarga lífi sinna nánustu. Jafnvel Iðrun sjálf er ekki alvond. Tungldrottningin Þrá segir Kolfinnu að Iðrun fæddist ekki ill, hún var eitt sinn góð drottning. Eins og allir harðstjórar nærist hún á ótta þegna sinna, en er sjálf yfirbuguð af hræðslu. Hetjur verða ekki hetjur með því að berjast gegn herjum hins illa, heldur með því að sýna hugrekki; hugrekki til að grípa til aðgerða gegn óréttlæti eða illum gjörðum og hugrekki til að fyrirgefa sjálfum sér og öðrum. Þrátt fyrir að Kolfinnu takist að koma í veg fyrir að þorpsbúar séu hnepptir í þrældóm er ekki víst að hún beri nægilegt hugrekki til að fyrirgefa það sem gerðist á ævintýraför sinni. Bókinni lýkur þegar Kolfinna flýr á vit nýrra ævintýra, til tunglríkis Þrár. En mesta ævintýrið sem bíður hennar er að læra að fyrirgefa og sættast við samfélag sitt. Niðurstaða: Skemmtilega skrifað og frumlegt ævintýri, sem tekst á við flóknar og erfiðar spurningar um hvað felst í því að vera hetja. Gagnrýni Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bækur. Spádómurinn. Hildur Knútsdóttir. JPV-útgáfa. Hildur Knútsdóttir er ungur og upprennandi rithöfundur og er Spádómurinn þriðja bók hennar á aðeins tveimur árum. Í fyrra kom út skáldsagan Sláttur sem segir frá Eddu sem fengið hefur grætt í sig nýtt hjarta og Hola, lovers eða lífstíls- og megrunarbók tískubloggsins eða hvernig á að þóknast karlmönnum og vera betri en aðrar konur, hæðin sjálfshjálparbók sem byggir á frægu tískubloggi Hildar. Nú í ár kemur út fyrsta barnabók hennar, Spádómurinn, sem segir frá Kolfinnu, fimmtán ára stúlku sem rekst á tunglfisk í fjörunni og lánar honum vængina sína. Þegar kornabörn fæðast í þorpi Kolfinnu eru þeim gefnir vængir. Samkvæmt spádómi sem kveðinn var upp fyrir langa löngu munu tvö tungl rísa á himni og þá munu allir þurfa að fljúga í fyrsta sinn, austur til að forðast heimsenda. En einmitt þegar Kolfinna lánar vængbrotnum tunglfiski vængina sína skína tvö tungl á himni. Þegar hún kemur heim hafa þorpsbúar yfirgefið heimili sín í flýti og aðeins hin sex ára Mýrún er eftir í þorpinu. Hefst þá mikil ævintýraför þar sem Kolfinna kynnist tunglfiskum og starálfum, dálísum og tungldrottningunum Þrá og Iðrun en sú síðastnefnda vill hneppa þorpsbúana í þrældóm. Spádómurinn er ekki einföld ævintýrasaga um baráttu góðs og ills. Það er engin algóður eða alvondur í bókinni. Þorpsbúar sem ganga á hönd Iðrun gera það ekki af græðgi eða illsku, heldur af ást, til að bjarga lífi sinna nánustu. Jafnvel Iðrun sjálf er ekki alvond. Tungldrottningin Þrá segir Kolfinnu að Iðrun fæddist ekki ill, hún var eitt sinn góð drottning. Eins og allir harðstjórar nærist hún á ótta þegna sinna, en er sjálf yfirbuguð af hræðslu. Hetjur verða ekki hetjur með því að berjast gegn herjum hins illa, heldur með því að sýna hugrekki; hugrekki til að grípa til aðgerða gegn óréttlæti eða illum gjörðum og hugrekki til að fyrirgefa sjálfum sér og öðrum. Þrátt fyrir að Kolfinnu takist að koma í veg fyrir að þorpsbúar séu hnepptir í þrældóm er ekki víst að hún beri nægilegt hugrekki til að fyrirgefa það sem gerðist á ævintýraför sinni. Bókinni lýkur þegar Kolfinna flýr á vit nýrra ævintýra, til tunglríkis Þrár. En mesta ævintýrið sem bíður hennar er að læra að fyrirgefa og sættast við samfélag sitt. Niðurstaða: Skemmtilega skrifað og frumlegt ævintýri, sem tekst á við flóknar og erfiðar spurningar um hvað felst í því að vera hetja.
Gagnrýni Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira