Leggur ekki árar í bát Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. desember 2012 06:00 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Nordicphotos/Getty Birgir Leifur Hafþórsson stóð í ströngu í haust þegar hann keppti á úrtökumótum fyrir evrópsku og bandarísku mótaröðina. Birgir náði ekki að komast inn á lokaúrtökumótin en þrátt fyrir mótlætið ætlar atvinnukylfingurinn úr GKG að leggja allt í sölurnar fyrir árið 2013. „Ætli „sjómannslífið" verði ekki niðurstaðan ef planið gengur upp. Ég verð með búsetu hér á Íslandi á milli keppnis- og æfingatarna. Markmiðið er að spila og keppa meira í vetur en ég hef gert áður. Það eru mótaraðir í Bandaríkjun um sem eru valkostur og einnigúrtökumót fyrir kanadísku mótaröðina sem fram fer í apríl," sagði Birgir, sem er 36 ára gamall og er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Birgir telur meiri líkur á því að hann reyni fyrir sér í Bandaríkjunum en Evrópu. „PGA-mótaröðin er að breyta kerfinu hjá sér varðandi hvernig kylfingar fá keppnisrétt á stærstu mótaröð heims. Þeir hafa keypt litlar mótaraðir sem eiga að vera stökkpallur inn á stóra sviðið. Þar geta kylfingar sýnt hvað í þeim býr yfir lengri tíma. Markmiðið er að fara í golftarnir í 2-3 vikur í einu og koma til Íslands þess á milli," sagði Birgir, sem ætlar sér að koma sterkur til leiks næsta sumar þegar keppni í Evrópu hefst að nýju. „Ég verð með svipaða stöðu hvað varðar áskorendamótaröðina, og þar fæ ég kannski 5-8 mót, en sú törn byrjar ekki fyrr en í maí. Það væri stórkostlegt ef ég gæti tekið gott tímabil í vetur við bestu aðstæður." Besti árangur Birgis sl. sumar var 5. sæti á móti sem fram fór í Danmörku í ágúst og í maí í fyrra var Birgir nálægt sigri á móti sem fram fór á Ítalíu, en þar endaði hann í þriðja sæti. „Ég finn það að ég er á réttri leið. Miðað við hve fá tækifæri ég hef fengið finnst mér þetta hafa gengið ágætlega og allt er á réttri leið. Getan er til staðar en ég þarf að komast á fleiri mót til þess að ná að bæta mig enn frekar og nálgast þá allra bestu." „Ég hef í raun ekki átt heilt tímabil frá árinu 2007. Ég hef verið hér á Íslandi fyrir vetrartímann og það eru ekki margir atvinnukylfingar sem eru að slá í net og vippa í inniaðstöðu. Í raun trúa kollegar mínir því ekki að við séum að reyna að gera þetta með þessum hætti á Íslandi. Ég vona svo sannarlega að þessi áætlun hjá mér gangi upp – og ég væri aldrei sáttur ef ég myndi ekki nýta tækifærið á meðan ég hef enn brennandi metnað til að komast alla leið á stóru mótaraðirnar," sagði Birgir. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson stóð í ströngu í haust þegar hann keppti á úrtökumótum fyrir evrópsku og bandarísku mótaröðina. Birgir náði ekki að komast inn á lokaúrtökumótin en þrátt fyrir mótlætið ætlar atvinnukylfingurinn úr GKG að leggja allt í sölurnar fyrir árið 2013. „Ætli „sjómannslífið" verði ekki niðurstaðan ef planið gengur upp. Ég verð með búsetu hér á Íslandi á milli keppnis- og æfingatarna. Markmiðið er að spila og keppa meira í vetur en ég hef gert áður. Það eru mótaraðir í Bandaríkjun um sem eru valkostur og einnigúrtökumót fyrir kanadísku mótaröðina sem fram fer í apríl," sagði Birgir, sem er 36 ára gamall og er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Birgir telur meiri líkur á því að hann reyni fyrir sér í Bandaríkjunum en Evrópu. „PGA-mótaröðin er að breyta kerfinu hjá sér varðandi hvernig kylfingar fá keppnisrétt á stærstu mótaröð heims. Þeir hafa keypt litlar mótaraðir sem eiga að vera stökkpallur inn á stóra sviðið. Þar geta kylfingar sýnt hvað í þeim býr yfir lengri tíma. Markmiðið er að fara í golftarnir í 2-3 vikur í einu og koma til Íslands þess á milli," sagði Birgir, sem ætlar sér að koma sterkur til leiks næsta sumar þegar keppni í Evrópu hefst að nýju. „Ég verð með svipaða stöðu hvað varðar áskorendamótaröðina, og þar fæ ég kannski 5-8 mót, en sú törn byrjar ekki fyrr en í maí. Það væri stórkostlegt ef ég gæti tekið gott tímabil í vetur við bestu aðstæður." Besti árangur Birgis sl. sumar var 5. sæti á móti sem fram fór í Danmörku í ágúst og í maí í fyrra var Birgir nálægt sigri á móti sem fram fór á Ítalíu, en þar endaði hann í þriðja sæti. „Ég finn það að ég er á réttri leið. Miðað við hve fá tækifæri ég hef fengið finnst mér þetta hafa gengið ágætlega og allt er á réttri leið. Getan er til staðar en ég þarf að komast á fleiri mót til þess að ná að bæta mig enn frekar og nálgast þá allra bestu." „Ég hef í raun ekki átt heilt tímabil frá árinu 2007. Ég hef verið hér á Íslandi fyrir vetrartímann og það eru ekki margir atvinnukylfingar sem eru að slá í net og vippa í inniaðstöðu. Í raun trúa kollegar mínir því ekki að við séum að reyna að gera þetta með þessum hætti á Íslandi. Ég vona svo sannarlega að þessi áætlun hjá mér gangi upp – og ég væri aldrei sáttur ef ég myndi ekki nýta tækifærið á meðan ég hef enn brennandi metnað til að komast alla leið á stóru mótaraðirnar," sagði Birgir.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira