Eftirsótt viðurkenning í bransanum 4. desember 2012 06:00 Rúnar Ingi Einarsson er ánægður með að auglýsing hans komst í úrval auglýsinga á síðunni Shots.net. "Þetta er eins og fyrir líffræðing að fá birta grein eftir sig í National Geographic,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson. Auglýsing sem hann gerði fyrir Prince Polo-súkkulaðið hefur verið valin í úrval á vefsíðunni Shots.net, sem er einn helsti auglýsingamiðill heims. Í hverri viku velur Shots.net nokkrar af bestu auglýsingum í heiminum til að fjalla um á síðunni og að þessu sinni komst auglýsing Rúnars Inga gegnum síuna. Auglýsingin er gerð af Fíton og Pegasus og var tekin upp á einum degi í sumar við Skógafoss. "Við vorum að reyna að endurskapa íslenska ættarmótsstemmingu og hefðina fyrir súkkulaðinu. Þarna voru um 50 leikarar og nokkur dýr með tilheyrandi erfiðleikum í kringum það. Þessi auglýsing var í erfiðari kantinum svo það er kærkomið að fá þessa viðurkenningu,“ segir hinn efnilegi Rúnar Ingi, en áður hefur birst við hann viðtal á Shots.net. Auglýsingin var gerð fyrir íslenskan markað og eru sýningar á henni nýhafnar. Rúnar Ingi segir birtinguna gríðarlega mikilvæga fyrir sig og þá sem að auglýsingunni stóðu. "Þetta sýnir að við erum alveg á sama stigi og auglýsingaframleiðendur úti í heimi og mikil viðurkenning og heiður fyrir okkur,“ segir Rúnar Ingi, sem þegar er farinn að finna fyrir afrakstri birtingarinnar hjá Shots. "Ég er byrjaður að fá póst utan úr heimi svo þetta er að opna einhverjar dyr.“ - áp Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Þetta er eins og fyrir líffræðing að fá birta grein eftir sig í National Geographic,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson. Auglýsing sem hann gerði fyrir Prince Polo-súkkulaðið hefur verið valin í úrval á vefsíðunni Shots.net, sem er einn helsti auglýsingamiðill heims. Í hverri viku velur Shots.net nokkrar af bestu auglýsingum í heiminum til að fjalla um á síðunni og að þessu sinni komst auglýsing Rúnars Inga gegnum síuna. Auglýsingin er gerð af Fíton og Pegasus og var tekin upp á einum degi í sumar við Skógafoss. "Við vorum að reyna að endurskapa íslenska ættarmótsstemmingu og hefðina fyrir súkkulaðinu. Þarna voru um 50 leikarar og nokkur dýr með tilheyrandi erfiðleikum í kringum það. Þessi auglýsing var í erfiðari kantinum svo það er kærkomið að fá þessa viðurkenningu,“ segir hinn efnilegi Rúnar Ingi, en áður hefur birst við hann viðtal á Shots.net. Auglýsingin var gerð fyrir íslenskan markað og eru sýningar á henni nýhafnar. Rúnar Ingi segir birtinguna gríðarlega mikilvæga fyrir sig og þá sem að auglýsingunni stóðu. "Þetta sýnir að við erum alveg á sama stigi og auglýsingaframleiðendur úti í heimi og mikil viðurkenning og heiður fyrir okkur,“ segir Rúnar Ingi, sem þegar er farinn að finna fyrir afrakstri birtingarinnar hjá Shots. "Ég er byrjaður að fá póst utan úr heimi svo þetta er að opna einhverjar dyr.“ - áp
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira