Safnar fyrir gerð nýrrar hryllingsmyndar FB skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Söfnun er í fullum gangi á netinu fyrir gerð íslensku ráðgátu- og hryllingsmyndarinnar Ruins. Búið er að safna fyrir hluta af kostnaðinum en fjárhagsáætlun myndarinnar hljóðar upp á 32 milljónir og eiga tökur að hefjast næsta vor. "Við erum með hópsöfnun á síðunni Ruinsthemovie.com þar sem fólk getur styrkt myndina. En helstu styrkirnir koma frá kvikmyndasjóðum og sá fyrsti er kominn frá Evrópu unga fólksins," segir leikstjórinn Vilnius Petrikas. Hann er fæddur í Litháen en fluttist ungur að árum hingað til lands. Hann útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands fyrir tveimur árum og hefur gert yfir fimm stuttmyndir. Ruins er fyrsta mynd Vilnius í fullri lengd. Hún fjallar um fornleifa- og guðfræðinginn Dr. Malphas sem leitar að hinu svokallaða hliði helvítis á Íslandi. Hann ferðast til Vestfjarða ásamt tíu manna hópi fólks sem vill komast í burtu frá stressinu í borginni. Smám saman byrja skrítnir hlutir að gerast sem hafa ófyrirséðar afleiðingar í för með sér. Rúnar Freyr Gíslason leikur einn úr þessum tíu manna hópi, auk þess sem Magnús Ólafsson verður í hlutverki vestfirsks bónda. Hluti myndarinnar verður tekinn upp á Vestfjörðum, og í Surtshelli.Merki myndarinnar. Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Söfnun er í fullum gangi á netinu fyrir gerð íslensku ráðgátu- og hryllingsmyndarinnar Ruins. Búið er að safna fyrir hluta af kostnaðinum en fjárhagsáætlun myndarinnar hljóðar upp á 32 milljónir og eiga tökur að hefjast næsta vor. "Við erum með hópsöfnun á síðunni Ruinsthemovie.com þar sem fólk getur styrkt myndina. En helstu styrkirnir koma frá kvikmyndasjóðum og sá fyrsti er kominn frá Evrópu unga fólksins," segir leikstjórinn Vilnius Petrikas. Hann er fæddur í Litháen en fluttist ungur að árum hingað til lands. Hann útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands fyrir tveimur árum og hefur gert yfir fimm stuttmyndir. Ruins er fyrsta mynd Vilnius í fullri lengd. Hún fjallar um fornleifa- og guðfræðinginn Dr. Malphas sem leitar að hinu svokallaða hliði helvítis á Íslandi. Hann ferðast til Vestfjarða ásamt tíu manna hópi fólks sem vill komast í burtu frá stressinu í borginni. Smám saman byrja skrítnir hlutir að gerast sem hafa ófyrirséðar afleiðingar í för með sér. Rúnar Freyr Gíslason leikur einn úr þessum tíu manna hópi, auk þess sem Magnús Ólafsson verður í hlutverki vestfirsks bónda. Hluti myndarinnar verður tekinn upp á Vestfjörðum, og í Surtshelli.Merki myndarinnar.
Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira