Hagvexti hamlað með niðurskurði til háskóla Svana Helen Björnsdóttir skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Allir eru sammála um mikilvægi öflugrar menntunar fyrir verðmætasköpun og lífskjör. Því skýtur það skökku við að stjórnvöld skuli ítrekað fara þá leið, þvert á ráðleggingar sérfræðinga, að skera niður fjárframlög til háskóla. Í nýlegri könnun SI meðal 400 fyrirtækja eru sterkar vísbendingar um að atvinnulífið muni árlega skorta um 1.000 raunvísinda-, tækni- og verkfræðimenntaða starfsmenn næstu árin. Niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, dregur þannig verulega úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Tilfærsla fjármögnunar sem gengur þvert gegn þörfum atvinnulífsins, þ.e. frá tækninámi og frá Háskólanum í Reykjavík, sem menntar tvo af hverjum þremur sem ljúka tæknimenntun á háskólastigi, til annarra námsbrauta og annarra háskóla, eykur á vandann. Þegar ráðist var í niðurskurð í kjölfar kreppunnar var engin breyting gerð á háskólakerfinu eða stefna mörkuð um hvaða þættir væru mikilvægastir í háskólastarfinu. Afleiðingin var niðurskurður án samhengis og markmiða sem leitt hefur til alvarlegrar mismununar í fjárframlögum til háskólanna. Í ljósi þess hversu mikilvægur Háskólinn í Reykjavík er fyrir atvinnulífið, sér í lagi á sviði tæknimenntunar þar sem þörfin er brýnust, er með ólíkindum að einna mest hafi hlutfallslega verið skorið niður í framlögum til HR. Niðurskurðurinn til HR er rúmlega 17% á sama tíma og niðurskurður til HÍ er ekki nema tæpt prósent og framlag á hvern ársnema hefur minnkað um 12% hjá HR en um 6% hjá HÍ og var samt lægra fyrir. Þessi munur er gríðarlega mikill og langt umfram það sem getur talist eðlilegt. Mesti niðurskurður til háskóla sem útskrifar flesta tæknimenntaða samræmist illa stefnu um að hér eigi að byggja upp öflugan tækni- og hugverkaiðnað. Skortur á tæknimenntuðu starfsfólki hamlar vexti atvinnulífs á Íslandi, verðmætasköpun og hagvexti. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun í stað þess að veikja hana. Samtök iðnaðarins skora á stjórnvöld og Alþingi að snúa við ósanngjarnri og óskynsamlegri þróun og fjármagna HR svo skólinn geti haldið áfram að styðja við eflingu atvinnulífs með menntun, rannsóknum og nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Allir eru sammála um mikilvægi öflugrar menntunar fyrir verðmætasköpun og lífskjör. Því skýtur það skökku við að stjórnvöld skuli ítrekað fara þá leið, þvert á ráðleggingar sérfræðinga, að skera niður fjárframlög til háskóla. Í nýlegri könnun SI meðal 400 fyrirtækja eru sterkar vísbendingar um að atvinnulífið muni árlega skorta um 1.000 raunvísinda-, tækni- og verkfræðimenntaða starfsmenn næstu árin. Niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, dregur þannig verulega úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Tilfærsla fjármögnunar sem gengur þvert gegn þörfum atvinnulífsins, þ.e. frá tækninámi og frá Háskólanum í Reykjavík, sem menntar tvo af hverjum þremur sem ljúka tæknimenntun á háskólastigi, til annarra námsbrauta og annarra háskóla, eykur á vandann. Þegar ráðist var í niðurskurð í kjölfar kreppunnar var engin breyting gerð á háskólakerfinu eða stefna mörkuð um hvaða þættir væru mikilvægastir í háskólastarfinu. Afleiðingin var niðurskurður án samhengis og markmiða sem leitt hefur til alvarlegrar mismununar í fjárframlögum til háskólanna. Í ljósi þess hversu mikilvægur Háskólinn í Reykjavík er fyrir atvinnulífið, sér í lagi á sviði tæknimenntunar þar sem þörfin er brýnust, er með ólíkindum að einna mest hafi hlutfallslega verið skorið niður í framlögum til HR. Niðurskurðurinn til HR er rúmlega 17% á sama tíma og niðurskurður til HÍ er ekki nema tæpt prósent og framlag á hvern ársnema hefur minnkað um 12% hjá HR en um 6% hjá HÍ og var samt lægra fyrir. Þessi munur er gríðarlega mikill og langt umfram það sem getur talist eðlilegt. Mesti niðurskurður til háskóla sem útskrifar flesta tæknimenntaða samræmist illa stefnu um að hér eigi að byggja upp öflugan tækni- og hugverkaiðnað. Skortur á tæknimenntuðu starfsfólki hamlar vexti atvinnulífs á Íslandi, verðmætasköpun og hagvexti. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun í stað þess að veikja hana. Samtök iðnaðarins skora á stjórnvöld og Alþingi að snúa við ósanngjarnri og óskynsamlegri þróun og fjármagna HR svo skólinn geti haldið áfram að styðja við eflingu atvinnulífs með menntun, rannsóknum og nýsköpun.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun