Jóhönnulánin Sigríður Andersen skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Það liggur fyrir að þeir sem tapað hafa mestu af eigin fé í húsnæði sínu eru þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð eða stækkuðu við sig á árunum 2007 og 2008. Í lok árs 2007 voru viðskiptabankarnir nær hættir að lána til íbúðarkaupa enda hafði þrengst um lánsfé og margt sem benti til að erfiðleikar væru fram undan í efnahagslífi Vesturlanda. Þá beitti Jóhanna Sigurðardóttir húsnæðismálaráðherra sér hins vegar fyrir auknum útlánaheimildum Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Hámarkslán ÍLS voru hækkuð og slakað á kröfum um hámarksveðsetningarhlutfall. Útlán sjóðsins tóku kipp við þessar aðgerðir. Í nýrri skýrslu Samtaka fjármálafyrirtækja um verðtryggingu, vexti og verðbólgu á Íslandi má glöggt sjá hvernig útlán ÍLS nær þrefölduðust frá áramótum þar til þau náðu hámarki síðsumars 2008. Jóhanna Sigurðardóttir narraði þannig fjölda manna til íbúðarkaupa síðustu mánuðina fyrir hrun. Í þingræðu 23. maí 2008 sagði Jóhanna að ÍLS hefði „sannað gildi sitt sem lífæð fasteignamarkaðarins“. Hið rétta er að mánuðina þar á eftir veitti þessi æð ólyfjan um fasteignamarkaðinn sem gerði það að verkum að fleiri fóru illa út úr fasteignaviðskiptum en ella hefði orðið. Þessi heimili hafa annaðhvort eða bæði tapað stórum hluta eigin fjár í fasteignum sínum eða eru komin í neikvæða stöðu. Auðvitað er hugsanlegt að með tímanum hækki íbúðaverð umfram lán og staða þessa fólks batni en þangað til verður staðan óþægileg. Í viðurkenningarskyni fyrir þessa frammistöðu tók Jóhanna svo við sem forsætisráðherra í vinstri stjórn sem bannaði þessu fólki helstu bjargir með því að snarhækka alla skatta og tefja fyrir atvinnusköpun vítt og breitt um landið. Lágir skattar og næg atvinna eru þó ein helsta forsenda þess að heimilin geti staðið við skuldbindingar sínar og treyst stöðu sína og þar með þjóðfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það liggur fyrir að þeir sem tapað hafa mestu af eigin fé í húsnæði sínu eru þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð eða stækkuðu við sig á árunum 2007 og 2008. Í lok árs 2007 voru viðskiptabankarnir nær hættir að lána til íbúðarkaupa enda hafði þrengst um lánsfé og margt sem benti til að erfiðleikar væru fram undan í efnahagslífi Vesturlanda. Þá beitti Jóhanna Sigurðardóttir húsnæðismálaráðherra sér hins vegar fyrir auknum útlánaheimildum Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Hámarkslán ÍLS voru hækkuð og slakað á kröfum um hámarksveðsetningarhlutfall. Útlán sjóðsins tóku kipp við þessar aðgerðir. Í nýrri skýrslu Samtaka fjármálafyrirtækja um verðtryggingu, vexti og verðbólgu á Íslandi má glöggt sjá hvernig útlán ÍLS nær þrefölduðust frá áramótum þar til þau náðu hámarki síðsumars 2008. Jóhanna Sigurðardóttir narraði þannig fjölda manna til íbúðarkaupa síðustu mánuðina fyrir hrun. Í þingræðu 23. maí 2008 sagði Jóhanna að ÍLS hefði „sannað gildi sitt sem lífæð fasteignamarkaðarins“. Hið rétta er að mánuðina þar á eftir veitti þessi æð ólyfjan um fasteignamarkaðinn sem gerði það að verkum að fleiri fóru illa út úr fasteignaviðskiptum en ella hefði orðið. Þessi heimili hafa annaðhvort eða bæði tapað stórum hluta eigin fjár í fasteignum sínum eða eru komin í neikvæða stöðu. Auðvitað er hugsanlegt að með tímanum hækki íbúðaverð umfram lán og staða þessa fólks batni en þangað til verður staðan óþægileg. Í viðurkenningarskyni fyrir þessa frammistöðu tók Jóhanna svo við sem forsætisráðherra í vinstri stjórn sem bannaði þessu fólki helstu bjargir með því að snarhækka alla skatta og tefja fyrir atvinnusköpun vítt og breitt um landið. Lágir skattar og næg atvinna eru þó ein helsta forsenda þess að heimilin geti staðið við skuldbindingar sínar og treyst stöðu sína og þar með þjóðfélagsins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar