Leikhúsið er hálfpartinn verndaður vinnustaður 1. nóvember 2012 00:01 Ragnar segist hafa notað sama verferli við vinnslu leikritsins og hann hefur gert við vinnslu kvikmynda sinna og þáttaraða. fréttablaðið/anton Stutta útgáfan er sú að Magnús Geir borgarleikhússtjóri hefur annað slagið undanfarin ár leitað til mín og spurt hvort ég hafi áhuga á að leikstýra hjá sér. Ég hafði aldrei tíma, var upptekinn við annað, en hafði svo sem alveg áhuga," segir Ragnar. "Magnús gafst svo upp á biðinni í fyrra og við bókuðum þetta í haust. Hann gaf mér algjörlega frítt spil með það hvað ég vildi gera og svo góðu boði gat ég ekki hafnað." Þú ert búinn að vera lengi að þróa verkið, ekki satt? "Ég gekk frá grunnsöguþræði og persónum í fyrra og byrjaði svo að hitta leikarana, einn í einu, í janúar og þróa persónurnar með þeim. Í vor var ég tilbúinn með atriðahandrit og þá tókum við tveggja vikna spuna sem ég festi á filmu. Það varð heilmikill massi af efni, um það bil fjörutíu klukkutímar, sem ég sat svo yfir í tvo mánuði heima í Súðavík í sumar og hamraði út hinn endanlega leiktexta." Er mikill munur á því að vinna í leikhúsinu eða við kvikmyndagerðina? "Það er töluverður munur. Þetta er svona þægileg innivinna en í kvikmyndagerðinni er maður hálfan daginn í bíl að þeytast á milli staða í misjöfnum veðrum og vindum og alltaf eitthvað nýtt að koma upp á. Leikhúsið hins vegar er svona hálfpartinn verndaður vinnustaður. En verkferlið nálgaðist ég á mjög svipaðan hátt og þegar ég er að gera kvikmyndir." Það hefur ekki verið Jón Gnarr sem reddaði þér þessari þægilegu innivinnu, samanber kosningaloforð hans um að útvega vinum sínum slíka vinnu? "Nei, hann hafði nú ekki hönd í bagga held ég, nema hann hafi kannski undirstungið Magnús Geir, ég bara veit það ekki." Talandi um Jón Gnarr, eru einhverjir ódauðlegir karakterar þarna sambærilegir við Vaktakarakterana? "Í augnablikinu finnst mér þeir allir ódauðlegir, en er auðvitað í miðri hringiðunni og kannski ekki dómbær. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þeir verða "legendary" en ég get allavega fullyrt að þeir eru mjög eftirminnilegir. Kynjahlutföllin eru líka öll önnur en í Vöktunum, þar var karllægur heimur en hér er upplifun kvenna í forgrunni." Fjallar verkið um rasisma og hatur á innflytjendum? "Einn af útgangspunktum verksins eru fordómar. Þeir birtast í ýmsum myndum og meðal annars er Indíana, aðalpersónan, mjög fordómafull manneskja og bara rasisti, svo það sé sagt hreint út. Í stigaganginum hennar býr fólk héðan og þaðan úr heiminum við litla hrifningu hennar en hún verður líka að kljást við það að stolt hennar og yndi, Gullregnið í garðinum hennar, er líka innflytjandi og á ekki tilverurétt á Íslandi samkvæmt nýrri tilskipun yfirvalda." Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Stutta útgáfan er sú að Magnús Geir borgarleikhússtjóri hefur annað slagið undanfarin ár leitað til mín og spurt hvort ég hafi áhuga á að leikstýra hjá sér. Ég hafði aldrei tíma, var upptekinn við annað, en hafði svo sem alveg áhuga," segir Ragnar. "Magnús gafst svo upp á biðinni í fyrra og við bókuðum þetta í haust. Hann gaf mér algjörlega frítt spil með það hvað ég vildi gera og svo góðu boði gat ég ekki hafnað." Þú ert búinn að vera lengi að þróa verkið, ekki satt? "Ég gekk frá grunnsöguþræði og persónum í fyrra og byrjaði svo að hitta leikarana, einn í einu, í janúar og þróa persónurnar með þeim. Í vor var ég tilbúinn með atriðahandrit og þá tókum við tveggja vikna spuna sem ég festi á filmu. Það varð heilmikill massi af efni, um það bil fjörutíu klukkutímar, sem ég sat svo yfir í tvo mánuði heima í Súðavík í sumar og hamraði út hinn endanlega leiktexta." Er mikill munur á því að vinna í leikhúsinu eða við kvikmyndagerðina? "Það er töluverður munur. Þetta er svona þægileg innivinna en í kvikmyndagerðinni er maður hálfan daginn í bíl að þeytast á milli staða í misjöfnum veðrum og vindum og alltaf eitthvað nýtt að koma upp á. Leikhúsið hins vegar er svona hálfpartinn verndaður vinnustaður. En verkferlið nálgaðist ég á mjög svipaðan hátt og þegar ég er að gera kvikmyndir." Það hefur ekki verið Jón Gnarr sem reddaði þér þessari þægilegu innivinnu, samanber kosningaloforð hans um að útvega vinum sínum slíka vinnu? "Nei, hann hafði nú ekki hönd í bagga held ég, nema hann hafi kannski undirstungið Magnús Geir, ég bara veit það ekki." Talandi um Jón Gnarr, eru einhverjir ódauðlegir karakterar þarna sambærilegir við Vaktakarakterana? "Í augnablikinu finnst mér þeir allir ódauðlegir, en er auðvitað í miðri hringiðunni og kannski ekki dómbær. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þeir verða "legendary" en ég get allavega fullyrt að þeir eru mjög eftirminnilegir. Kynjahlutföllin eru líka öll önnur en í Vöktunum, þar var karllægur heimur en hér er upplifun kvenna í forgrunni." Fjallar verkið um rasisma og hatur á innflytjendum? "Einn af útgangspunktum verksins eru fordómar. Þeir birtast í ýmsum myndum og meðal annars er Indíana, aðalpersónan, mjög fordómafull manneskja og bara rasisti, svo það sé sagt hreint út. Í stigaganginum hennar býr fólk héðan og þaðan úr heiminum við litla hrifningu hennar en hún verður líka að kljást við það að stolt hennar og yndi, Gullregnið í garðinum hennar, er líka innflytjandi og á ekki tilverurétt á Íslandi samkvæmt nýrri tilskipun yfirvalda."
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira