Hljómfagurt og melódískt Trausti Júlíusson skrifar 9. október 2012 00:01 Biggi Hilmars All We Can Be er fyrsta sólóplata Bigga Hilmars, en hann er þekktastur fyrir að hafa verið forsprakki hljómsveitarinnar Ampop. Undanfarið hefur hann gert tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, en síðustu þrjú ár hefur hann líka notað til að taka upp All We Can Be. Biggi vann nýju plötuna að stærstum hluta sjálfur, hann samdi mikinn meirihluta laga og texta, útsetti, spilaði á ýmis hljóðfæri og söng. Hann fékk svo aðstoð allmargra tónlistarmanna, íslenskra og erlendra í einstökum lögum. Plötur Ampop einkenndust af melódískum lagasmíðum og hljómmiklum og flottum útsetningum. Biggi heldur áfram að vinna með svipaða hluti á All We Can Be en þróar þá áfram. Strengjaútsetningar eru áberandi og píanóið er ráðandi. Mörg laganna hljóma eins og beint framhald af Ampop, en önnur tekur Biggi í nýjar áttir, t.d. hið mjög svo Bítlalega Springflower. Að mestu leyti er Biggi samt á svipuðum slóðum og áður. Það er eitt tökulag á plötunni; Leonard Cohen-lagið Famous Blue Raincoat sem lokar plötunni. Skemmtileg útsetning þar á ferð. Platan hljómar ekkert sérstaklega fersk, en þetta er allt mjög vandað og vel gert og margar lagasmíðanna fínar. Á heildina litið er All We Can Be prýðilega heppnuð plata. Aðdáendur Bigga og Ampops ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum. Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
All We Can Be er fyrsta sólóplata Bigga Hilmars, en hann er þekktastur fyrir að hafa verið forsprakki hljómsveitarinnar Ampop. Undanfarið hefur hann gert tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, en síðustu þrjú ár hefur hann líka notað til að taka upp All We Can Be. Biggi vann nýju plötuna að stærstum hluta sjálfur, hann samdi mikinn meirihluta laga og texta, útsetti, spilaði á ýmis hljóðfæri og söng. Hann fékk svo aðstoð allmargra tónlistarmanna, íslenskra og erlendra í einstökum lögum. Plötur Ampop einkenndust af melódískum lagasmíðum og hljómmiklum og flottum útsetningum. Biggi heldur áfram að vinna með svipaða hluti á All We Can Be en þróar þá áfram. Strengjaútsetningar eru áberandi og píanóið er ráðandi. Mörg laganna hljóma eins og beint framhald af Ampop, en önnur tekur Biggi í nýjar áttir, t.d. hið mjög svo Bítlalega Springflower. Að mestu leyti er Biggi samt á svipuðum slóðum og áður. Það er eitt tökulag á plötunni; Leonard Cohen-lagið Famous Blue Raincoat sem lokar plötunni. Skemmtileg útsetning þar á ferð. Platan hljómar ekkert sérstaklega fersk, en þetta er allt mjög vandað og vel gert og margar lagasmíðanna fínar. Á heildina litið er All We Can Be prýðilega heppnuð plata. Aðdáendur Bigga og Ampops ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum.
Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira