Sannleikur í hættu Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 2. október 2012 06:00 Oft er sagt að fyrsta fórnarlambið í stríði sé sannleikurinn. Það má til sanns vegar færa og á við í fleiri tilvikum en beinhörðum stríðsátökum. Raunar má segja að afskaplega margt í mannlegri tilveru byggi á því að hnika sannleikanum til, skreyta og fegra. Við þykjumst betri í einhverju en við erum, hissa á einhverju sem við bjuggumst við eða gumum af því á Facebook að hafa sko vel vitað eitthvað á undan öllum öðrum sem enginn gat vitað með vissu. Svo er það blessuð pólitíkin. Nú er sá tími að fara í hönd að stjórnmálamenn þurfa á okkur kjósendum að halda. Ekki verður lengur fram hjá því horft að við erum þjóðin og þingmenn eru í vinnu hjá okkur. Við höldum framtíðarþráðum þeirra í höndum okkar. Og nú þarf að sannfæra okkur um að þeir séu þeir réttu til að starfa í okkar þágu á Alþingi. Og þá má sannleikurinn fara að vara sig. Það er nefnilega lenska, í það minnsta hér á landi og líklega mun víðar, að grípa til þeirra ráða til að fegra eigin hlut að ófegra annarra þátt. Þannig munu stjórnarflokkarnir segja okkur að allt fari fjandans til taki stjórnarandstöðuflokkarnir við völdum. Þeir munu guma sig af glæstum árangri stjórnarinnar og reyna að sannfæra kjósendur um að heill landsins felist í áframhaldandi völdum þeirra. Stjórnarandstaðan mun hins vegar lýsa því fyrir okkur hvernig allt er á vonarvöl – gott ef ekki verra en við hrunið – og landið muni ekki rísa fyrr en hún, einmitt hún, komist að stjórnvölum. Og við þessa iðju mun blessaður sannleikurinn verða heldur framlágur. Hreinskilnin, einlægnin, mun þurfa að snúa sér að öðru. Þess í stað verður mannleg tilvera smættuð niður í einföld kosningaloforð í auglýsingastíl svo kjósendur vita vart hvort þeir eru að velja sér fulltrúa á þing eða kaupa sér þvottaefni. Kannski sitt lítið af hvoru. Mannskepnan getur búið til mögnuð tækniundur, sótt út í geim og inn í smæstu örverur. Henni virðist hins vegar ganga illa að koma sér upp kerfi sem byggir á heiðarleika, upplýsingum og þeirri einföldu kennisetningu sem öllum er einhvern tímann kennd á lífsleiðinni: Ekki ljúga. Kæri frambjóðandi. Þegar þú reynir að fá atkvæði mitt, segðu mér þá bara satt. Segðu mér ef þér mistókst einhvers staðar eða hvað gekk vel og taktu ábyrgð á brestum þínum. Það eykur líkurnar á því að þú fáir mitt atkvæði til muna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun
Oft er sagt að fyrsta fórnarlambið í stríði sé sannleikurinn. Það má til sanns vegar færa og á við í fleiri tilvikum en beinhörðum stríðsátökum. Raunar má segja að afskaplega margt í mannlegri tilveru byggi á því að hnika sannleikanum til, skreyta og fegra. Við þykjumst betri í einhverju en við erum, hissa á einhverju sem við bjuggumst við eða gumum af því á Facebook að hafa sko vel vitað eitthvað á undan öllum öðrum sem enginn gat vitað með vissu. Svo er það blessuð pólitíkin. Nú er sá tími að fara í hönd að stjórnmálamenn þurfa á okkur kjósendum að halda. Ekki verður lengur fram hjá því horft að við erum þjóðin og þingmenn eru í vinnu hjá okkur. Við höldum framtíðarþráðum þeirra í höndum okkar. Og nú þarf að sannfæra okkur um að þeir séu þeir réttu til að starfa í okkar þágu á Alþingi. Og þá má sannleikurinn fara að vara sig. Það er nefnilega lenska, í það minnsta hér á landi og líklega mun víðar, að grípa til þeirra ráða til að fegra eigin hlut að ófegra annarra þátt. Þannig munu stjórnarflokkarnir segja okkur að allt fari fjandans til taki stjórnarandstöðuflokkarnir við völdum. Þeir munu guma sig af glæstum árangri stjórnarinnar og reyna að sannfæra kjósendur um að heill landsins felist í áframhaldandi völdum þeirra. Stjórnarandstaðan mun hins vegar lýsa því fyrir okkur hvernig allt er á vonarvöl – gott ef ekki verra en við hrunið – og landið muni ekki rísa fyrr en hún, einmitt hún, komist að stjórnvölum. Og við þessa iðju mun blessaður sannleikurinn verða heldur framlágur. Hreinskilnin, einlægnin, mun þurfa að snúa sér að öðru. Þess í stað verður mannleg tilvera smættuð niður í einföld kosningaloforð í auglýsingastíl svo kjósendur vita vart hvort þeir eru að velja sér fulltrúa á þing eða kaupa sér þvottaefni. Kannski sitt lítið af hvoru. Mannskepnan getur búið til mögnuð tækniundur, sótt út í geim og inn í smæstu örverur. Henni virðist hins vegar ganga illa að koma sér upp kerfi sem byggir á heiðarleika, upplýsingum og þeirri einföldu kennisetningu sem öllum er einhvern tímann kennd á lífsleiðinni: Ekki ljúga. Kæri frambjóðandi. Þegar þú reynir að fá atkvæði mitt, segðu mér þá bara satt. Segðu mér ef þér mistókst einhvers staðar eða hvað gekk vel og taktu ábyrgð á brestum þínum. Það eykur líkurnar á því að þú fáir mitt atkvæði til muna.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun