Bráðskemmtilegur túr Sara McMahon skrifar 1. október 2012 00:01 "Heimstúr Glans um Norðurlönd var frábær sýning og á köflum hló undirrituð svo dátt að hún tók að tárast,“ segir meðal annars í gagnrýni um uppistand Svíans Johans Glans. mynd/Johanna Ankarcrona Johan Glans er fyndnasti maður Svíþjóðar og er hann vel að titlinum kominn. Uppistand hans í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag var liður í ferðalagi hans um Norðurlönd, eða eins og Glans kýs að kalla það: World Tour of Scandinavia, og var kvöldið stórskemmtilegt frá upphafi til enda. Grínistinn Ari Eldjárn hitaði upp fyrir Glans og átti frábært kvöld. Það mætti líkja uppistandi Ara við gott vín; það verður aðeins betra með árunum. Hann er einnig afbragðsgóð eftirherma og það sannaði hann með skopstælingu sinni á tónskáldinu Megasi, Davíð Oddssyni, Gettu betur-keppendum og flugmönnum. Eftir upphitunina mætti Glans á sviðið og þrátt fyrir að hafa virkað svolítið taugaveiklaður í fyrstu (líklega vegna þess að þetta var fyrsta sýning hans sem fram fór á enskri tungu) þá náði hann sér fljótt á strik, varð afslappaðri og átti í engum erfiðleikum með að hrífa salinn með fyndni sinni og persónutöfrum. Glans gerði góðlátlegt grín að staðalímyndum og einkennum Norðurlandaþjóðanna og einna mest af sinni eigin þjóð. Hann fjallaði um barnaafmæli, kirkjuferðir, hefðir sem hafa lifað með þjóðunum í aldanna rás en enginn skilur lengur, vandræðagang Svía sem vita fátt verra en að verða sér til skammar á almanna færi og muninn á tungumálum þjóðanna. Heimstúr Glans um Norðurlönd var frábær sýning og á köflum hló undirrituð svo dátt að hún tók að tárast. Nú má aðeins vona að Glans heimsæki okkur aftur fljótlega því fátt getur verið sálinni hollara en hlátur. Það er fagnaðarefni að uppistand skuli loks vera að ryðja sér rúms hér á landi. Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Johan Glans er fyndnasti maður Svíþjóðar og er hann vel að titlinum kominn. Uppistand hans í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag var liður í ferðalagi hans um Norðurlönd, eða eins og Glans kýs að kalla það: World Tour of Scandinavia, og var kvöldið stórskemmtilegt frá upphafi til enda. Grínistinn Ari Eldjárn hitaði upp fyrir Glans og átti frábært kvöld. Það mætti líkja uppistandi Ara við gott vín; það verður aðeins betra með árunum. Hann er einnig afbragðsgóð eftirherma og það sannaði hann með skopstælingu sinni á tónskáldinu Megasi, Davíð Oddssyni, Gettu betur-keppendum og flugmönnum. Eftir upphitunina mætti Glans á sviðið og þrátt fyrir að hafa virkað svolítið taugaveiklaður í fyrstu (líklega vegna þess að þetta var fyrsta sýning hans sem fram fór á enskri tungu) þá náði hann sér fljótt á strik, varð afslappaðri og átti í engum erfiðleikum með að hrífa salinn með fyndni sinni og persónutöfrum. Glans gerði góðlátlegt grín að staðalímyndum og einkennum Norðurlandaþjóðanna og einna mest af sinni eigin þjóð. Hann fjallaði um barnaafmæli, kirkjuferðir, hefðir sem hafa lifað með þjóðunum í aldanna rás en enginn skilur lengur, vandræðagang Svía sem vita fátt verra en að verða sér til skammar á almanna færi og muninn á tungumálum þjóðanna. Heimstúr Glans um Norðurlönd var frábær sýning og á köflum hló undirrituð svo dátt að hún tók að tárast. Nú má aðeins vona að Glans heimsæki okkur aftur fljótlega því fátt getur verið sálinni hollara en hlátur. Það er fagnaðarefni að uppistand skuli loks vera að ryðja sér rúms hér á landi.
Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira