Dansað um tilvist mannsins 12. september 2012 00:01 Berglind og Ásrún unnu grunngerð verksins saman en fengu síðar Ásu Dýradóttur, Áka Ásgeirsson og Jóhann Bjarna Pálmason til liðs við sig. Fréttablaðið/Stefán Listdans, myndlist, tónlist og ljós leggjast á eitt í verkinu Dúnn eftir dansdúettinn Litlar og nettar sem frumsýnt verður í Tjarnarbíó á föstudag. Í verkinu er ekki lítið undir, sjálf tilvist mannsins og sólin. Dúettinn Litlar og nettar skipa þær Berglind Pétursdóttir og Ásrún Magnúsdóttir sem útskrifuðust af listdansbraut Listaháskóla Íslands í fyrra. Berglind og Ásrún höfðu unnið mikið saman í LHÍ og voru staðfastar í að halda samstarfinu áfram að lokinni útskrift. Í mars síðastliðnum settust þær niður og hófu hugmyndavinnu að nýju verki og ákváðu að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur fjalla um tilvist mannsins og sólina. „Þetta tvennt tengist traustum böndum," segir Berglind, „þegar við byrjuðum að fjalla um tilvistina gátum við ekki látið sólina afskipta." Eftir um mánaðarvinnu fengu þær Berglind og Ásrún þrjá aðra listamenn af ólíkum sviðum til liðs við sig: Ásu Dýradóttur myndlistarkonu, Áka Ásgeirsson tónlistarmann og Jóhann Bjarna Pálmason ljósameistara, sem lögðu öll sitthvað til verksins. „Þetta er allt fólk sem við þekktum úr einni eða annarri átt," segir Berglind. „Áki kenndi okkur til dæmis í LHÍ og við þekktum Ásu og Snorra líka. Þau tóku vel í þessa hugmynd þegar við bárum hana undir þau og það varð til þessi klíka." Útkoman er sýning sem Berglind og Ásrún lýsa sem allt í senn dansverki, gjörningi, ljósverki og leikriti. „Dúnn er sjónarspil," segir Berglind. „Við unnum þetta mjög abstrakt; þetta byggir mikið á hreyfitjáningu, eðli málsins samkvæmt, en líka á myndum, vídeóverkum, tónlist og fleiri miðlum. Við höfum verið að prófa okkur mikið áfram á meðan undirbúningur stóð." Dúnn verður sem fyrr segir frumsýnt á föstudag. Verkið verður sýnt alls sex sinnum. Verkið var unnið með styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem veitti 2,8 milljónir króna til verksins. Nánari upplýsingar um verkið má finna á heimasíðu þess, dunn2012.tumblr.com/. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listdans, myndlist, tónlist og ljós leggjast á eitt í verkinu Dúnn eftir dansdúettinn Litlar og nettar sem frumsýnt verður í Tjarnarbíó á föstudag. Í verkinu er ekki lítið undir, sjálf tilvist mannsins og sólin. Dúettinn Litlar og nettar skipa þær Berglind Pétursdóttir og Ásrún Magnúsdóttir sem útskrifuðust af listdansbraut Listaháskóla Íslands í fyrra. Berglind og Ásrún höfðu unnið mikið saman í LHÍ og voru staðfastar í að halda samstarfinu áfram að lokinni útskrift. Í mars síðastliðnum settust þær niður og hófu hugmyndavinnu að nýju verki og ákváðu að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur fjalla um tilvist mannsins og sólina. „Þetta tvennt tengist traustum böndum," segir Berglind, „þegar við byrjuðum að fjalla um tilvistina gátum við ekki látið sólina afskipta." Eftir um mánaðarvinnu fengu þær Berglind og Ásrún þrjá aðra listamenn af ólíkum sviðum til liðs við sig: Ásu Dýradóttur myndlistarkonu, Áka Ásgeirsson tónlistarmann og Jóhann Bjarna Pálmason ljósameistara, sem lögðu öll sitthvað til verksins. „Þetta er allt fólk sem við þekktum úr einni eða annarri átt," segir Berglind. „Áki kenndi okkur til dæmis í LHÍ og við þekktum Ásu og Snorra líka. Þau tóku vel í þessa hugmynd þegar við bárum hana undir þau og það varð til þessi klíka." Útkoman er sýning sem Berglind og Ásrún lýsa sem allt í senn dansverki, gjörningi, ljósverki og leikriti. „Dúnn er sjónarspil," segir Berglind. „Við unnum þetta mjög abstrakt; þetta byggir mikið á hreyfitjáningu, eðli málsins samkvæmt, en líka á myndum, vídeóverkum, tónlist og fleiri miðlum. Við höfum verið að prófa okkur mikið áfram á meðan undirbúningur stóð." Dúnn verður sem fyrr segir frumsýnt á föstudag. Verkið verður sýnt alls sex sinnum. Verkið var unnið með styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem veitti 2,8 milljónir króna til verksins. Nánari upplýsingar um verkið má finna á heimasíðu þess, dunn2012.tumblr.com/. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira