Fellihýsamenningin kveikti hugmyndina að þáttunum 5. september 2012 14:30 Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð vinna að nýrri sjónvarpsþáttaröð. Fréttablaðið/Stefán „Þetta fjallar svolítið um þetta helvíti þegar fjölskyldur sem dagsdaglega eyða kannski litlum tíma saman eru settar í þær aðstæður að þurfa að eyða tíma saman og takast hvert á við annað,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson. Hann hefur verið ráðinn til að leikstýra sinni fyrstu sjónvarpsþáttaröð, Helvítis Ísland, eftir handriti Huldars Breiðfjörð. Þáttaröðin verður framleidd af Sagafilm og eru samningaviðræður í gangi um að Sjónvarpið sýni hana. Um er að ræða mannlega dramatíska kómedíu um fjölskyldu sem ferðast um landið að undirlagi fjölskylduföðurins í von um að bjarga hjónabandinu. Huldar segist hafa fengið hugmyndina eftir að hafa á ferðalögum sínum um landið fylgst með hjólahýsa- og fellihýsamenningunni sem hefur verið að skapast hérlendis. „Það fór að rifjast upp fyrir mér hvers konar álag getur orðið þegar maður þarf að sitja í bíl og tilheyra fjölskyldu í jafnþröngu rými og láta allt virka.“ Enn á eftir að ráða leikara í þættina en tökur eru áætlaðar næsta sumar. Hafsteinn Gunnar sló í gegn með sinni fyrstu mynd, Á annan veg, sem kom út í fyrra og fjallaði um tvo vegagerðarmenn uppi á hálendi. Bandaríska kvikmyndabiblían Variety hrósaði myndinni og sagði Hafstein hæfileikamann sem kvikmyndaáhugafólk ætti að fylgjast vel með í framtíðinni. Hafsteinn og Huldar kynntust er þeir voru báðir í kvikmyndanámi í New York. Þeir eru einnig með kvikmynd í bígerð sem heitir Kalt vor og verður tekin upp á næsta ári eftir að tökum á Helvítis Íslandi lýkur. „Það er einnig dramatísk kómedía sem fjallar um samband feðga og gerist í litlu þorpi á Vestfjörðum. Það er voða fínt að vinna með Huldari. Við erum góðir vinir og svo deilum við svipaðri sýn á hlutina. Hann er frábær höfundur og okkur langar að gera fleiri verkefni saman,“ segir Hafsteinn og Huldar bætir við: „Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa sjónvarpsseríu. Okkur langaði að prófa þetta og það hefur verið ansi gaman að vinna inni í því.“ freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta fjallar svolítið um þetta helvíti þegar fjölskyldur sem dagsdaglega eyða kannski litlum tíma saman eru settar í þær aðstæður að þurfa að eyða tíma saman og takast hvert á við annað,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson. Hann hefur verið ráðinn til að leikstýra sinni fyrstu sjónvarpsþáttaröð, Helvítis Ísland, eftir handriti Huldars Breiðfjörð. Þáttaröðin verður framleidd af Sagafilm og eru samningaviðræður í gangi um að Sjónvarpið sýni hana. Um er að ræða mannlega dramatíska kómedíu um fjölskyldu sem ferðast um landið að undirlagi fjölskylduföðurins í von um að bjarga hjónabandinu. Huldar segist hafa fengið hugmyndina eftir að hafa á ferðalögum sínum um landið fylgst með hjólahýsa- og fellihýsamenningunni sem hefur verið að skapast hérlendis. „Það fór að rifjast upp fyrir mér hvers konar álag getur orðið þegar maður þarf að sitja í bíl og tilheyra fjölskyldu í jafnþröngu rými og láta allt virka.“ Enn á eftir að ráða leikara í þættina en tökur eru áætlaðar næsta sumar. Hafsteinn Gunnar sló í gegn með sinni fyrstu mynd, Á annan veg, sem kom út í fyrra og fjallaði um tvo vegagerðarmenn uppi á hálendi. Bandaríska kvikmyndabiblían Variety hrósaði myndinni og sagði Hafstein hæfileikamann sem kvikmyndaáhugafólk ætti að fylgjast vel með í framtíðinni. Hafsteinn og Huldar kynntust er þeir voru báðir í kvikmyndanámi í New York. Þeir eru einnig með kvikmynd í bígerð sem heitir Kalt vor og verður tekin upp á næsta ári eftir að tökum á Helvítis Íslandi lýkur. „Það er einnig dramatísk kómedía sem fjallar um samband feðga og gerist í litlu þorpi á Vestfjörðum. Það er voða fínt að vinna með Huldari. Við erum góðir vinir og svo deilum við svipaðri sýn á hlutina. Hann er frábær höfundur og okkur langar að gera fleiri verkefni saman,“ segir Hafsteinn og Huldar bætir við: „Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa sjónvarpsseríu. Okkur langaði að prófa þetta og það hefur verið ansi gaman að vinna inni í því.“ freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira