Aron ætlar að byggja á góðum grunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2012 07:00 Aron segir draum vera að rætast hjá sér. Hann er stoltur að fá tækifæri til þess að stýra íslenska landsliðinu. Mynd/Pjetur Aron Kristjánsson var í gær ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins til ársins 2015. Sú ráðning kom fáum á óvart enda hefur það legið í loftinu lengi að Aron tæki við liðinu. Hinn sigursæli þjálfari Hauka fær það verðuga verkefni að feta í fótspor Guðmundar Guðmundssonar sem náð hefur sögulegum árangri með íslenska landsliðið. Ásamt því að þjálfa landsliðið mun Aron þjálfa Haukaliðið næsta vetur en láta svo af störfum til þess að einbeita sér alfarið að störfum fyrir HSÍ. „Viðræður hófust fyrri part sumars þegar það lá fyrir að Guðmundur myndi hætta. Viðræður fóru svo almennilega í gang eftir því sem leið á sumarið, gengu vel og við kláruðum þetta dæmi rétt fyrir Ólympíuleikana," sagði Aron en hann mun láta af einu af tveimur störfum sínum þar sem hann er farinn að þjálfa landsliðið. Aron átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka en mun aðeins klára eitt ár. Hann segir að Haukar hafi ekki verið ánægðir með það. „Þeir skildu ekki af hverju ég gat ekki sinnt báðum störfum áfram. Ég er aftur á móti að fara að vinna uppbyggingu handboltans fyrir HSÍ en sú uppbygging þarf að fara að gerast." Þarf að efla þjálfaramenntun á ÍslandiÞað hefur oft verið talað um að gera hitt og þetta í uppbyggingu handboltans á Íslandi en oftar en ekki lítið gerst. Hvað þarf nákvæmlega að gera til þess að tryggja að framtíð íslenska landsliðsins verði áfram björt? „Við þurfum fyrst og fremst að efla þjálfaramenntun og fá fleiri þjálfara. Sú vinna er þegar farin í gang. Afreksstefnan utan um efnilega leikmenn þarf að vera í lagi og vinna með félögunum. Það þarf að vinna í líkamlega þættinum og þar höfum við oft setið eftir. Það þarf að byrja fyrr markvisst í þeim efnum. Svo er það andlegi hlutinn líka sem þarf að vinna í en gleymist oft. Það er hellingur sem þarf að gera hér á landi og ég hef talað fyrir þessu síðustu ár. Nú hef ég tækifæri til þess að gera eitthvað í málunum." Aron hefur áður lýst því yfir í viðtölum að það væri hans draumur að fá að þjálfa íslenska landsliðið. „Ég held að flesta þjálfara dreymi að þjálfa landslið sinnar þjóðar. Ég er engin undantekning frá því. Ég er ánægður og mjög stoltur að fá tækifæri til þess að stýra íslenska landsliðinu," sagði Aron en óttast hann ekkert að taka við af Guðmundi eftir allan þann árangur sem náðst hefur? „Það þýðir ekkert að velta því fyrir sér. Guðmundur og þjálfarateymið stóð sig mjög vel sem og liðið. Það er samt skammt stórra högga á milli. Við höfum verið að vinna til verðlauna og svo lenda í því að nánast detta úr riðlakeppni á næsta móti. Samkeppnin er gríðarlega hörð í alþjóðaboltanum og það má lítið út af bregða svo hlutirnir fari á verri veg. Þegar allt smellur eigum við möguleika að vera á meðal þeirra allra fremstu." Aron segist ekki vita, frekar en aðrir, hvort Ólafur Stefánsson sé hættur í landsliðinu eða í handbolta yfir höfuð. Leikmenn eins og Guðjón Valur Sigurðsson hafa svo gefið í skyn að þeir ætli jafnvel að draga sig úr landsliðinu. „Ég bind vonir við að flestir leikmanna liðsins muni halda áfram. Mitt fyrsta verkefni er að heyra í strákunum og vonandi bjóða allir leikmenn áfram fram krafta sína. Ég mun leggja áherslu á það. Ætlunin er að byggja á þessum góða grunni en það verða einhverjar áherslubreytingar meðð nýjum þjálfara," sagði Aron en hverju ætlar hann að breyta? „Þegar tími gefst til verðum við bæta við einni varnaraðferð til þess að auka fjölbreytileikann og vera með sterkara vopnabúr. Ég fer í það að leikgreina liðið núna og við sjáum svo hvað setur." Þarf að minnka bilið á milli góðu og efnilegu leikmannannaÞað styttist í kynslóðaskipti hjá landsliðinu. Margir af bestu landsliðsmönnum í sögu þjóðarinnar munu líklega hætta á næstu árum. Hvernig blasir framtíðin eftir það við Aroni? „Á næstu fimm árum verða einhver kynslóðaskipti. Það hefur orðið mikið bil á milli leikmanna landsliðsins síðustu ár, sem eru allt heimsklassamenn, og svo þeirra sem eru þar fyrir aftan. Það þarf að reyna að minnka bilið með því að finna verkefni fyrir þessa menn. Á einhvern hátt þarf að stytta leiðina og gera endurnýjunina markvissari," sagði Aron en á Ísland nógu góða leikmenn til þess að halda landsliðinu í fremstu röð næstu tíu ár? „Það eru efnilegir strákar að koma upp og spurning er hvernig menn halda á spöðunum. Það er eitt að vera efnilegur og annað að taka þetta alla leið og verða betri. Það krefst mikillar vinnu og það er spurningin. Íslenskir atvinnumenn eru þó vinsælir út af vinnusemi og hugarfari. Við verðum að vinna markvisst niður á við til þess að minnka bilið og styrkja ungu mennina," sagði Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Aron Kristjánsson var í gær ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins til ársins 2015. Sú ráðning kom fáum á óvart enda hefur það legið í loftinu lengi að Aron tæki við liðinu. Hinn sigursæli þjálfari Hauka fær það verðuga verkefni að feta í fótspor Guðmundar Guðmundssonar sem náð hefur sögulegum árangri með íslenska landsliðið. Ásamt því að þjálfa landsliðið mun Aron þjálfa Haukaliðið næsta vetur en láta svo af störfum til þess að einbeita sér alfarið að störfum fyrir HSÍ. „Viðræður hófust fyrri part sumars þegar það lá fyrir að Guðmundur myndi hætta. Viðræður fóru svo almennilega í gang eftir því sem leið á sumarið, gengu vel og við kláruðum þetta dæmi rétt fyrir Ólympíuleikana," sagði Aron en hann mun láta af einu af tveimur störfum sínum þar sem hann er farinn að þjálfa landsliðið. Aron átti tvö ár eftir af samningi sínum við Hauka en mun aðeins klára eitt ár. Hann segir að Haukar hafi ekki verið ánægðir með það. „Þeir skildu ekki af hverju ég gat ekki sinnt báðum störfum áfram. Ég er aftur á móti að fara að vinna uppbyggingu handboltans fyrir HSÍ en sú uppbygging þarf að fara að gerast." Þarf að efla þjálfaramenntun á ÍslandiÞað hefur oft verið talað um að gera hitt og þetta í uppbyggingu handboltans á Íslandi en oftar en ekki lítið gerst. Hvað þarf nákvæmlega að gera til þess að tryggja að framtíð íslenska landsliðsins verði áfram björt? „Við þurfum fyrst og fremst að efla þjálfaramenntun og fá fleiri þjálfara. Sú vinna er þegar farin í gang. Afreksstefnan utan um efnilega leikmenn þarf að vera í lagi og vinna með félögunum. Það þarf að vinna í líkamlega þættinum og þar höfum við oft setið eftir. Það þarf að byrja fyrr markvisst í þeim efnum. Svo er það andlegi hlutinn líka sem þarf að vinna í en gleymist oft. Það er hellingur sem þarf að gera hér á landi og ég hef talað fyrir þessu síðustu ár. Nú hef ég tækifæri til þess að gera eitthvað í málunum." Aron hefur áður lýst því yfir í viðtölum að það væri hans draumur að fá að þjálfa íslenska landsliðið. „Ég held að flesta þjálfara dreymi að þjálfa landslið sinnar þjóðar. Ég er engin undantekning frá því. Ég er ánægður og mjög stoltur að fá tækifæri til þess að stýra íslenska landsliðinu," sagði Aron en óttast hann ekkert að taka við af Guðmundi eftir allan þann árangur sem náðst hefur? „Það þýðir ekkert að velta því fyrir sér. Guðmundur og þjálfarateymið stóð sig mjög vel sem og liðið. Það er samt skammt stórra högga á milli. Við höfum verið að vinna til verðlauna og svo lenda í því að nánast detta úr riðlakeppni á næsta móti. Samkeppnin er gríðarlega hörð í alþjóðaboltanum og það má lítið út af bregða svo hlutirnir fari á verri veg. Þegar allt smellur eigum við möguleika að vera á meðal þeirra allra fremstu." Aron segist ekki vita, frekar en aðrir, hvort Ólafur Stefánsson sé hættur í landsliðinu eða í handbolta yfir höfuð. Leikmenn eins og Guðjón Valur Sigurðsson hafa svo gefið í skyn að þeir ætli jafnvel að draga sig úr landsliðinu. „Ég bind vonir við að flestir leikmanna liðsins muni halda áfram. Mitt fyrsta verkefni er að heyra í strákunum og vonandi bjóða allir leikmenn áfram fram krafta sína. Ég mun leggja áherslu á það. Ætlunin er að byggja á þessum góða grunni en það verða einhverjar áherslubreytingar meðð nýjum þjálfara," sagði Aron en hverju ætlar hann að breyta? „Þegar tími gefst til verðum við bæta við einni varnaraðferð til þess að auka fjölbreytileikann og vera með sterkara vopnabúr. Ég fer í það að leikgreina liðið núna og við sjáum svo hvað setur." Þarf að minnka bilið á milli góðu og efnilegu leikmannannaÞað styttist í kynslóðaskipti hjá landsliðinu. Margir af bestu landsliðsmönnum í sögu þjóðarinnar munu líklega hætta á næstu árum. Hvernig blasir framtíðin eftir það við Aroni? „Á næstu fimm árum verða einhver kynslóðaskipti. Það hefur orðið mikið bil á milli leikmanna landsliðsins síðustu ár, sem eru allt heimsklassamenn, og svo þeirra sem eru þar fyrir aftan. Það þarf að reyna að minnka bilið með því að finna verkefni fyrir þessa menn. Á einhvern hátt þarf að stytta leiðina og gera endurnýjunina markvissari," sagði Aron en á Ísland nógu góða leikmenn til þess að halda landsliðinu í fremstu röð næstu tíu ár? „Það eru efnilegir strákar að koma upp og spurning er hvernig menn halda á spöðunum. Það er eitt að vera efnilegur og annað að taka þetta alla leið og verða betri. Það krefst mikillar vinnu og það er spurningin. Íslenskir atvinnumenn eru þó vinsælir út af vinnusemi og hugarfari. Við verðum að vinna markvisst niður á við til þess að minnka bilið og styrkja ungu mennina," sagði Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira