Fantasíurnar spanna allt litrófið 16. ágúst 2012 00:01 Hildur Sverrisdóttir segir kynlífsfantasíurnar í Fantasíu vera fjölbreyttar og spanna allt litrófið en bókin kemur út í dag. „Ég er bæði stolt yfir verkinu og líka er smá stress að gera vart við sig," segir lögmaðurinn Hildur Sverrisdóttir en bók hennar Fantasíur kemur út í dag. Bókin Fantasíur samanstendur af 51 kynferðislegri fantasíu kvenna. Hildur auglýsti eftir þeim fyrr á árinu og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Sumarið hjá henni hefur því farið í að vinna úr fjölda fantasía. „Mér skilst að það hafi verið hlýtt í sumar en hef sjálf ekki orðið vör við það," segir Hildur hlæjandi og bætir við að sér komi viðbrögðin á óvart. „Mér brá hversu stórkostleg viðbrögð ég fékk enda renndi ég blint í sjóinn með þetta og varpaði boltanum alfarið til íslenskra kvenna. Það var því úr mörgu að velja og vandasamt að ákveða hvaða stefnu ætti að taka. Að lokum ákvað ég að varpa ljósi á fjölbreytileikann en fantasíurnar spanna allt litrófið." Hildur segir efnið hafa verið vandmeðfarið og að hún hafi einsett sér að nálgast það af virðingu. Hún viðurkennir þó að fyrst hafi verið skrítið að sökkva sér niður í fantasíur ókunnugra kvenna. „Fyrst roðnaði ég mikið við lesturinn og hugsaði „ég þori ekki að setja þetta í bókina" en það jafnaði sig. Á tímabili var ég jafnvel hrædd um að ég mundi aldrei roðna aftur og væri bara orðin dólgur en ég er nú aftur farin að roðna yfir þessu." Aðspurð hvort Fantasíur sé konubók svarar Hildur: „Bókin er skrifuð fyrir konur og miðast við þeirra hugarheim. Hún er samt eflaust forvitnileg fyrir karla líka." Útgáfuteiti verður Eymundsson Austurstræti klukkan 17 í dag. - áp Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég er bæði stolt yfir verkinu og líka er smá stress að gera vart við sig," segir lögmaðurinn Hildur Sverrisdóttir en bók hennar Fantasíur kemur út í dag. Bókin Fantasíur samanstendur af 51 kynferðislegri fantasíu kvenna. Hildur auglýsti eftir þeim fyrr á árinu og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Sumarið hjá henni hefur því farið í að vinna úr fjölda fantasía. „Mér skilst að það hafi verið hlýtt í sumar en hef sjálf ekki orðið vör við það," segir Hildur hlæjandi og bætir við að sér komi viðbrögðin á óvart. „Mér brá hversu stórkostleg viðbrögð ég fékk enda renndi ég blint í sjóinn með þetta og varpaði boltanum alfarið til íslenskra kvenna. Það var því úr mörgu að velja og vandasamt að ákveða hvaða stefnu ætti að taka. Að lokum ákvað ég að varpa ljósi á fjölbreytileikann en fantasíurnar spanna allt litrófið." Hildur segir efnið hafa verið vandmeðfarið og að hún hafi einsett sér að nálgast það af virðingu. Hún viðurkennir þó að fyrst hafi verið skrítið að sökkva sér niður í fantasíur ókunnugra kvenna. „Fyrst roðnaði ég mikið við lesturinn og hugsaði „ég þori ekki að setja þetta í bókina" en það jafnaði sig. Á tímabili var ég jafnvel hrædd um að ég mundi aldrei roðna aftur og væri bara orðin dólgur en ég er nú aftur farin að roðna yfir þessu." Aðspurð hvort Fantasíur sé konubók svarar Hildur: „Bókin er skrifuð fyrir konur og miðast við þeirra hugarheim. Hún er samt eflaust forvitnileg fyrir karla líka." Útgáfuteiti verður Eymundsson Austurstræti klukkan 17 í dag. - áp
Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira