Sýnir afrakstur Asíureisu á Skólavörðustíg 9. ágúst 2012 08:00 Baldur Kristjánsson ljósmyndari. Mynd/Anton Brink „Að hafa sýninguna utandyra er í ætt við ferðalagið sjálft og gerir það líka að verkum að fleiri sjá myndirnar," segir ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson sem opnar ljósmyndasýninguna Austur fyrir fjall á göngugötu Skólavörðustígs í kvöld. Sýningin er sú fyrsta sem Baldur heldur en hann hefur getið sér gott orð sem auglýsingaljósmyndari undanfarin ár. Á sýningunni eru fjörutíu ljósmyndir sem Baldur tók á bakpokaferðalagi sínu um Asíu fyrir tveimur árum. „Ég kalla þetta „umhverfisportrettmyndir" af fólki sem varð á vegi mínum í Nepal, Tíbet, Víetnam, Kambódíu og á Indlandi. Myndirnar sýna fólk í sínu náttúrulega umhverfi, eins og það kom mér fyrir sjónir," segir Baldur sem hefur látið sérsmíða sérstaka standa fyrir myndirnar svo þær njóti sín sem best í stórri upplausn. „Ég pældi mjög mikið í staðsetningunni áður en ég fann þá réttu en ég er sjálfur að vinna á Skólavörðustíg og finnst hún án vafa vera ein skemmtilegasta gata bæjarins." Sýningin verður opnuð í kvöld klukkan 20 og stendur til 19. ágúst. Baldur blæs til opnunarteitis á efri hæðinni á Sólon í tilefni dagsins. „Þessa stundina er ein mynd í uppáhaldi hjá mér en það er mynd sem ég tók á Killing Fields" í Kambódíu en þar voru framin hrottaleg fjöldamorð. Þar sá ég litla stelpu hinum megin við girðingu sem horfði inn á svæðið en ég náði að smella af einni mynd áður en hún lét sig hverfa. Þessi mynd situr eftir," segir Baldur.Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? „Myndirnar á sýningunni eru til sölu á baldurkristjans.is og jú, lengi lifi Þróttur." -áp Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Að hafa sýninguna utandyra er í ætt við ferðalagið sjálft og gerir það líka að verkum að fleiri sjá myndirnar," segir ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson sem opnar ljósmyndasýninguna Austur fyrir fjall á göngugötu Skólavörðustígs í kvöld. Sýningin er sú fyrsta sem Baldur heldur en hann hefur getið sér gott orð sem auglýsingaljósmyndari undanfarin ár. Á sýningunni eru fjörutíu ljósmyndir sem Baldur tók á bakpokaferðalagi sínu um Asíu fyrir tveimur árum. „Ég kalla þetta „umhverfisportrettmyndir" af fólki sem varð á vegi mínum í Nepal, Tíbet, Víetnam, Kambódíu og á Indlandi. Myndirnar sýna fólk í sínu náttúrulega umhverfi, eins og það kom mér fyrir sjónir," segir Baldur sem hefur látið sérsmíða sérstaka standa fyrir myndirnar svo þær njóti sín sem best í stórri upplausn. „Ég pældi mjög mikið í staðsetningunni áður en ég fann þá réttu en ég er sjálfur að vinna á Skólavörðustíg og finnst hún án vafa vera ein skemmtilegasta gata bæjarins." Sýningin verður opnuð í kvöld klukkan 20 og stendur til 19. ágúst. Baldur blæs til opnunarteitis á efri hæðinni á Sólon í tilefni dagsins. „Þessa stundina er ein mynd í uppáhaldi hjá mér en það er mynd sem ég tók á Killing Fields" í Kambódíu en þar voru framin hrottaleg fjöldamorð. Þar sá ég litla stelpu hinum megin við girðingu sem horfði inn á svæðið en ég náði að smella af einni mynd áður en hún lét sig hverfa. Þessi mynd situr eftir," segir Baldur.Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? „Myndirnar á sýningunni eru til sölu á baldurkristjans.is og jú, lengi lifi Þróttur." -áp
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira